Innlent

Lífeyrissjóður var sýknaður

Hæstiréttur féllst ekki á kröfu fyrrum bankastarfsmanns um að breyting á reglugerð um lífeyrisgreiðslur hefði svipt hann áunnum réttindum. Fyrir gildistöku reglugerðar í árslok 1997 var miðað við laun eftirmanns, en vísitölu neyslu­verðs á eftir. Maðurinn krafði Líf­eyrissjóð bankamanna um mismuninn. Dómurinn sagði breytinguna hafa verið almenna og í raun deilt um hvort heimilt hafi verið að breyta aðferð við að verðtryggja rétt­indi sjóðsfélaga. Dóminn skipuðu Markús Sigur­björnsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir og Gunnlaugur Claessen. Tveir síðast­nefndu dómararnir skiluðu sér­áliti og töldu lengra hafa verið gengið í skerðingu en hjá öðrum starfsmönnum ríkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×