Engin leið heim 22. desember 2005 00:57 Ríkissjónvarpið er að sýna No Direction Home, hina frábæru heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan, mótunarár hans sem listamanns. Fyrri hlutinn var sýndur í kvöld, seinni hlutinn er eftir viku. Það sem er hvað skrítnast er að Dylan sprettur nánast úr engu; hann er frá Minnesota, úr smábæ þar sem var engin menning, ekki neitt. Eða eins og segir – staður sem var svo kaldur að það var ekki hægt að gera uppreisn eða hafa neina heimspeki. Ungur maður hefur Dylan – sem þá hét Zimmerman, Dylansnafnið tekur hann upp eftir Dylan Thomas – ekkert sem bendir til þess að hann muni hafa sérstaka rödd, svo ólíka öllu öðru sem áður hafði heyrst. Svo er eins og hann finni sjálfan sig bókstaflega upp. Kannski er það háttur alvöru listamanna. --- --- --- Hann fer út á krossgöturnar, eins og sagt er í blústónlist um þá sem gera sérstakan samning við öflugri máttarvöld. Á yfirborðinu gerist ekki annað en að hann fær lánaðar 400 plötur sem hann gleymir að skila, stúderar þetta – kynnist Woody Guthrie, þjóðlagasöngavara sem er við dauðans dyr, fer að syngja eins og hann, klæðir sig eins og hann, með derhúfu og tóbaksklút. Virkar hálf kjánalegur í þessari múnderingu, ungur og horaður gyðingur, hermandi eftir verkalýðshetjunni. Dylan fór til New York, hékk á kránum í Greenwich Village, sagði alls kyns fjarstæðukenndar sögur af sjálfum sér. Að hann hefði búið við Missisippi og sungið með gömlum berklaveikum blúsurum, skemmt í fjölleikahúsum. Þetta var allt ósatt, en það virðist heldur enginn hafa trúað honum. Þetta var partur af leitinni. --- --- --- Nokkrum árum síðar er hann orðin eins og hvirfilbylur í músíkinni. Sköpunargáfan er einstök og ótæmandi. Eins og eitthvað andi í gegnum þennan pilt. Í frumgerðinni var Like a Rolling Stone 54 erindi. Merkilegt er að heyra hvað honum var illa við að endurtaka sig. Aftur og aftur er hann ásakaður um að svíkja allt sem hann stendur fyrir. Þegar hann kom á Newport þjóðlagahátíðina 1965 með rafmagnshljóðfæri ætlaði Pete Seeger að höggva á rafmagnskapalinn til að stöðva hávaðann sem ruddist yfir pempíulega þjóðlagaaðdáendurnar. Svo fór hann í hljómleikaferð, var alls staðar baulaður niður þar sem hann stóð með rafmagnsgítarinn, blásandi í munnhörpuna. Sumir voru of hræddir til að vera með honum. Hljómborðsleikarinn Al Kooper segist ekki hafa þorað að fara með Dylan til Dallas; þremur árum áður höfðu þeir skotið forseta í þeirri borg. --- --- --- Aftur svíkur Dylan 1969 – eða það fannst mörgum aðdáendum hans. Í miðri æskuuppreisninni og mótmælunum gegn Vietnam fer hann til Nashville, höfuðborgar kántrísins, gerir angurværa kántríplötu, tekur lagið með Johnny Cash. Þarna er öll póllitík víðs fjarri. Eftir á að hyggja er þetta auðvitað aðdáunarvert; þetta er listamaður sem vill alls ekki láta skipa sér á bás, gengur ekki í takt með neinum. Þegar Dylan kom hingað á Listahátíð 1990 var honum boðið að hitta forseta Íslands. Svarið sem kom var – Bob Dylan hittir aldrei stjórnmálamenn. --- --- --- Joan Baez segir í myndinni frá fólkinu í mótmælaaðgerðum sem var alltaf að spyrja hvort Bob ætlaði að koma. En hann kom aldrei. Baez vonaði að hún og Dylan myndu leiða kynslóð sína með tónlist og baráttusöngvum. En Dylan kærði sig ekki um það. Hann var pólitískur á sinn hátt, samdi ljóð sem voru sungin í mótmælagöngum út um allan heim – en það var ekki hægt að draga hann sjálfan í mótmælagöngur. Það er merkilegt að sjá þar sem Dylan situr taugaveiklaður á blaðamannafundum innan um fólk sem ætlast til að hann hafi svör við öllu, að hann sé talsmaður kynslóðar sinnar. Hann er ekki nema rúmlega tvítugur. Reykir eins og strompur, með dökk sólgleraugu, svarar engu eða þá út í hött. --- --- -- Þetta er meðal þess óborganlega myndefnis sem Scorsese dregur fram í mynd sinni og kastar heldur nöpru ljósi á yfirborðsmennsku fjölmiðlastéttarinnar andspænis þessum unga manni. Hann virkar hins vegar heill og sannur fyrir vikið. Líkt og hann er enn, fjörutíu árum síðar – að byrja með útvarpsþátt þegar síðast fréttist. Dylan getur haldið hræðilega tónleika þegar sá gállinn er á honum – hljóðfæraleikarnir sem komu með honum hingað á Listahátíð sögðust aldrei vita hvað hann ætlaði að spila – en hann hefur ekki verið til sölu, hvorki á þeim tíma sem myndin fjallar um né síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Ríkissjónvarpið er að sýna No Direction Home, hina frábæru heimildarmynd Martins Scorsese um Bob Dylan, mótunarár hans sem listamanns. Fyrri hlutinn var sýndur í kvöld, seinni hlutinn er eftir viku. Það sem er hvað skrítnast er að Dylan sprettur nánast úr engu; hann er frá Minnesota, úr smábæ þar sem var engin menning, ekki neitt. Eða eins og segir – staður sem var svo kaldur að það var ekki hægt að gera uppreisn eða hafa neina heimspeki. Ungur maður hefur Dylan – sem þá hét Zimmerman, Dylansnafnið tekur hann upp eftir Dylan Thomas – ekkert sem bendir til þess að hann muni hafa sérstaka rödd, svo ólíka öllu öðru sem áður hafði heyrst. Svo er eins og hann finni sjálfan sig bókstaflega upp. Kannski er það háttur alvöru listamanna. --- --- --- Hann fer út á krossgöturnar, eins og sagt er í blústónlist um þá sem gera sérstakan samning við öflugri máttarvöld. Á yfirborðinu gerist ekki annað en að hann fær lánaðar 400 plötur sem hann gleymir að skila, stúderar þetta – kynnist Woody Guthrie, þjóðlagasöngavara sem er við dauðans dyr, fer að syngja eins og hann, klæðir sig eins og hann, með derhúfu og tóbaksklút. Virkar hálf kjánalegur í þessari múnderingu, ungur og horaður gyðingur, hermandi eftir verkalýðshetjunni. Dylan fór til New York, hékk á kránum í Greenwich Village, sagði alls kyns fjarstæðukenndar sögur af sjálfum sér. Að hann hefði búið við Missisippi og sungið með gömlum berklaveikum blúsurum, skemmt í fjölleikahúsum. Þetta var allt ósatt, en það virðist heldur enginn hafa trúað honum. Þetta var partur af leitinni. --- --- --- Nokkrum árum síðar er hann orðin eins og hvirfilbylur í músíkinni. Sköpunargáfan er einstök og ótæmandi. Eins og eitthvað andi í gegnum þennan pilt. Í frumgerðinni var Like a Rolling Stone 54 erindi. Merkilegt er að heyra hvað honum var illa við að endurtaka sig. Aftur og aftur er hann ásakaður um að svíkja allt sem hann stendur fyrir. Þegar hann kom á Newport þjóðlagahátíðina 1965 með rafmagnshljóðfæri ætlaði Pete Seeger að höggva á rafmagnskapalinn til að stöðva hávaðann sem ruddist yfir pempíulega þjóðlagaaðdáendurnar. Svo fór hann í hljómleikaferð, var alls staðar baulaður niður þar sem hann stóð með rafmagnsgítarinn, blásandi í munnhörpuna. Sumir voru of hræddir til að vera með honum. Hljómborðsleikarinn Al Kooper segist ekki hafa þorað að fara með Dylan til Dallas; þremur árum áður höfðu þeir skotið forseta í þeirri borg. --- --- --- Aftur svíkur Dylan 1969 – eða það fannst mörgum aðdáendum hans. Í miðri æskuuppreisninni og mótmælunum gegn Vietnam fer hann til Nashville, höfuðborgar kántrísins, gerir angurværa kántríplötu, tekur lagið með Johnny Cash. Þarna er öll póllitík víðs fjarri. Eftir á að hyggja er þetta auðvitað aðdáunarvert; þetta er listamaður sem vill alls ekki láta skipa sér á bás, gengur ekki í takt með neinum. Þegar Dylan kom hingað á Listahátíð 1990 var honum boðið að hitta forseta Íslands. Svarið sem kom var – Bob Dylan hittir aldrei stjórnmálamenn. --- --- --- Joan Baez segir í myndinni frá fólkinu í mótmælaaðgerðum sem var alltaf að spyrja hvort Bob ætlaði að koma. En hann kom aldrei. Baez vonaði að hún og Dylan myndu leiða kynslóð sína með tónlist og baráttusöngvum. En Dylan kærði sig ekki um það. Hann var pólitískur á sinn hátt, samdi ljóð sem voru sungin í mótmælagöngum út um allan heim – en það var ekki hægt að draga hann sjálfan í mótmælagöngur. Það er merkilegt að sjá þar sem Dylan situr taugaveiklaður á blaðamannafundum innan um fólk sem ætlast til að hann hafi svör við öllu, að hann sé talsmaður kynslóðar sinnar. Hann er ekki nema rúmlega tvítugur. Reykir eins og strompur, með dökk sólgleraugu, svarar engu eða þá út í hött. --- --- -- Þetta er meðal þess óborganlega myndefnis sem Scorsese dregur fram í mynd sinni og kastar heldur nöpru ljósi á yfirborðsmennsku fjölmiðlastéttarinnar andspænis þessum unga manni. Hann virkar hins vegar heill og sannur fyrir vikið. Líkt og hann er enn, fjörutíu árum síðar – að byrja með útvarpsþátt þegar síðast fréttist. Dylan getur haldið hræðilega tónleika þegar sá gállinn er á honum – hljóðfæraleikarnir sem komu með honum hingað á Listahátíð sögðust aldrei vita hvað hann ætlaði að spila – en hann hefur ekki verið til sölu, hvorki á þeim tíma sem myndin fjallar um né síðar.