Fall gömlu símarisanna 21. september 2005 00:01 Í Economist birtist grein um dauða stóru símafyrirtækjanna. Með mynd af hrundum símamöstrum. Símafyrirtækin virðast beinlínis bráðfeig; ný tækni ryður þeim burt, hin skapandi eyðilegging sem Schumpeter skrifaði um. Ég hef verið í útlöndum undanfarið – veit ekki að hve miklu leyti þessi umræða hefur borist hingað. Geir Haarde hlýtur að hafa verið hlæjandi alla leiðina í bankann eftir að hafa selt Símann á ofurverði. Bara þessi forsíða á Economist – biblíu hvers bisnessmanns – hefði átt að vera nóg til að gjaldfella fyrirtækið talsvert. Nú er því haldið fram að eftir skamman tíma verði nánast öll gamla símaþjónustan komin á netið. Fólk hugsar líka símafyrirtækjum þegjandi þörfina – eitt stærsta samsæri sem hefur verið framið gegn neytendum fyrr og síðar er okurverð á farsímaþjónustu út um allan heim. Á sama tíma sýnist manni gagnrýnin á sölu Símans hafa verið í meira lagi hallærisleg. Menn virðast ekki hafa haft hugmynd um hvað þeir voru að tala um. --- --- --- Dreymdi að það væri farið að gjósa á þremur stöðum fram undan Skúlagötunni. Ég var að reyna að komast götuna á bíl en gekk illa vegna reykjarstróka og vatnsflaums. Svo var ég kominn upp á hæð og horfði yfir bæinn. Upp úr hæðinni stóð kross. Þegar ég gáði betur var það krossinn á Hallgrímskirkju – hún var komin undir hraun. Þá vaknaði ég. --- --- --- Talandi um katastrófur. Um daginn las ég lesendabréf frá lækni í Guardian þar sem hann spurði hvort stjórnvöld í Bretlandi hefðu íhugað að dreifa skurðstofugrímum meðal þegnanna. Bréfritari taldi að þetta gæti verið nokkur vörn gegn fuglaflensu. Maður spyr til hvaða ráða stjórnin hér ætlar að grípa ef þessi margboðaði faraldur brýst út – sem sérfræðingar virðast telja alveg öruggt? Sé þettta svona bráðdrepandi – getur þá nokkurt mál samtímans verið mikilvægara en vörn gegn flensunni? --- --- --- Er Baugsmálinu vísað frá vegna þess að dómarinn skildi ekki ákærurnar eða vegna þess að hann viill hafa vaðið fyrir neðan sig og fá fyrst álit Hæstaréttar á því hvort sé eitthvað vit sé í þessu og ástæða til að halda áfram? Altént virðist þetta standa býsna tæpt hjá ákæruvaldinu – það samræmist varla hugmyndum okkar um réttarríkið að það fari að skrifa ákærurnar upp á nýtt í von um að eitthvað tolli? Auðvitað er þetta mikill álitshnekkir fyrir embætti ríkislögreglustjóra sem hefur blásið út í tíð Haraldar Johannessen, gullinu beinlínis ríngt þar niður – ekki síst í formi gylltra hnappa og axlaskúfa á einkennisbúninga. Eins og oft áður hittir Hallgrímur Helgason vel í mark með lítilli vísu: Búið er nú Baugsmálið. Bomban risastóra rekin var upp í rassgatið á ríkislögreglustjóra. --- --- --- Eitt aðalumræðuefnið í bænum er hvort Jón Steinar eða Ólafur Börkur Davíðsfrændi muni úrskurða í Baugsmálinu. Jón Steinar virðist augljóslega vanhæfur vegna tengsla sinna við Jón G. Schullenberger en erfitt er hins vegar að sjá að Ólafur Börkur sé ekki hæfur. Má þá minna á að Gestur Jónsson, lögmaður Baugs, sagðist í Kastljósi í gærkvöldi ekki vera þeirrar skoðunar að málið væri af pólitískum rótum runnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Í Economist birtist grein um dauða stóru símafyrirtækjanna. Með mynd af hrundum símamöstrum. Símafyrirtækin virðast beinlínis bráðfeig; ný tækni ryður þeim burt, hin skapandi eyðilegging sem Schumpeter skrifaði um. Ég hef verið í útlöndum undanfarið – veit ekki að hve miklu leyti þessi umræða hefur borist hingað. Geir Haarde hlýtur að hafa verið hlæjandi alla leiðina í bankann eftir að hafa selt Símann á ofurverði. Bara þessi forsíða á Economist – biblíu hvers bisnessmanns – hefði átt að vera nóg til að gjaldfella fyrirtækið talsvert. Nú er því haldið fram að eftir skamman tíma verði nánast öll gamla símaþjónustan komin á netið. Fólk hugsar líka símafyrirtækjum þegjandi þörfina – eitt stærsta samsæri sem hefur verið framið gegn neytendum fyrr og síðar er okurverð á farsímaþjónustu út um allan heim. Á sama tíma sýnist manni gagnrýnin á sölu Símans hafa verið í meira lagi hallærisleg. Menn virðast ekki hafa haft hugmynd um hvað þeir voru að tala um. --- --- --- Dreymdi að það væri farið að gjósa á þremur stöðum fram undan Skúlagötunni. Ég var að reyna að komast götuna á bíl en gekk illa vegna reykjarstróka og vatnsflaums. Svo var ég kominn upp á hæð og horfði yfir bæinn. Upp úr hæðinni stóð kross. Þegar ég gáði betur var það krossinn á Hallgrímskirkju – hún var komin undir hraun. Þá vaknaði ég. --- --- --- Talandi um katastrófur. Um daginn las ég lesendabréf frá lækni í Guardian þar sem hann spurði hvort stjórnvöld í Bretlandi hefðu íhugað að dreifa skurðstofugrímum meðal þegnanna. Bréfritari taldi að þetta gæti verið nokkur vörn gegn fuglaflensu. Maður spyr til hvaða ráða stjórnin hér ætlar að grípa ef þessi margboðaði faraldur brýst út – sem sérfræðingar virðast telja alveg öruggt? Sé þettta svona bráðdrepandi – getur þá nokkurt mál samtímans verið mikilvægara en vörn gegn flensunni? --- --- --- Er Baugsmálinu vísað frá vegna þess að dómarinn skildi ekki ákærurnar eða vegna þess að hann viill hafa vaðið fyrir neðan sig og fá fyrst álit Hæstaréttar á því hvort sé eitthvað vit sé í þessu og ástæða til að halda áfram? Altént virðist þetta standa býsna tæpt hjá ákæruvaldinu – það samræmist varla hugmyndum okkar um réttarríkið að það fari að skrifa ákærurnar upp á nýtt í von um að eitthvað tolli? Auðvitað er þetta mikill álitshnekkir fyrir embætti ríkislögreglustjóra sem hefur blásið út í tíð Haraldar Johannessen, gullinu beinlínis ríngt þar niður – ekki síst í formi gylltra hnappa og axlaskúfa á einkennisbúninga. Eins og oft áður hittir Hallgrímur Helgason vel í mark með lítilli vísu: Búið er nú Baugsmálið. Bomban risastóra rekin var upp í rassgatið á ríkislögreglustjóra. --- --- --- Eitt aðalumræðuefnið í bænum er hvort Jón Steinar eða Ólafur Börkur Davíðsfrændi muni úrskurða í Baugsmálinu. Jón Steinar virðist augljóslega vanhæfur vegna tengsla sinna við Jón G. Schullenberger en erfitt er hins vegar að sjá að Ólafur Börkur sé ekki hæfur. Má þá minna á að Gestur Jónsson, lögmaður Baugs, sagðist í Kastljósi í gærkvöldi ekki vera þeirrar skoðunar að málið væri af pólitískum rótum runnið.