Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar 29. desember 2005 22:13 MYND/GVA Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Mikil óánægja hefur verið meðal leikskólakennara í Reykjavík með launakjör sín eftir að ófaglærðir starfsmenn innan Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þessi óánægja nær út fyrir borgarmörkin því í dag funduðu trúnaðarmenn leikskólakennara í sveitarfélögum í kringum Reykjavík, í Kraganum svokallaða, og samþykktu harðorða ályktun. Þar er skorað á sveitarfélög að sjá til þess að laun leikskólakennara verði leiðrétt hið fyrsta. Björk Óttarsdóttir, formaður svæðadeildar Félags leikskólakennara í Kraganum, segir tilfinningarnar blendnar til hinna nýju samningar. Leikskólakennarar séu ánægðir með að loks sé viðurkennt að borga þurfi góð laun fyrir störf á leikskólum en Björk segir leikskólakennara óánægða með að sveitarfélögin vilji ekki ræða við þá og sinni málinu ekki eins mikið og leikskólakennarar vildu. Ellefu kennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi skiluðu í dag inn uppsagnarbréfum til bæjarins og má það rekja til ánægju þeirra með kjör sín. Hrafnhildur Sigurðardóttur, leikskólafulltrúi hjá Seltjarnarnesbæ, segir staðið hafi yfir viðræður milli bæjaryfirvalda og leikskólakennarana um að þeim verði umbunað sérstaklega vegna þess mikla álags sem verið hefur á leikskólum bæjarins í haust vegna manneklu. Bæjaryfirvöld hyggist finna lausn á málinu skjótt og vonast Hrafnhildur til að uppsagnirnar verði dregnar til baka, en leikskólakennararnir sem sögðu upp hyggjast funda á morgun vegna málsins. Þá fer einnig fram annar fundur, á milli borgarstjóra og forsvarsmanna Félags leikskólakennara, en Björk reiknar með að niðurstaða þess fundar hafi mikil áhrif á framhaldið. Leikskólakennarar í Reykjavík horfi til fundarins en einnig kennarar í sveitarfélögunum í kring því þetta sé eitt vinnusvæði. Hún vonist til þess að það fari að gerast eitthvað í málunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira