Mati HSBC á bankatilboðum breytt 5. október 2005 00:01 Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira