Dýrkeypt vaxtahækkun Seðlabankans 3. október 2005 00:01 Það hlýtur að fara hrollur um marga sveitarstjórnarmenn og verkalýðsforingja á landsbyggðinni vegna fjöldauppsagna verkafólks hjá sjávarútvegsfyrirtækjum víða um land. Svo til á hverjum degi í síðustu viku var tilkynnt um uppsagnir fjölda manna, einkum hjá rækjuvinnslufyrirtækjum. Hjá þeim fer saman hátt gengi krónunnar, sem veldur því að sífellt minna hefur fengist fyrir útflutningsframleiðsluna í íslenskum krónum auk sölutregðu á rækjumörkuðum, og hátt verð á hráefninu. Allt þetta veldur því að fyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að láta enda ná saman, og ef þau hafa ekki einhverja aðra framleiðslu til að styðja við grein sem rekin er með tapi, verða þau að grípa til uppsagna. Að öðrum kosti fara fyrirtækin í þrot. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims á Akureyri, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir í viðtali við Fréttablaðið á laugardag: "Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér." Hann segir vandann heimatilbúinn, því ríkið eigi bæði Íbúðalánasjóð, sem dæli út peningum og Seðlabankann. Hann telur að stýrivaxtahækun Seðlabankans sem tilkynnt var fyrir helgi, eigi enn eftir að styrkja gengi krónunnar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma litið. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur" sagði Guðmundur ennfremur í viðtalinu við Fréttablaðið. Þarna talar einn reyndasti útgerðarmaður landsins, sem er með mjög umsvifamikinn rekstur. Hún er ekki falleg myndin sem hann dregur upp af framtíðarþróun aðal útflutningsgreinarinnar - sjávarútvegsins. Aðrir sem eiga mikið undir gengi krónunnar, taka undir með Guðmundi ,eins og stór ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaþjónustan hefur verið talin vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi, og þeir sem búa á landsbyggðinni hafa horft mjög til hennar, ekki síst vegna síminnkandi umsvifa í landbúnaði. Það er ljóst að mörg ferðaþjónustufyrirtæki bera mjög skarðan hlut frá borði í sumar, og spurning um framtíð margra þeirra. Ferðaþjónustan þarf að gefa út verðskrár um þetta leyti fyrir næsta sumar, og telja margir líklegt að fyrirtæki neyðist til að gefa erlendum ferðaskrifstofum upp verð í íslenskum krónum til að koma í veg fyrir enn meira tap á næsta ári. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans sem tekur gildi í vikunni, var meiri en margir spáðu, og viðbrögð markaðarins voru þau að krónan styrktist enn frekar. Þegar saman fer vaxtahækkun og styrking krónunnar er útlitið ekki bjart fyrir útflutningsatvinnuvegina. Fyrir sumar greinar þýðir þetta ekki annað en lokun fyrirtækja, og þá er það spurning hvort Seðlabankinn kaupir það ekki allt of dýru verði að halda verðbólgunni niðri . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Það hlýtur að fara hrollur um marga sveitarstjórnarmenn og verkalýðsforingja á landsbyggðinni vegna fjöldauppsagna verkafólks hjá sjávarútvegsfyrirtækjum víða um land. Svo til á hverjum degi í síðustu viku var tilkynnt um uppsagnir fjölda manna, einkum hjá rækjuvinnslufyrirtækjum. Hjá þeim fer saman hátt gengi krónunnar, sem veldur því að sífellt minna hefur fengist fyrir útflutningsframleiðsluna í íslenskum krónum auk sölutregðu á rækjumörkuðum, og hátt verð á hráefninu. Allt þetta veldur því að fyrirtækin eiga sífellt erfiðara með að láta enda ná saman, og ef þau hafa ekki einhverja aðra framleiðslu til að styðja við grein sem rekin er með tapi, verða þau að grípa til uppsagna. Að öðrum kosti fara fyrirtækin í þrot. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims á Akureyri, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir í viðtali við Fréttablaðið á laugardag: "Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér." Hann segir vandann heimatilbúinn, því ríkið eigi bæði Íbúðalánasjóð, sem dæli út peningum og Seðlabankann. Hann telur að stýrivaxtahækun Seðlabankans sem tilkynnt var fyrir helgi, eigi enn eftir að styrkja gengi krónunnar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma litið. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur" sagði Guðmundur ennfremur í viðtalinu við Fréttablaðið. Þarna talar einn reyndasti útgerðarmaður landsins, sem er með mjög umsvifamikinn rekstur. Hún er ekki falleg myndin sem hann dregur upp af framtíðarþróun aðal útflutningsgreinarinnar - sjávarútvegsins. Aðrir sem eiga mikið undir gengi krónunnar, taka undir með Guðmundi ,eins og stór ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaþjónustan hefur verið talin vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi, og þeir sem búa á landsbyggðinni hafa horft mjög til hennar, ekki síst vegna síminnkandi umsvifa í landbúnaði. Það er ljóst að mörg ferðaþjónustufyrirtæki bera mjög skarðan hlut frá borði í sumar, og spurning um framtíð margra þeirra. Ferðaþjónustan þarf að gefa út verðskrár um þetta leyti fyrir næsta sumar, og telja margir líklegt að fyrirtæki neyðist til að gefa erlendum ferðaskrifstofum upp verð í íslenskum krónum til að koma í veg fyrir enn meira tap á næsta ári. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans sem tekur gildi í vikunni, var meiri en margir spáðu, og viðbrögð markaðarins voru þau að krónan styrktist enn frekar. Þegar saman fer vaxtahækkun og styrking krónunnar er útlitið ekki bjart fyrir útflutningsatvinnuvegina. Fyrir sumar greinar þýðir þetta ekki annað en lokun fyrirtækja, og þá er það spurning hvort Seðlabankinn kaupir það ekki allt of dýru verði að halda verðbólgunni niðri .
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun