Klaus sér rautt 25. ágúst 2005 00:01 Vaclav Klaus, forseti Tékklands, er mikið eftirlæti hægri manna víða um heim, eftirsóttur ræðumaður í klúbbum þeirra. Sumir segja reyndar að hann sé alltaf að flytja sömu ræðuna – um hvað allir séu miklir kommúnistar. Klaus tók út sinn pólitíska þroska í baráttunni gegn kommúnismanum í Tékklandi. Hann var ekki fremstur í hópi andófsmanna, en þótti þó standa sig þannig að sómi er að. Síðan hefur hann séð rautt alls staðar – ólíkt nafna sínum og fyrirrennara í embætti, Vaclav Havel, sem hefur nokkuð margræðari sýn á tilveruna eins og til dæmis má sjá í frægri ræðu sem Havel flutti 1997, en þar gagnrýndi hann ríkisstjórn Klaus sem hann taldi að hefði látið reka á reiðanum í stjórn landsins, blinduð af þeirri trú að ósýnileg hönd markaðarins myndi sjá fyrir öllu. Ríkisstjórn Klaus féll þetta sama ár. Efnahagsástandið var slæmt og ekki hjálpuðu ýmis spillingarmál í kringum stjórnina. Frjálshyggjumaðurinn Klaus reyndist að ýmsu leyti slappari umbótamaður en sumir fyrrverandi kommúnistar í nágrannalöndunum. Havel og Klaus, sem voru bandamenn í flauelsbyltingunni 1989, hafa verið svarnir óvinir síðan þá. --- --- --- Klaus er yfirlýstur lærisveinn Friedrichs von Hayek, Miltons Friedman og Margaret Thatcher. Því er ekki undarlegt að Vef-Þjóðviljinn sé mjög hrifinn af Klaus. Þetta ágæta vefrit vitnar í gær í erindi sem Klaus hélt á fundi Mont Pèlerin klúbbsins í Reykjavík fyrr í vikunni. Þar mun Klaus hafa sagt eftirfarandi, í endursögn Vef-Þjóðviljans: "Þar varaði hann við því að þó að nú um stundir stafaði ekki ógn af augljósustu mynd sósíalismans, kommúnismanum, þá væru aðrar birtingarmyndir hans enn hættulegar. Hann nefndi ýmis dæmi um pólitískar stefnur sem ógnuðu frelsi manna, svo sem það sem hann kallaði Evrópusambandshyggju, sósíaldemókratisma, femínisma, trúna á velferðarríkið og margt fleira." --- --- --- Ræðu Klaus er annars að finna hérna í heild sinnni. Þarna kemur fram fleira sem forsetinn telur að sé hægt að leggja að jöfnu við sósíalisma – til að mynda umhverfishyggja, áhugi á mannréttindamálum, fjölmenningarstefna, óháð félagasamtök (NGO-ism) og alþjóðahyggja. Allt eru þetta birtingarmyndir sósíalismans að hans mati. Nenni maður að lesa greinina til enda sér maður þó að meginhugmyndin er sú að Evrópusambandið sé komið í staðinn fyrir gamla kommúnismann – sem birtist nú lúmskari myndum en nokkru sinni áður þótt "harða útgáfan" af honum sé fyrir bí. --- --- --- Jónas Kristjánsson skammar álitsgjafa í sjónvarpinu fyrir að líta á sig sem yfirstétt, vera úr tengslum við fólkið í landinu og skilja ekki alvöru fréttafluttning. Aðalfréttirnar í DV undanfarna daga hafa verið langdregnar lýsingar á morði á Hverfisgötu, dæmigerðum íslenskum glæp þar sem allir voru fullir og ruglaðir og svo fjölskylduhögum morðingjans. Þess utan er dag eftir dag fjallað um ástarsamband idolstjörnu og miðaldra píanóleikara. Hvað er maður ekki að fatta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, er mikið eftirlæti hægri manna víða um heim, eftirsóttur ræðumaður í klúbbum þeirra. Sumir segja reyndar að hann sé alltaf að flytja sömu ræðuna – um hvað allir séu miklir kommúnistar. Klaus tók út sinn pólitíska þroska í baráttunni gegn kommúnismanum í Tékklandi. Hann var ekki fremstur í hópi andófsmanna, en þótti þó standa sig þannig að sómi er að. Síðan hefur hann séð rautt alls staðar – ólíkt nafna sínum og fyrirrennara í embætti, Vaclav Havel, sem hefur nokkuð margræðari sýn á tilveruna eins og til dæmis má sjá í frægri ræðu sem Havel flutti 1997, en þar gagnrýndi hann ríkisstjórn Klaus sem hann taldi að hefði látið reka á reiðanum í stjórn landsins, blinduð af þeirri trú að ósýnileg hönd markaðarins myndi sjá fyrir öllu. Ríkisstjórn Klaus féll þetta sama ár. Efnahagsástandið var slæmt og ekki hjálpuðu ýmis spillingarmál í kringum stjórnina. Frjálshyggjumaðurinn Klaus reyndist að ýmsu leyti slappari umbótamaður en sumir fyrrverandi kommúnistar í nágrannalöndunum. Havel og Klaus, sem voru bandamenn í flauelsbyltingunni 1989, hafa verið svarnir óvinir síðan þá. --- --- --- Klaus er yfirlýstur lærisveinn Friedrichs von Hayek, Miltons Friedman og Margaret Thatcher. Því er ekki undarlegt að Vef-Þjóðviljinn sé mjög hrifinn af Klaus. Þetta ágæta vefrit vitnar í gær í erindi sem Klaus hélt á fundi Mont Pèlerin klúbbsins í Reykjavík fyrr í vikunni. Þar mun Klaus hafa sagt eftirfarandi, í endursögn Vef-Þjóðviljans: "Þar varaði hann við því að þó að nú um stundir stafaði ekki ógn af augljósustu mynd sósíalismans, kommúnismanum, þá væru aðrar birtingarmyndir hans enn hættulegar. Hann nefndi ýmis dæmi um pólitískar stefnur sem ógnuðu frelsi manna, svo sem það sem hann kallaði Evrópusambandshyggju, sósíaldemókratisma, femínisma, trúna á velferðarríkið og margt fleira." --- --- --- Ræðu Klaus er annars að finna hérna í heild sinnni. Þarna kemur fram fleira sem forsetinn telur að sé hægt að leggja að jöfnu við sósíalisma – til að mynda umhverfishyggja, áhugi á mannréttindamálum, fjölmenningarstefna, óháð félagasamtök (NGO-ism) og alþjóðahyggja. Allt eru þetta birtingarmyndir sósíalismans að hans mati. Nenni maður að lesa greinina til enda sér maður þó að meginhugmyndin er sú að Evrópusambandið sé komið í staðinn fyrir gamla kommúnismann – sem birtist nú lúmskari myndum en nokkru sinni áður þótt "harða útgáfan" af honum sé fyrir bí. --- --- --- Jónas Kristjánsson skammar álitsgjafa í sjónvarpinu fyrir að líta á sig sem yfirstétt, vera úr tengslum við fólkið í landinu og skilja ekki alvöru fréttafluttning. Aðalfréttirnar í DV undanfarna daga hafa verið langdregnar lýsingar á morði á Hverfisgötu, dæmigerðum íslenskum glæp þar sem allir voru fullir og ruglaðir og svo fjölskylduhögum morðingjans. Þess utan er dag eftir dag fjallað um ástarsamband idolstjörnu og miðaldra píanóleikara. Hvað er maður ekki að fatta?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun