Allt fyrir frægðina 21. október 2005 00:01 "Er einhvers staðar hjólhýsagarður hérna sem ég vissi ekki um?" spurði kona sem ég þekki eftir að hafa horft á bæði Íslenska bachelorinn og Ástarfleyið. Í sumar skrifaði ég grein um raunveruleikaþætti, talaði um að dauðasyndirnar sjö væru hafðar sem skemmtiefni í sjónvarpi hvern dag. Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, var á svipuðum nótum í viðtali við Frétttablaðið um daginn: "Í þáttunum koma dauðasyndirnar sjö allar saman; ekki síst hégómi og leti, þar sem fólk nennir ekki að vinna sig upp á eigin forsendum en vill slá í gegn á einhverri gervimennsku. Svo eru þeir sem horfa og nenna ekki að búa sér til sitt eigið menningarlíf." Og Pétur sagði seinna í viðtalinu: "Þetta er mannskemmandi. Þarna er verið að leika sér að manneskjunni á syndsamlegan hátt." Það er kannski forpokað að fárast svona yfir tíðarandanum, en maður kemst ekki hjá því að sjá þetta nema maður setji blöðkur fyrir augun. Það er ráðgáta hversu mikið af sjónvarpsefni nútímans gengur út á að höfða til lægstu hvata – og líka út á að búa til eitthvað sem líkist lífi fyrir þá sem eiga ekkert líf. Hvað segir þetta um samfélagið sem við lifum í? Leiðist okkur virkilega svona mikið? Það voru 500 umsækjendur sem vildu komast í Ástarfleyið, íslenska útgáfu af vinsælum amerískum sora. Þátturinn gengur út á hórerí svo að segja í beinni útsendingu. Margt af þessu eru reyndar furðu frumlegar stúdíur í syndsamlegu líferni; það vantar ekki hugmyndaflugið í draslið. Það er því líkast að þátttakendurnir fatti ekki hvernig er verið að spila með þá – eða kannski er þeim sama? Íslenska útgáfan hefur svosem sín sérkenni; þetta er gert af meiri vanefnum, lýsingin einhvern veginn verri og hálfmelt sálfræðiblaðrið þegar fólkið talar um drauma sína og þrár rennur ekki alveg jafn smurt. Í Bachelornum erum við að sjá einstæðar mæður með tattú eltast við þéttvaxinn smið – fólk sem segir "nails" en ekki neglur (ég er með "nails"), talar um "deit", en verst er þó að horfa á tilgerðarleg faðmlögin sem einkenna alla svona þætti, hér sem annars staðar. Þetta er í stuttu máli mesti plebbismi sem maður hefur augum litið. Flestir þessir þættir eru ættaðir frá Bandaríkjunum, hafa breiðst þaðan út um heiminn. Sumir segja að þetta endurspegli vissar samfélagsbreytingar vestra – hnignun ameríska draumsins. Ameríski draumurinn gekk út á að vinna sig upp í samfélaginu og alla leið upp á topp. En það var ekki gert fyrirhafnarlaust heldur með mikilli vinnu. Benjamin Franklin, einn af feðrum Bandaríkjanna, boðaði gildi aga og iðjusemi, eftir honum eru höfð ýmis spakmæli þess efnis – hamingjan fólst í því að menn yrðu sjálfum sér nógir. Seinna ritaði félagsfræðingurinn Max Weber fræga bók um tengsl mótmælendatrúar og kapítalisma; samfélagið sneri sér að þessum heimi en ekki þeim sem er máski fyrir handan, en þótt áherslan væri á efnisleg gæði fólst viss afneitun í hinni hörðu vinnu. Fyrirmyndirnar voru menn eins og Rockefeller og Edison, harðir og agaðir karlar sem byrjuðu smátt en komust áfram af eigin rammleik. Nú eru uppi kenningar um að þessi hluti ameríska draumsins sé gufaður upp. Eftir er þráin eftir því að komast á toppinn, en nú á það að gerast án fyrirhafnar. Hagfræðingurinn Paul Krugmann segir að það sé möguleiki á að bandaríska millistéttin sé að skolast burt. Hreyfanleiki milli stétta hefur minnkað; það eru aðallega hinir ríku sem verða ríkari. Í staðinn liggur lágstéttin í órum um að detta í lukkupottinn og auðgast án fyrirhafnar. Fjárhættuspil blómstra sem aldrei fyrr; þau eru mest vaxandi atvinnugrein í Bandaríkjunum. Alls staðar rísa spilavíti sem áður voru bundin við örfáar borgir. Þeir sem ekki komast þangað spila á internetinu. Stór hluti almennings lifir upp á krít; skuldir bandarískra heimila hafa vaxið svo hvergi verður jafnað saman – nema kannski á Íslandi! Helstu trúarbrögðin eru aumkunarverð dýrkun á frægðarfólki, celebrities. Allir vilja eignast sína frægð – það er slegist um að komast í raunveruleikasjónvarpsþætti þar sem fólk vonast eftir því að verða uppgötvað eða eiga þó ekki nema sínar 15 mínútur. Það er betra að verða sér til skammar, líta út eins og asni, en að komast ekki í sjónvarpið. Er kannski hægt að tala um einhvers konar hrun í þessu sambandi? Allavega leyfi ég mér að muldra um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
