Hver er munurinn? 12. október 2005 00:01 Björn Bjarnason er sakaður um að hafa afskipti af dómskerfinu með því að skrifa eftirfarandi orð á heimasíðu sína, það varð allt vitlaust út af þessu í gær: "Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins." Hins vegar hefur enginn heyrst kvarta um óeðlileg afskipti af dómstólunum þegar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær: "Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Hver er munurinn á þessum yfirlýsingum? Má skilja þær þannig að dómsmálaráðherrann sé að hvetja til þess að málinu verði haldið áfram en forsætisráðherrann lýsi þeim vilja sínum að málarekstrinum verði hætt? Eru þeir þá kannski báðir að hafa afskipti af dómsvaldinu? Eða hvorugur? --- --- --- Tvö viðskiptablöð sem komu út í morgun fjalla bæði um evruna og er furðu mikill samhljómur milli þess sem þar segir. Markaðurinn, sem fylgir Fréttablaðinu, birtir stóra grein undir fyrirsögninni "Krónan er viðskiptahindrun", en Viðskiptablaðið er orðið furðu hallt undir evruna undir stjórn nýs ritstjóra, Gunnlaugs Árnasonar. Þar segir meðal annars í leiðara: "Nú er það svo að Íslendingar nota evruna í vaxandi mæli sem gjaldmiðil í viðskiptum. Við seljum útflutningsvörur okkar og þjónustu erlendis í evrum. Við flytjum inn vörur sem eru verðlagðar í evrum, einnig frá löndum utan evrusvæðisins. Við tökum lán í evrum og við ávöxtum fé okkar í evrum, meðal annars á gjaldeyrisreikningum í innlendum bönkum. Þetta höfum við allt gert án þess að spyrja evrópska myntbandalagið (EMU) leyfis hvort við mættum nota evruna með þessum hætti. Ef við vildum ganga alla leið og taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi gætum við stigið það skref án þess að spyrja leyfis. Sú aðgerð er í sjálfu sér einföld. Hún er ekki flóknari en að setja nýja peningaseðla í umferð með nýju verðgildi, eins og gert var á sínum tíma þegar tvö núll voru tekin aftan af krónunni. Og aðgerðin er ekki meira upp á kant við stjórnskipan landsins en aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu (EES) var á sínum tíma. Við ráðum hvorki útliti myntarinnar, evrunnar, né magni í umferð, og hið sama má segja um lög og reglur sem okkur eru sendar vegna aðildarinnar að evrópska efnahagssvæðinu. Við ráðum hvorki fjölda reglugerðanna sem okkur berast né hvað þær innihalda." --- --- --- David Blunkett, ráðherra, atvinnumálaráðherra Bretlands, boðar átak til að koma öryrkjum í landinu út á vinnumarkaðinn. Samkvæmt frétt BBC eru 2,7 milljónir manna á örorkubótum í Bretlandi – Blunkett segir að það séu fjórum sinnum fleiri en fyrir 30 árum. Ráðherrann telur þetta beri vott um galskap í kerfinu, enda hafi læknavísindunum fleygt fram, almennt heilbrigði sé betra og tækni geri fólki kleift að hafa meira frjálsræði um hvernig það hagar vinnu sinni. Blunkett á það til að vera afdráttarlaus í orðavali og hefur styggt marga þingmenn Verkamannaflokksins með orðum sínum, ekki síst þegar hann segir að með því að fara að vinna muni fólk: "...ná að sigrast betur á þunglyndi og streitu en með því að sitja heima og góna á sjónvarpið allan daginn." > Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Björn Bjarnason er sakaður um að hafa afskipti af dómskerfinu með því að skrifa eftirfarandi orð á heimasíðu sína, það varð allt vitlaust út af þessu í gær: "Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins." Hins vegar hefur enginn heyrst kvarta um óeðlileg afskipti af dómstólunum þegar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær: "Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Hver er munurinn á þessum yfirlýsingum? Má skilja þær þannig að dómsmálaráðherrann sé að hvetja til þess að málinu verði haldið áfram en forsætisráðherrann lýsi þeim vilja sínum að málarekstrinum verði hætt? Eru þeir þá kannski báðir að hafa afskipti af dómsvaldinu? Eða hvorugur? --- --- --- Tvö viðskiptablöð sem komu út í morgun fjalla bæði um evruna og er furðu mikill samhljómur milli þess sem þar segir. Markaðurinn, sem fylgir Fréttablaðinu, birtir stóra grein undir fyrirsögninni "Krónan er viðskiptahindrun", en Viðskiptablaðið er orðið furðu hallt undir evruna undir stjórn nýs ritstjóra, Gunnlaugs Árnasonar. Þar segir meðal annars í leiðara: "Nú er það svo að Íslendingar nota evruna í vaxandi mæli sem gjaldmiðil í viðskiptum. Við seljum útflutningsvörur okkar og þjónustu erlendis í evrum. Við flytjum inn vörur sem eru verðlagðar í evrum, einnig frá löndum utan evrusvæðisins. Við tökum lán í evrum og við ávöxtum fé okkar í evrum, meðal annars á gjaldeyrisreikningum í innlendum bönkum. Þetta höfum við allt gert án þess að spyrja evrópska myntbandalagið (EMU) leyfis hvort við mættum nota evruna með þessum hætti. Ef við vildum ganga alla leið og taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi gætum við stigið það skref án þess að spyrja leyfis. Sú aðgerð er í sjálfu sér einföld. Hún er ekki flóknari en að setja nýja peningaseðla í umferð með nýju verðgildi, eins og gert var á sínum tíma þegar tvö núll voru tekin aftan af krónunni. Og aðgerðin er ekki meira upp á kant við stjórnskipan landsins en aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu (EES) var á sínum tíma. Við ráðum hvorki útliti myntarinnar, evrunnar, né magni í umferð, og hið sama má segja um lög og reglur sem okkur eru sendar vegna aðildarinnar að evrópska efnahagssvæðinu. Við ráðum hvorki fjölda reglugerðanna sem okkur berast né hvað þær innihalda." --- --- --- David Blunkett, ráðherra, atvinnumálaráðherra Bretlands, boðar átak til að koma öryrkjum í landinu út á vinnumarkaðinn. Samkvæmt frétt BBC eru 2,7 milljónir manna á örorkubótum í Bretlandi – Blunkett segir að það séu fjórum sinnum fleiri en fyrir 30 árum. Ráðherrann telur þetta beri vott um galskap í kerfinu, enda hafi læknavísindunum fleygt fram, almennt heilbrigði sé betra og tækni geri fólki kleift að hafa meira frjálsræði um hvernig það hagar vinnu sinni. Blunkett á það til að vera afdráttarlaus í orðavali og hefur styggt marga þingmenn Verkamannaflokksins með orðum sínum, ekki síst þegar hann segir að með því að fara að vinna muni fólk: "...ná að sigrast betur á þunglyndi og streitu en með því að sitja heima og góna á sjónvarpið allan daginn." >
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun