Staðan í borginni 30. ágúst 2005 00:01 Nú þegar um níu mánuðir eru fram að sveitarstjórnarkosningum er staðan varðandi framboðsmál flokkanna í Reykjavík töluvert farin að skýrast. Það er ljóst að hjá flestum ef ekki öllum þeim sem nú eiga fultrúa í borgarstjórn verður hart barist um efstu sætin á listum flokkanna í vor. Eftir skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina virðist ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög sótt í sig veðrið á síðustu vikum og mánuðum, undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bæði er að þeir hafa komið fram með nýjar hugmyndir í borgarmálum, og hafa dregið úr umræðunni um fjármál borgarinnar og Línu.net, sem flestir ef ekki allir eru búnir að fá yfir sig nóg af. En það sem kannski hefur einkum orðið til þess að þeir hafa sótt í sig veðrið eins og raun ber vitni er mikill vandræðagangur Reykjavíkurlistans varðandi framboðsmálin í vor. Það má eiginlega segja að R listafólkið hafi fært sjálfstæðismönnum fylgið á silfurfati nú síðustu vikurnar, rétt eins og vandaræðagangur sjálfstæðismanna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mjög kærkominn fyrir R-listann og gerði út um það að sjálfstæðismenn næðu aftur völdum í borginni. Það virðist ljóst að tvær meginfylkingar munu takast á í kosningunum í vor, annars vegar Sjálfstæðisflokkurin og hins vegar Samfylkingin, því samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær fengi Sjálfstæðisflokkurinn níu borgarfulltrúa og Samfylkingin fimm. Í báðum þessum flokkum er nú mikil barátta fram undan um efsta sætið á listunum, og þar með borgarstjórastólinn. Tveir fjölmiðlamenn, Stefán Jón Hafstein og Gísli Marteinn Baldursson, tilkynntu um helgina að þeir sæktust eftir efsta sætinu á listum flokka sinna. Stefán Jón er þannig að skora núverandi borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, á hólm og Gísli Marteinn Baldursson sækir að Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni, núverandi oddvita bogarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Vilhjálmur á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmálum og er leitun að manni með meiri þekkingu á þeim málum. Hann tók við oddvitastarfinu eftir leiðtogahrakfarir sjálfstæðismanna og nú er kominn hópur í kringum Gísla Martein, sem vill fella Vilhjálm. Sjálfstæðismenn ættu að athuga vel sinn gang áður en þeir ákveða að yngja um of upp í efstu sætum listans í vor. Stefán Jón "hefur lengi gengið með borgarstjórann í maganum" sagði núverandi borgarstjóri eftir að Stefán Jón tilkynnti um framboð sitt í efsta sæti Samfylkingarinnar. Eins og staðan er núna er hann mun sigurstranglegri en Steinunn Valdís, en hún á eftir að njóta þess á komandi mánuðum að vera húsmóðirin í Ráðhúsinu. Stefán Jón aftur á móti mun njóta fjölmiðlareynslu sinnar og ákveðinnar framgöngu í slagnum fram undan. Samfylkingin mun ekki ganga heil frá borði eftir þann slag, frekar en formannsslagnum fyrr á árinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Nú þegar um níu mánuðir eru fram að sveitarstjórnarkosningum er staðan varðandi framboðsmál flokkanna í Reykjavík töluvert farin að skýrast. Það er ljóst að hjá flestum ef ekki öllum þeim sem nú eiga fultrúa í borgarstjórn verður hart barist um efstu sætin á listum flokkanna í vor. Eftir skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina virðist ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mjög sótt í sig veðrið á síðustu vikum og mánuðum, undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. Bæði er að þeir hafa komið fram með nýjar hugmyndir í borgarmálum, og hafa dregið úr umræðunni um fjármál borgarinnar og Línu.net, sem flestir ef ekki allir eru búnir að fá yfir sig nóg af. En það sem kannski hefur einkum orðið til þess að þeir hafa sótt í sig veðrið eins og raun ber vitni er mikill vandræðagangur Reykjavíkurlistans varðandi framboðsmálin í vor. Það má eiginlega segja að R listafólkið hafi fært sjálfstæðismönnum fylgið á silfurfati nú síðustu vikurnar, rétt eins og vandaræðagangur sjálfstæðismanna fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var mjög kærkominn fyrir R-listann og gerði út um það að sjálfstæðismenn næðu aftur völdum í borginni. Það virðist ljóst að tvær meginfylkingar munu takast á í kosningunum í vor, annars vegar Sjálfstæðisflokkurin og hins vegar Samfylkingin, því samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær fengi Sjálfstæðisflokkurinn níu borgarfulltrúa og Samfylkingin fimm. Í báðum þessum flokkum er nú mikil barátta fram undan um efsta sætið á listunum, og þar með borgarstjórastólinn. Tveir fjölmiðlamenn, Stefán Jón Hafstein og Gísli Marteinn Baldursson, tilkynntu um helgina að þeir sæktust eftir efsta sætinu á listum flokka sinna. Stefán Jón er þannig að skora núverandi borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, á hólm og Gísli Marteinn Baldursson sækir að Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni, núverandi oddvita bogarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Vilhjálmur á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmálum og er leitun að manni með meiri þekkingu á þeim málum. Hann tók við oddvitastarfinu eftir leiðtogahrakfarir sjálfstæðismanna og nú er kominn hópur í kringum Gísla Martein, sem vill fella Vilhjálm. Sjálfstæðismenn ættu að athuga vel sinn gang áður en þeir ákveða að yngja um of upp í efstu sætum listans í vor. Stefán Jón "hefur lengi gengið með borgarstjórann í maganum" sagði núverandi borgarstjóri eftir að Stefán Jón tilkynnti um framboð sitt í efsta sæti Samfylkingarinnar. Eins og staðan er núna er hann mun sigurstranglegri en Steinunn Valdís, en hún á eftir að njóta þess á komandi mánuðum að vera húsmóðirin í Ráðhúsinu. Stefán Jón aftur á móti mun njóta fjölmiðlareynslu sinnar og ákveðinnar framgöngu í slagnum fram undan. Samfylkingin mun ekki ganga heil frá borði eftir þann slag, frekar en formannsslagnum fyrr á árinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun