Styrkur í stórum sveitarfélögum 13. október 2005 19:47 Eftir þrjár vikur verður gengið til sameiningarkosninga í 61 sveitarfélagi víða um land. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld gera tilraun til að sameina sveitarfélög i stórum stíl. Því verður ekki neitað að sums staðar hafa tillögur um sameiningu fallið í mjög grýttan jarðveg hjá meirihluta íbúa, og eitt gleggsta dæmið um það er kannski afstaða íbúa í Skorradal til sameiningar við nágrannasveitarfélög. Mjög mismunandi aðstæður í sveitarfélögum geta verið sem ráða vilja íbúanna til sameiningar. Þegar lítil sveitarfélög eru að renna saman við kaupstaði og bæi á landsbyggðinni finnst strjálbýlisfólki sem þéttbýlið sé að gleypa þá sem minni eru. Öðru máli gegnir þegar tveir eða fleiri þéttbýlisstaðir eru að sameinast, en þá finnst þeim sem minni eru að þeir séu að missa frá sér ýmsa þjónustu sem verið hefur á staðnum og þeir séu verr settir en áður. Þá er það nokkuð algengt í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga að íbúar í litlum vel settum sveitarfélögum vilji ekki sameinast sveitarfélögum sem eru illa sett fjárhagslega. Þeir efnuðu verja þá gjarnan töluverðu af sínum digru sjóðum til að gera ýmislegt í þágu íbúanna, áður en ákveðið er að ganga til sameiningar. Það eru dæmi þess að vel sett sveitarfélög hafi malbikað heim í hlað á hverjum einasta bæ í sveitinni og sett þar upp ljósastaura, svo að digrir sjóðir þeirra renni ekki í skuldahítina hjá nágrannasveitarfélaginu. Þegar horft er á málið í heild hlýtur það að vera hagkvæmara þegar til lengri tíma er litið að sveitarfélög sameinist og myndi sterkar heildir. Það er ekki síst til að mynda sterkt mótvægi við öflug sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem fólk hefur flykkst á undanförnum áratugum. Lítil sveitarfélög geta varla til lengdar veitt íbúum sínum sömu þjónustu og þau sem stærri eru, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfða félagsþjónustu eins og dæmin sanna. Ef hins vegar lítil sveitarfélög vilja standa ein og vera sjálfstæð, þá verða íbúarnir að gera sér grein fyrir því að það getur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að veita alla þá þjónustu sem æskileg er í nútímaþjóðfélagi. Yfirgnæfandi meirihluti íbúanna verður þá að standa að baki þeirri ákvörðun, en ekki einhverjir fámennir sérhagsmunahópar innan sveitarfélagsins. Landfræðilegir staðhættir og samgöngur skipta miklu máli varðandi sameiningu sveitarfélaga. Það er grundvallaratriði að góðar samgöngur séu innan sama sveitarfélags, og þar er það ríkið sem verður að koma til skjalanna. Skólamál skipta líka miklu máli, því áður fyrr var grunnskóli í nær hverjum hreppi. Það er því mikilvægt að hugað sé að þeim málum áður en gengið er til sameiningarkosninga, og það sé á hreinu hvernig þeim málum verði fyrirkomið í nýju sveitarfélagi. Reyndar má segja það sama um margs konar aðra starfsemi - að það verður að vera klárt fyrir kosningar hvernig málum verði fyrirkomið í framtíðinni. Jafnframt því að stefnt er að stærri og sterkari sveitarfélögum, þarf að huga að íbúalýðræði og á hvern hátt íbúarnir geti haft áhrif á sín mál. Fyrir mistök birtist þessi pistill undir nafni Guðmundar Magnússonar í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Eftir þrjár vikur verður gengið til sameiningarkosninga í 61 sveitarfélagi víða um land. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld gera tilraun til að sameina sveitarfélög i stórum stíl. Því verður ekki neitað að sums staðar hafa tillögur um sameiningu fallið í mjög grýttan jarðveg hjá meirihluta íbúa, og eitt gleggsta dæmið um það er kannski afstaða íbúa í Skorradal til sameiningar við nágrannasveitarfélög. Mjög mismunandi aðstæður í sveitarfélögum geta verið sem ráða vilja íbúanna til sameiningar. Þegar lítil sveitarfélög eru að renna saman við kaupstaði og bæi á landsbyggðinni finnst strjálbýlisfólki sem þéttbýlið sé að gleypa þá sem minni eru. Öðru máli gegnir þegar tveir eða fleiri þéttbýlisstaðir eru að sameinast, en þá finnst þeim sem minni eru að þeir séu að missa frá sér ýmsa þjónustu sem verið hefur á staðnum og þeir séu verr settir en áður. Þá er það nokkuð algengt í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga að íbúar í litlum vel settum sveitarfélögum vilji ekki sameinast sveitarfélögum sem eru illa sett fjárhagslega. Þeir efnuðu verja þá gjarnan töluverðu af sínum digru sjóðum til að gera ýmislegt í þágu íbúanna, áður en ákveðið er að ganga til sameiningar. Það eru dæmi þess að vel sett sveitarfélög hafi malbikað heim í hlað á hverjum einasta bæ í sveitinni og sett þar upp ljósastaura, svo að digrir sjóðir þeirra renni ekki í skuldahítina hjá nágrannasveitarfélaginu. Þegar horft er á málið í heild hlýtur það að vera hagkvæmara þegar til lengri tíma er litið að sveitarfélög sameinist og myndi sterkar heildir. Það er ekki síst til að mynda sterkt mótvægi við öflug sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem fólk hefur flykkst á undanförnum áratugum. Lítil sveitarfélög geta varla til lengdar veitt íbúum sínum sömu þjónustu og þau sem stærri eru, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfða félagsþjónustu eins og dæmin sanna. Ef hins vegar lítil sveitarfélög vilja standa ein og vera sjálfstæð, þá verða íbúarnir að gera sér grein fyrir því að það getur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að veita alla þá þjónustu sem æskileg er í nútímaþjóðfélagi. Yfirgnæfandi meirihluti íbúanna verður þá að standa að baki þeirri ákvörðun, en ekki einhverjir fámennir sérhagsmunahópar innan sveitarfélagsins. Landfræðilegir staðhættir og samgöngur skipta miklu máli varðandi sameiningu sveitarfélaga. Það er grundvallaratriði að góðar samgöngur séu innan sama sveitarfélags, og þar er það ríkið sem verður að koma til skjalanna. Skólamál skipta líka miklu máli, því áður fyrr var grunnskóli í nær hverjum hreppi. Það er því mikilvægt að hugað sé að þeim málum áður en gengið er til sameiningarkosninga, og það sé á hreinu hvernig þeim málum verði fyrirkomið í nýju sveitarfélagi. Reyndar má segja það sama um margs konar aðra starfsemi - að það verður að vera klárt fyrir kosningar hvernig málum verði fyrirkomið í framtíðinni. Jafnframt því að stefnt er að stærri og sterkari sveitarfélögum, þarf að huga að íbúalýðræði og á hvern hátt íbúarnir geti haft áhrif á sín mál. Fyrir mistök birtist þessi pistill undir nafni Guðmundar Magnússonar í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. september.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun