Sjálfsráðning í Seðlabankanum 15. september 2005 00:01 Verkaskiptingin milli einkaframtaks og almannavalds hefur verið í deiglunni víða um heiminn síðan 1980. Mörgum þótti þjóðnýting efnahagslífsins sums staðar ganga of langt áratugina eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari 1945. Menn reyndu þá eftir föngum að rétta kúrsinn af með einkavæðingu ýmissa fyrirtækja, einkum eftir 1980. Þessi viðleitni skilaði yfirleitt árangri, því að einkarekstur hefur ýmsa kosti umfram ríkisrekstur, enda þótt markaðsbrestir kalli á sterkt almannavald, t.d. í menntamálum og heilbrigðis- og tryggingamálum. Málið snýst um meira en einkavæðingu: það snýst um að skerpa skilin milli stjórnmála og annarra mála: atvinnulífs, bankarekstrar, fjölmiðlunar, réttarfars o.fl. Þjóðnýting hugarfarsins teygði anga sína víða á öldinni sem leið, en óvíða kvað þó eins rammt að henni og hér heima nema í kommúnistaríkjum. Allt þjóðlífið var undirlagt. Atvinnufyrirtækin, vinnuveitendasamtökin og verklýðsfélögin voru nánast deildir í stjórnmálaflokkunum, bankarnir voru ríkisbankar, dagblöðin voru flokksblöð, jafnvel dómskerfið var undir hælnum á framkvæmdavaldinu – og fólkið dansaði með. Ástandið hefur skánað, en of hægt. Samtök atvinnulífsins hegða sér enn eins og deild í stjórnmálaflokki og sýna engin merki um iðrun, hvað þá bót og betrun. Á hinn bóginn virðist verklýðshreyfingin hafa slitið sig að mestu leyti lausa úr sinni gömlu vist og býst nú m.a.s. til að beita sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bankarnir eru komnir úr ríkiseigu eftir langa mæðu, en ríkisstjórnarflokkarnir drógu málið von úr viti og tóku þungan toll af bönkunum. Þrjú dagblöð af fjórum hafa nú engin sýnileg tengsl við stjórnmálaflokka. Dómskerfið situr á hinn bóginn undir alvarlegum ásökunum um hlutdrægni og nýtur trausts aðeins um þriðjungs þjóðarinnar skv. mælingum Gallups. Vantraustið kemur ekki á óvart miðað við mannvalið í réttarsölunum víða um landið og jafnvel í Hæstarétti. Almennt vantraust á lögreglu og réttarkerfi veikir stoðir réttarríkisins. Löggjöf um seðlabanka hefur breytzt til batnaðar í nálægum löndum undangengin ár og einnig hér heima með nýju seðlabankalögunum frá 2001. Höfuðmarkmið breytinganna var að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins með því að reisa skorður við afskiptum stjórnmálamanna af framkvæmd peningastefnunnar og draga úr hættunni á því, að stjórnmálamenn beiti völdum sínum til að knýja seðlabankann til að prenta peninga til að fjármagna t.d. atkvæðakaup fyrir kosningar. Þess vegna er stjórnmálamönnum haldið í fjarlægð frá seðlabönkum víðast hvar í öðrum löndum: þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir skv. eðli málsins. Ísraelsmenn o.fl. hafa sótt seðlabankastjóra sína til útlanda til að draga sem mest úr hættunni á hagsmunatengslum bankastjóra við stjórnmálamenn og flokka innan lands. Við þetta er því að bæta, að seðlabankastjórn kallar í auknum mæli á yfirgripsmikla sérþekkingu á efnahagsmálum og fjármálum – þekkingu af því tagi, sem menn hafa yfirleitt ekki tök á að afla sér og ná fullu valdi á, nema þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir hagfræðingar eða þaulreyndir bankamenn. Sjálfsráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og brýtur einnig gegn anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðssonar í stöðu seðlabankastjóra fyrir fáeinum misserum var sama marki brennd, og hið sama er að segja um ráðningu t.d. Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Steingríms Hermannssonar á sínum tíma, enda voru þeir ekki ráðnir til annars en að greiða götu þeirra út af vettvangi stjórnmálanna. Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðlabankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gildir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynzt í ólgusjó stjórnmálanna. Bill Clinton og George Bush kæmu ekki undir neinum kringumstæðum til álita sem bankastjórar í Seðlabanka Bandaríkjanna, enda kunna þeir ekki til þeirra verka, sem þar eru unnin. Sama máli gegnir um Evrópulönd. En Seðlabanka Íslands er enn sem fyrr uppálagt að lúta öðru lögmáli: þangað hafa stjórnmálamenn troðið sjálfum sér og hverjir öðrum upp á efstu hæð mörg undangengin ár án þess að skeyta um þau sjónarmið, sem ráða ráðningum í slíkar stöður í öðrum löndum – fyrir nú utan velsæmisbrestinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Verkaskiptingin milli einkaframtaks og almannavalds hefur verið í deiglunni víða um heiminn síðan 1980. Mörgum þótti þjóðnýting efnahagslífsins sums staðar ganga of langt áratugina eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari 1945. Menn reyndu þá eftir föngum að rétta kúrsinn af með einkavæðingu ýmissa fyrirtækja, einkum eftir 1980. Þessi viðleitni skilaði yfirleitt árangri, því að einkarekstur hefur ýmsa kosti umfram ríkisrekstur, enda þótt markaðsbrestir kalli á sterkt almannavald, t.d. í menntamálum og heilbrigðis- og tryggingamálum. Málið snýst um meira en einkavæðingu: það snýst um að skerpa skilin milli stjórnmála og annarra mála: atvinnulífs, bankarekstrar, fjölmiðlunar, réttarfars o.fl. Þjóðnýting hugarfarsins teygði anga sína víða á öldinni sem leið, en óvíða kvað þó eins rammt að henni og hér heima nema í kommúnistaríkjum. Allt þjóðlífið var undirlagt. Atvinnufyrirtækin, vinnuveitendasamtökin og verklýðsfélögin voru nánast deildir í stjórnmálaflokkunum, bankarnir voru ríkisbankar, dagblöðin voru flokksblöð, jafnvel dómskerfið var undir hælnum á framkvæmdavaldinu – og fólkið dansaði með. Ástandið hefur skánað, en of hægt. Samtök atvinnulífsins hegða sér enn eins og deild í stjórnmálaflokki og sýna engin merki um iðrun, hvað þá bót og betrun. Á hinn bóginn virðist verklýðshreyfingin hafa slitið sig að mestu leyti lausa úr sinni gömlu vist og býst nú m.a.s. til að beita sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bankarnir eru komnir úr ríkiseigu eftir langa mæðu, en ríkisstjórnarflokkarnir drógu málið von úr viti og tóku þungan toll af bönkunum. Þrjú dagblöð af fjórum hafa nú engin sýnileg tengsl við stjórnmálaflokka. Dómskerfið situr á hinn bóginn undir alvarlegum ásökunum um hlutdrægni og nýtur trausts aðeins um þriðjungs þjóðarinnar skv. mælingum Gallups. Vantraustið kemur ekki á óvart miðað við mannvalið í réttarsölunum víða um landið og jafnvel í Hæstarétti. Almennt vantraust á lögreglu og réttarkerfi veikir stoðir réttarríkisins. Löggjöf um seðlabanka hefur breytzt til batnaðar í nálægum löndum undangengin ár og einnig hér heima með nýju seðlabankalögunum frá 2001. Höfuðmarkmið breytinganna var að auka sjálfstæði seðlabankanna innan stjórnkerfisins með því að reisa skorður við afskiptum stjórnmálamanna af framkvæmd peningastefnunnar og draga úr hættunni á því, að stjórnmálamenn beiti völdum sínum til að knýja seðlabankann til að prenta peninga til að fjármagna t.d. atkvæðakaup fyrir kosningar. Þess vegna er stjórnmálamönnum haldið í fjarlægð frá seðlabönkum víðast hvar í öðrum löndum: þeir eru ekki aðeins taldir óhæfir, heldur beinlínis vanhæfir skv. eðli málsins. Ísraelsmenn o.fl. hafa sótt seðlabankastjóra sína til útlanda til að draga sem mest úr hættunni á hagsmunatengslum bankastjóra við stjórnmálamenn og flokka innan lands. Við þetta er því að bæta, að seðlabankastjórn kallar í auknum mæli á yfirgripsmikla sérþekkingu á efnahagsmálum og fjármálum – þekkingu af því tagi, sem menn hafa yfirleitt ekki tök á að afla sér og ná fullu valdi á, nema þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir hagfræðingar eða þaulreyndir bankamenn. Sjálfsráðning Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra gengur í berhögg við þessi sjónarmið og brýtur einnig gegn anda nýju seðlabankalaganna, sem ríkisstjórn hans fékk samþykkt á Alþingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðssonar í stöðu seðlabankastjóra fyrir fáeinum misserum var sama marki brennd, og hið sama er að segja um ráðningu t.d. Birgis Ísleifs Gunnarssonar og Steingríms Hermannssonar á sínum tíma, enda voru þeir ekki ráðnir til annars en að greiða götu þeirra út af vettvangi stjórnmálanna. Slíkir menn eru ekki taldir henta til seðlabankastjórastarfa í nálægum löndum, ekki heldur í Afríku nema á stöku stað, og gildir þá einu, hversu vel þeir kunna að hafa reynzt í ólgusjó stjórnmálanna. Bill Clinton og George Bush kæmu ekki undir neinum kringumstæðum til álita sem bankastjórar í Seðlabanka Bandaríkjanna, enda kunna þeir ekki til þeirra verka, sem þar eru unnin. Sama máli gegnir um Evrópulönd. En Seðlabanka Íslands er enn sem fyrr uppálagt að lúta öðru lögmáli: þangað hafa stjórnmálamenn troðið sjálfum sér og hverjir öðrum upp á efstu hæð mörg undangengin ár án þess að skeyta um þau sjónarmið, sem ráða ráðningum í slíkar stöður í öðrum löndum – fyrir nú utan velsæmisbrestinn.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun