Svikamylla í gervi leikjarpósts 17. október 2005 00:01 Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira