Erlent

Tíu menn handteknir

Breska lögreglan framkvæmdi á laugardaginn húsleit í Derby, Wolverhampton og Croydon.Í kjölfarið handtók hún tíu menn sem grunaðir voru um að undirbúa og hvetja til hryðjuverka. Yfirheyrslur yfir mönnunum héldu áfram í gær. Lögreglan í London vísaði því á bug að mennirnir tengdust á einhvern hátt hryðjuverkunum í London í júlí. Sunday Times greindi frá því að mennirnir væru múslimskir hryðjuverkamenn sem hefðu lagt á ráðin um bílasprengjur í Bretlandi og ætluðu að senda breska hryðjuverkamenn til Íraks sem ættu að berjast við hernámsliðið þar. Talskona lögreglunnar vildi ekki tjá sig um frétt blaðsins. Hún sagði lögregluna ætla að halda áfram að yfirheyra mennina og leita í húsnæði þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×