Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á heimasíðu sinni. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega.
Kristinn segir ójöfnuð hafa farið vaxandi í íslensku samfélagi. Það sjáist best af því að árið 1994 hafi fimm prósent framteljenda fengið fjörutíu og tvö prósent fjármagnstekna í sinn hlut en nú sé það hlutfall komið í sjötíu og þrjú prósent.