"Er einhvers staðar hjólhýsagarður hérna sem ég vissi ekki um?" spurði kona sem ég þekki eftir að hafa horft á bæði Íslenska bachelorinn og Ástarfleyið. Í sumar skrifaði ég grein um raunveruleikaþætti, talaði um að dauðasyndirnar sjö væru hafðar sem skemmtiefni í sjónvarpi hvern dag. Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, var á svipuðum nótum í viðtali við Frétttablaðið um daginn: "Í þáttunum koma dauðasyndirnar sjö allar saman; ekki síst hégómi og leti, þar sem fólk nennir ekki að vinna sig upp á eigin forsendum en vill slá í gegn á einhverri gervimennsku. Svo eru þeir sem horfa og nenna ekki að búa sér til sitt eigið menningarlíf." Og Pétur sagði seinna í viðtalinu: "Þetta er mannskemmandi. Þarna er verið að leika sér að manneskjunni á syndsamlegan hátt." Það er kannski forpokað að fárast svona yfir tíðarandanum, en maður kemst ekki hjá því að sjá þetta nema maður setji blöðkur fyrir augun. Það er ráðgáta hversu mikið af sjónvarpsefni nútímans gengur út á að höfða til lægstu hvata – og líka út á að búa til eitthvað sem líkist lífi fyrir þá sem eiga ekkert líf. Hvað segir þetta um samfélagið sem við lifum í? Leiðist okkur virkilega svona mikið? Það voru 500 umsækjendur sem vildu komast í Ástarfleyið, íslenska útgáfu af vinsælum amerískum sora. Þátturinn gengur út á hórerí svo að segja í beinni útsendingu. Margt af þessu eru reyndar furðu frumlegar stúdíur í syndsamlegu líferni; það vantar ekki hugmyndaflugið í draslið. Það er því líkast að þátttakendurnir fatti ekki hvernig er verið að spila með þá – eða kannski er þeim sama? Íslenska útgáfan hefur svosem sín sérkenni; þetta er gert af meiri vanefnum, lýsingin einhvern veginn verri og hálfmelt sálfræðiblaðrið þegar fólkið talar um drauma sína og þrár rennur ekki alveg jafn smurt. Í Bachelornum erum við að sjá einstæðar mæður með tattú eltast við þéttvaxinn smið – fólk sem segir "nails" en ekki neglur (ég er með "nails"), talar um "deit", en verst er þó að horfa á tilgerðarleg faðmlögin sem einkenna alla svona þætti, hér sem annars staðar. Þetta er í stuttu máli mesti plebbismi sem maður hefur augum litið. Flestir þessir þættir eru ættaðir frá Bandaríkjunum, hafa breiðst þaðan út um heiminn. Sumir segja að þetta endurspegli vissar samfélagsbreytingar vestra – hnignun ameríska draumsins. Ameríski draumurinn gekk út á að vinna sig upp í samfélaginu og alla leið upp á topp. En það var ekki gert fyrirhafnarlaust heldur með mikilli vinnu. Benjamin Franklin, einn af feðrum Bandaríkjanna, boðaði gildi aga og iðjusemi, eftir honum eru höfð ýmis spakmæli þess efnis – hamingjan fólst í því að menn yrðu sjálfum sér nógir. Seinna ritaði félagsfræðingurinn Max Weber fræga bók um tengsl mótmælendatrúar og kapítalisma; samfélagið sneri sér að þessum heimi en ekki þeim sem er máski fyrir handan, en þótt áherslan væri á efnisleg gæði fólst viss afneitun í hinni hörðu vinnu. Fyrirmyndirnar voru menn eins og Rockefeller og Edison, harðir og agaðir karlar sem byrjuðu smátt en komust áfram af eigin rammleik. Nú eru uppi kenningar um að þessi hluti ameríska draumsins sé gufaður upp. Eftir er þráin eftir því að komast á toppinn, en nú á það að gerast án fyrirhafnar. Hagfræðingurinn Paul Krugmann segir að það sé möguleiki á að bandaríska millistéttin sé að skolast burt. Hreyfanleiki milli stétta hefur minnkað; það eru aðallega hinir ríku sem verða ríkari. Í staðinn liggur lágstéttin í órum um að detta í lukkupottinn og auðgast án fyrirhafnar. Fjárhættuspil blómstra sem aldrei fyrr; þau eru mest vaxandi atvinnugrein í Bandaríkjunum. Alls staðar rísa spilavíti sem áður voru bundin við örfáar borgir. Þeir sem ekki komast þangað spila á internetinu. Stór hluti almennings lifir upp á krít; skuldir bandarískra heimila hafa vaxið svo hvergi verður jafnað saman – nema kannski á Íslandi! Helstu trúarbrögðin eru aumkunarverð dýrkun á frægðarfólki, celebrities. Allir vilja eignast sína frægð – það er slegist um að komast í raunveruleikasjónvarpsþætti þar sem fólk vonast eftir því að verða uppgötvað eða eiga þó ekki nema sínar 15 mínútur. Það er betra að verða sér til skammar, líta út eins og asni, en að komast ekki í sjónvarpið. Er kannski hægt að tala um einhvers konar hrun í þessu sambandi? Allavega leyfi ég mér að muldra um það.