Kabarettgestir sendir heim 10. september 2005 00:01 Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira