Veðbankinn opnaður 26. janúar 2005 00:01 Landsbankinn, Icelandair og Vísir eru styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar 2005. Þessi fyrirtæki standa nú fyrir þeirri nýjung að bjóða almenningi að giska á hver vinnur í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu á vinsælasta flytjanda íslands með netkosningu á visir.is og verða sérstök verðlaun veitt í þessum flokki á hátíðinni. Vinsælasti flytjandinn - Val almennings Vísir annast almenna netkosningu í vali á vinsælasta flytjanda ársins sem hægt er að velja úr hópi þeirra sem hlutu tilnefningu í Popp og Rokk-flokki og Jazzflokki. Netkosning á Vísi stendur til klukkan 18:00 að kvöldi þriðjudagsins 1. febrúar. Að morgni 2. febrúar hefst síma- og SMS-kosning og stendur valið þá á milli þeirra sem verða í fimm efstu sætunum í netkosningunni. Niðurstaðan í vali almennings á vinsælasta flytjanda ársins 2004 verður síðan kynnt í lok útsendingar frá hátíðarsamkomu tónlistarmanna í Þjóðleikhúsinu. Þátttakendur í kosningunni fara í pott sem dregið verður úr að kvöldi 1. febrúar. Tveir heppnir þátttakendur fá miða fyrir tvo á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna. Veðbanki - Vinningur á tónleika með U2 í Kaupmannahöfn Dómnefndir hafa valið verk og flytjendur í fjórum flokkum 1) Popp og Rokk-flokki, 2) Sígild tónlist og samtíma tónlist, 3) Jazzflokki og 4) önnur verðlaun. Nú hefur Í FYRSTA SINN verið opnaður ?veðbanki? á Vísi í tengslum við Íslensku tónlistarverðlaunin en þar gefst kostur á að spá fyrir um úrslit í öllum flokkum.Sá eða sú sem kemst næst því að spá fyrir um verðlaunahafa hlýtur að launum ferð til Kaupmannahafnar með Icelandair ásamt gistingu fyrir tvo, miða á tónleika með U2 á Parken og 2000 krónur danskar í gjaldeyri frá Landsbankanum. Upplýsingar um vinningshafa verða birtar hér á Vísi föstudaginn 4. febrúar 2005. Atburðir Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Landsbankinn, Icelandair og Vísir eru styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar 2005. Þessi fyrirtæki standa nú fyrir þeirri nýjung að bjóða almenningi að giska á hver vinnur í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu á vinsælasta flytjanda íslands með netkosningu á visir.is og verða sérstök verðlaun veitt í þessum flokki á hátíðinni. Vinsælasti flytjandinn - Val almennings Vísir annast almenna netkosningu í vali á vinsælasta flytjanda ársins sem hægt er að velja úr hópi þeirra sem hlutu tilnefningu í Popp og Rokk-flokki og Jazzflokki. Netkosning á Vísi stendur til klukkan 18:00 að kvöldi þriðjudagsins 1. febrúar. Að morgni 2. febrúar hefst síma- og SMS-kosning og stendur valið þá á milli þeirra sem verða í fimm efstu sætunum í netkosningunni. Niðurstaðan í vali almennings á vinsælasta flytjanda ársins 2004 verður síðan kynnt í lok útsendingar frá hátíðarsamkomu tónlistarmanna í Þjóðleikhúsinu. Þátttakendur í kosningunni fara í pott sem dregið verður úr að kvöldi 1. febrúar. Tveir heppnir þátttakendur fá miða fyrir tvo á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna. Veðbanki - Vinningur á tónleika með U2 í Kaupmannahöfn Dómnefndir hafa valið verk og flytjendur í fjórum flokkum 1) Popp og Rokk-flokki, 2) Sígild tónlist og samtíma tónlist, 3) Jazzflokki og 4) önnur verðlaun. Nú hefur Í FYRSTA SINN verið opnaður ?veðbanki? á Vísi í tengslum við Íslensku tónlistarverðlaunin en þar gefst kostur á að spá fyrir um úrslit í öllum flokkum.Sá eða sú sem kemst næst því að spá fyrir um verðlaunahafa hlýtur að launum ferð til Kaupmannahafnar með Icelandair ásamt gistingu fyrir tvo, miða á tónleika með U2 á Parken og 2000 krónur danskar í gjaldeyri frá Landsbankanum. Upplýsingar um vinningshafa verða birtar hér á Vísi föstudaginn 4. febrúar 2005.
Atburðir Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira