Borgin fer fram á 151 milljón 22. september 2005 00:01 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira