Viðtalið sem ekki var sýnt 14. nóvember 2005 22:38 Það er búið að boða mikinn blaðamannafund og veislu vegna útkomu Jónsbókar, sögu Jóns Ólafssonar eftir Einar Kárason. Partíið á að vera í Iðu í Lækjargötu á morgun; sagt er að öllum sé boðið sem eru nefndir í bókinni. Varla mæta þeir Davíð, Hannes og co. Jón hefur aldrei þótt sérlega fínn félagsskapur. En vegna þessa er nokkuð óskiljanlegt að Jón hafi ætlað að vera í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Viðtalið var kynnt með pompi og prakt, líkt og meiriháttar skúbb - Jón hefur víst ýmsar ávirðingar á Sjálfstæðisflokkinn sem verður hægt að kætast yfir næstu daga. Gott í gúrkunni sem nú ríkir í fjölmiðlunum. Margt af þessu held ég reyndar að hafi komið fram áður - sumt oftar en einu sinni. --- --- --- Svo kemur allt í einu babb í bátinn. Viðtalinu er frestað. Stjórnandi þáttarins birtist, virðist vera í nokkru uppnámi, líkt og maður sem er búinn að vera að tala mikið í gsm-síma - tilkynnir að viðtalið verði sýnt seinna um kvöldið, að loknum tíufréttum. Margir biðu spenntir eftir þessu - vildu heyra sprengjurnar falla í viðtalinu - en þá kom Bogi Ágústsson og sagði að viðtalið yrði sýnt á morgun. Jebbs. Bíðum þangað til. Þá er reyndar hætt við að allir hinir fjölmiðlarnir verði búnir að kynna sér efni Jónsbókar og allt sem Jón hefur að segja - nema þá að þeir verði svo fúlir út af Kastljósviðtalinu sem hann fór í og ekki var sýnt að þeir hunsi bæði Jón og útgáfuna. Því auðvitað eru ekki góðir mannasiðir að boða blaðamannafund en kjafta svo öllu í einn fjölmiðil kvöldið áður. --- --- --- Ekki veit ég hvers vegna viðtalið var ekki sýnt. Kannski eru þetta bara tæknilegir örðugleikar. En áhugamenn um samsæriskenningar skemmta sér ábyggilega vel; sjá fyrir sér Davíð með skærin á lofti uppi í Efstaleiti. Eða var það Jón sjálfur sem fékk bakþanka og stoppaði viðtalið? Þetta verður sjálfsagt skýrt út á morgun. En raunar veit ég ekki hvort er meira halló, að hætta við að sýna viðtalið eða að láta sér detta i hug að rjúfa kvölddagskrá á sjálfu ríkissjónvarpinu vegna viðtals út af ævisögu Jóns Ólafssonar. --- --- --- Birti hér aftur grein sem ég skrifaði í DV fyrir einu og hálfu ári og heitir Rökke, ég og Jóhann próki. Þar kemur Jón Ólafsson líka við sögu. Greinina er að finna í blaðagreinunum hér á neðar síðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Það er búið að boða mikinn blaðamannafund og veislu vegna útkomu Jónsbókar, sögu Jóns Ólafssonar eftir Einar Kárason. Partíið á að vera í Iðu í Lækjargötu á morgun; sagt er að öllum sé boðið sem eru nefndir í bókinni. Varla mæta þeir Davíð, Hannes og co. Jón hefur aldrei þótt sérlega fínn félagsskapur. En vegna þessa er nokkuð óskiljanlegt að Jón hafi ætlað að vera í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Viðtalið var kynnt með pompi og prakt, líkt og meiriháttar skúbb - Jón hefur víst ýmsar ávirðingar á Sjálfstæðisflokkinn sem verður hægt að kætast yfir næstu daga. Gott í gúrkunni sem nú ríkir í fjölmiðlunum. Margt af þessu held ég reyndar að hafi komið fram áður - sumt oftar en einu sinni. --- --- --- Svo kemur allt í einu babb í bátinn. Viðtalinu er frestað. Stjórnandi þáttarins birtist, virðist vera í nokkru uppnámi, líkt og maður sem er búinn að vera að tala mikið í gsm-síma - tilkynnir að viðtalið verði sýnt seinna um kvöldið, að loknum tíufréttum. Margir biðu spenntir eftir þessu - vildu heyra sprengjurnar falla í viðtalinu - en þá kom Bogi Ágústsson og sagði að viðtalið yrði sýnt á morgun. Jebbs. Bíðum þangað til. Þá er reyndar hætt við að allir hinir fjölmiðlarnir verði búnir að kynna sér efni Jónsbókar og allt sem Jón hefur að segja - nema þá að þeir verði svo fúlir út af Kastljósviðtalinu sem hann fór í og ekki var sýnt að þeir hunsi bæði Jón og útgáfuna. Því auðvitað eru ekki góðir mannasiðir að boða blaðamannafund en kjafta svo öllu í einn fjölmiðil kvöldið áður. --- --- --- Ekki veit ég hvers vegna viðtalið var ekki sýnt. Kannski eru þetta bara tæknilegir örðugleikar. En áhugamenn um samsæriskenningar skemmta sér ábyggilega vel; sjá fyrir sér Davíð með skærin á lofti uppi í Efstaleiti. Eða var það Jón sjálfur sem fékk bakþanka og stoppaði viðtalið? Þetta verður sjálfsagt skýrt út á morgun. En raunar veit ég ekki hvort er meira halló, að hætta við að sýna viðtalið eða að láta sér detta i hug að rjúfa kvölddagskrá á sjálfu ríkissjónvarpinu vegna viðtals út af ævisögu Jóns Ólafssonar. --- --- --- Birti hér aftur grein sem ég skrifaði í DV fyrir einu og hálfu ári og heitir Rökke, ég og Jóhann próki. Þar kemur Jón Ólafsson líka við sögu. Greinina er að finna í blaðagreinunum hér á neðar síðunni.