Erlent

Lundúnabúar óttast ekki að taka neðanjarðarlestir

MYND/AP

Yfirmaður lögreglunnar í London segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkaárásir verði gerðar aftur í London. Þrátt yfirlýsingar eins og þessa óttast Lundúnarbúar ekki hryðjuverk.

Sir Ian Blair, yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum, segir miklar líkur á að hryðjuverkamenn leggi aftur til atlögu í Lundúnum. En í júlí síðastliðnum voru fjórar sprengjur voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni borgarinnar og urðu yfir fimmtíu manns að bana.

Þrátt fyrir að lögreglustjóri Lundúna segir Bretland enn vera ofarlega á lista hryðjuverkasamtakanna Al Qaida og að allar borgir landsins væru í hættu, Lundúnir þó einna helst, þá óttast Lundúnabúar ekki hryðjuverk. Þegar rætt var við Lundúnabúa á götum úti þá sögðust flestir ekki vera hræddir við að nota lestir né að lenda í hryðjuverkaárás.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×