Er miðjan endilega moð? 12. desember 2005 17:46 Það er einkennilegur tími í pólitíkinni. Annars vegar eru miklar breytingar. Við erum að horfa upp á banka og fyrirtæki sem eru orðin stærri en íslenska ríkið, ofboðslega auðsöfnun á stuttum tíma. Engan óraði til dæmis fyrir því að einkavæðing bankanna myndi breyta svo miklu, gera stjórnmálamennina svona áhrifalausa. Hins vegar er pólitíkin sem er eins og veðrið þessa dagana - hvorki né. Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnmálamenn skipti kannski fjarskalega máli á hinu nýja Íslandi. Þingið kom saman 1. október, það fór í jólafrí 9. desember, kemur aftur saman í byrjun febrúar og hættir örugglega snemma vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Það hefur verið algjör ládeyða í þinginu í vetur, ekkert gerist, flest bendir til þess að það verði eins eftir jól. --- --- --- Kannski er ein ástæðan sú að stjórnmálaflokkarnir eru ekki ósammála um nein meginatriði, ekkert sem snertir grunngerð samfélagsins. Það er sagt að öll stjórnmál séu að færast inn á miðjuna. Sjálfstæðisflokkurinn sækir inn á miðjuna, Samfylkingin segist ætla að verja miðjuna, en Framsókn telur sig vera hinn eiginlega miðjuflokk. Það er talað um miðjuna í skammartóni, að þetta sé eintómt moð. "Miðjan group" eins og einn pistlahöfundur kallaði það. Það er liðin tíð að Sjáflstæðisflokkurinn gat verið á móti vökulögunum eða barnaheimilum og jafnaðarmenn höfðu þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni. Gömul ágreiningsmál meika ekki lengur sens. Það er mjög breið samstaða um að takmarka hlut ríkisvaldsins, nýta einkaframtakið, en halda um leið uppi sterku velferðarkerfi, jafnrétti og lýðræði. Sé litið nokkra áratugi aftur í tímann er þetta alls ekki sjálfgefið. --- --- --- Stundum er eins og það sé einfaldast að skipta stjórnmálaflokkum í Evrópu í þá flokka sem eru við völd og þá flokka sem eru ekki við völd. Í Bretlandi og víða Skandinavíu eru það sósíaldemókratar, hér vill svo til að það er flokkur sem er til hægri að nafninu til. Þetta er nokkurn veginn sama pólitíkin. Þess vegna er tónninn í stjórnmálamönnum sem rífast oft svo holur. Alls staðar er stjórnarandstöðuflokkum borin á brýn málefnafátækt, vegna þess einfaldlega að þeir eru að mestu leyti sammála þeim sem stjórna. Breski Íhaldsflokkurinn liggur undir þessu ámæli - rétt eins og Samfylkingin íslenska. Ein ástæðan er hvernig við kjósum til þings. Kjósendurnir sem ráða úrslitum eru á miðjunni, þeir sem sveiflast milli flokka. Flokkshollusta heyrir að miklu leyti sögunni til. Fólk er ekki lengur merktir sjálfstæðismenn, kratar eða framsóknarmenn. Þegar dregur að kosningum reyna flokkarnir að fela öfgamennina í sínum röðum - allt sem getur stuðað miðjufylgið. --- --- --- Auðvitað eru ennþá til valkostir til vinstri og hægri, fólk kærir sig bara ekki sérstaklega um þá. Á vinstri vængnum eru sósíalistar sem dreymir kannski ekki lengur um blóðuga byltingu en vilja ógurlega afskiptasamt ríkisvald, til hægri eru frjálshyggjumenn sem trúa því að ósýnileg hönd markaðarins muni sjá fyrir öllum þörfum mannkynsins – bara ef hún er látin óáreitt. Svo eru auðvitað öfgakristnir og rasistar - en það ríkir þegjandi samkomulag um að hleypa svoleiðis hópum ekki inn í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Mannkynið hefur heldur ekkert sérlega góða reynslu af stórum hugsjónum sem ganga út á að búa til fullkomið samfélag og fullkominn mann. Svoleiðis stefnur hafa stundum verið kallaðar þjóðfélagsverkfræði. Kommúnisminn eyðilagði siðmenninguna í Rússlandi, ofan í hann kom frjálshyggjan og breytti ríkinu í þjófafélag. --- --- --- Er þá endilega moð að vera á miðjunni? Eða er miðjan kannski algjörlega vanmetin stjórnmálahugsjón? Í Bandaríkjunum er talað um uppgang nokkurs sem kallast róttæka miðjan, hún berst gegn sérhagsmununum sem eru svo ríkjandi í bandarísku samfélagi. Kannski er ekki vanþörf á slíkri uppreisn hér? Allavega er víst að flokkadrættirnir eins og þeir eru núna eru nokkurn veginn merkingarlausir. Tökum til dæmis borgarstjórnarkosningar í Reykavík? Er yfirleitt einhver ástæða til að þar sé ástunduð hefðbundin flokkapólitík? Er ekki alveg eins hægt að láta íbúana ráða þessu sjálfa, án íhlutunar stjórnmálaflokkanna? Þetta er að uppistöðu til pistill sem var fluttur á Stöð2/NFS í liðinni viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Það er einkennilegur tími í pólitíkinni. Annars vegar eru miklar breytingar. Við erum að horfa upp á banka og fyrirtæki sem eru orðin stærri en íslenska ríkið, ofboðslega auðsöfnun á stuttum tíma. Engan óraði til dæmis fyrir því að einkavæðing bankanna myndi breyta svo miklu, gera stjórnmálamennina svona áhrifalausa. Hins vegar er pólitíkin sem er eins og veðrið þessa dagana - hvorki né. Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnmálamenn skipti kannski fjarskalega máli á hinu nýja Íslandi. Þingið kom saman 1. október, það fór í jólafrí 9. desember, kemur aftur saman í byrjun febrúar og hættir örugglega snemma vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Það hefur verið algjör ládeyða í þinginu í vetur, ekkert gerist, flest bendir til þess að það verði eins eftir jól. --- --- --- Kannski er ein ástæðan sú að stjórnmálaflokkarnir eru ekki ósammála um nein meginatriði, ekkert sem snertir grunngerð samfélagsins. Það er sagt að öll stjórnmál séu að færast inn á miðjuna. Sjálfstæðisflokkurinn sækir inn á miðjuna, Samfylkingin segist ætla að verja miðjuna, en Framsókn telur sig vera hinn eiginlega miðjuflokk. Það er talað um miðjuna í skammartóni, að þetta sé eintómt moð. "Miðjan group" eins og einn pistlahöfundur kallaði það. Það er liðin tíð að Sjáflstæðisflokkurinn gat verið á móti vökulögunum eða barnaheimilum og jafnaðarmenn höfðu þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni. Gömul ágreiningsmál meika ekki lengur sens. Það er mjög breið samstaða um að takmarka hlut ríkisvaldsins, nýta einkaframtakið, en halda um leið uppi sterku velferðarkerfi, jafnrétti og lýðræði. Sé litið nokkra áratugi aftur í tímann er þetta alls ekki sjálfgefið. --- --- --- Stundum er eins og það sé einfaldast að skipta stjórnmálaflokkum í Evrópu í þá flokka sem eru við völd og þá flokka sem eru ekki við völd. Í Bretlandi og víða Skandinavíu eru það sósíaldemókratar, hér vill svo til að það er flokkur sem er til hægri að nafninu til. Þetta er nokkurn veginn sama pólitíkin. Þess vegna er tónninn í stjórnmálamönnum sem rífast oft svo holur. Alls staðar er stjórnarandstöðuflokkum borin á brýn málefnafátækt, vegna þess einfaldlega að þeir eru að mestu leyti sammála þeim sem stjórna. Breski Íhaldsflokkurinn liggur undir þessu ámæli - rétt eins og Samfylkingin íslenska. Ein ástæðan er hvernig við kjósum til þings. Kjósendurnir sem ráða úrslitum eru á miðjunni, þeir sem sveiflast milli flokka. Flokkshollusta heyrir að miklu leyti sögunni til. Fólk er ekki lengur merktir sjálfstæðismenn, kratar eða framsóknarmenn. Þegar dregur að kosningum reyna flokkarnir að fela öfgamennina í sínum röðum - allt sem getur stuðað miðjufylgið. --- --- --- Auðvitað eru ennþá til valkostir til vinstri og hægri, fólk kærir sig bara ekki sérstaklega um þá. Á vinstri vængnum eru sósíalistar sem dreymir kannski ekki lengur um blóðuga byltingu en vilja ógurlega afskiptasamt ríkisvald, til hægri eru frjálshyggjumenn sem trúa því að ósýnileg hönd markaðarins muni sjá fyrir öllum þörfum mannkynsins – bara ef hún er látin óáreitt. Svo eru auðvitað öfgakristnir og rasistar - en það ríkir þegjandi samkomulag um að hleypa svoleiðis hópum ekki inn í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Mannkynið hefur heldur ekkert sérlega góða reynslu af stórum hugsjónum sem ganga út á að búa til fullkomið samfélag og fullkominn mann. Svoleiðis stefnur hafa stundum verið kallaðar þjóðfélagsverkfræði. Kommúnisminn eyðilagði siðmenninguna í Rússlandi, ofan í hann kom frjálshyggjan og breytti ríkinu í þjófafélag. --- --- --- Er þá endilega moð að vera á miðjunni? Eða er miðjan kannski algjörlega vanmetin stjórnmálahugsjón? Í Bandaríkjunum er talað um uppgang nokkurs sem kallast róttæka miðjan, hún berst gegn sérhagsmununum sem eru svo ríkjandi í bandarísku samfélagi. Kannski er ekki vanþörf á slíkri uppreisn hér? Allavega er víst að flokkadrættirnir eins og þeir eru núna eru nokkurn veginn merkingarlausir. Tökum til dæmis borgarstjórnarkosningar í Reykavík? Er yfirleitt einhver ástæða til að þar sé ástunduð hefðbundin flokkapólitík? Er ekki alveg eins hægt að láta íbúana ráða þessu sjálfa, án íhlutunar stjórnmálaflokkanna? Þetta er að uppistöðu til pistill sem var fluttur á Stöð2/NFS í liðinni viku.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun