Hjálpum þeim! 23. október 2005 17:50 Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Tugir þúsunda deyja í jarðskjálftum í Pakistan og við gerum ekki neitt. Fjársöfnun fyrir nauðstadda skilar litlum árangri, ekki bara hér heldur út um allan heim. Samúð heimsins er stundum mjög valkvæð. Ég hitti kunningja minn sem er frá Pakistan og hann bað mig að hjálpa. Hann sagði að heil kynslóð skólabarna hefði þurrkast út á jarðskjálftasvæðunum. Kaldir vetrarvindar gnauða nú þarna í fjöllunum og fólk hefur lítið húsaskjól. Ég lofaði að koma þessu áleiðis. Hér er síða Rauða krossins þar sem er hægt að gefa í söfnunina, en einnig er hægt að hringja í síma 907 2020 og þá dragast 1000 krónur frá símreikningi. Kannski er dæmi um hugarfarið að í einum fjölmiðli Bandaríkjunum var spurt: "Hversu margir al queida-menn dóu í skjálftanum?" Svarið: Kannski enginn, kannski fimm, ekkert sem skiptir máli. En það dóu líka mörg þúsund börn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun