Sannleikurinn og tillitssemin 13. janúar 2006 00:01 Nokkuð nýstárleg kenning um blaðamennsku hefur verið að taka á sig mynd upp á síðkastið. Sú kenning er einhvern veginn svona: Fyrsta boðorð blaðamennsku er að segja sannleikann og ef einhver verður fyrir óþægindum eða sárindum út af því þá er það miður. Mikilvægur hluti þess að segja sannleikann er að segja ávallt allt sem vitað er, þar á meðal að segja frá nafni þess sem fjallað er um og birta af honum mynd. Talsmenn þessarar kenningar telja aðalsmerki hennar vera að sannleikurinn sé settur ofar tillitsseminni og komið sé í veg fyrir spillingu og glæpi sem kunni að þrífast undir yfirborðinu ef kjörorð blaðamennskunnar væri oft mætti satt kyrrt liggja. Þetta er í hnotskurn sú stefna sem DV hefur fylgt sl. misseri og hefur ranglega haldið fram að væri hin almenna regla í útlöndum. Samhliða er því haldið fram að þau grundvallaratriði núgildandi siðareglna Blaðamannafélagsins sem eru tillitssemisreglan og vandvirknis- eða nákvæmnisreglan séu gagnslausar vegna þess að tillitssemi og sannleikur séu andstæður sem ekki geti farið saman. Eins og oft vill verða í svona umræðu eru hlutirnir hvorki svartir né hvítir. Vissulega er það rétt hjá DV mönnum að hjá mörgum framsæknum erlendum miðlum er mikil áhersla lögð á skylduna til að segja sannleikann og sú áhersla mætti vera mun skýrari í siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Hins vegar er nánast barnalegt að yfirfæra siðferðilega skyldu blaðamanna til að upplýsa um sannleikann með vélrænum hætti á þá stefnu að birta alltaf nöfn og myndir þeirra sem verið er að fjalla um. Blaðamennska felst í því að túlka og endursegja mjög fjölbreytta atburði og einkenni úr umhverfi okkar og greina almenningi frá þeim í samanþjöppuðu og skýru formi. Það er fáleitt að halda því fram að blaðamenn séu ekki að segja sannleikann þó þeir velji og hafni og segi ekki frá öllu sem vitað er. Þetta gildir auðvitað líka um nöfn og myndir - það hlýtur að vera spurning um mat og val hvort nafn og mynd skiptir máli fyrir sannleika þeirra fréttar sem verið er að segja. Sé það fyrirfram ákveðið að leikræna og persónugerving - sem er hefðbundið einkenni síðdegisblaða - sé sá frásagnarmáti sem nota á er líklegt að áhersla sé lögð á að vera með alvöru persónur og alvöru andlit. Það hefur hins vegar ekkert með sannleikann að gera, heldur tegund fjölmiðlis. Stundum getur verið gagnlegt að búa sér til fráleit dæmi: Sé verið að segja frétt um árekstur eða umferðarslys getur í ákveðnum tilfellum skipt öllu máli að fá upplýsingar um það hvort bíll var á nagladekkjum eða ekki. Það er fráleitt að halda því fram að það sé grundvallaratriði fyrir sannleiksgildi allra umferðaslysafrétta hvað þá annarra frétta að tekið sé fram hvort bíll hafi verið á nagladekkjum eða ekki. Auðvitað er hugsanlegt að í einhverjum tilfellum komist blaðamenn ekki að kjarna málsins um eitthvað slys ef það er ekki vinnuregla að spyrja um dekkin, en dettur einhverjum í hug að það sé tilefni til að hafa þá meginreglu að birta ávallt upplýsingar um dekk bifreiða sem lenda í árekstri? Varla, nema um sé að ræða einhvers konar dekkjablað. Sú ritstjórnarstefna sem byggir á því að hafa það sem aðalreglu að birta myndir og nöfn fólks sem fjallað er um er þess vegna ekki byggð á skyldu blaðamannsins til að segja sannleikann. Sú siðferðilega skylda á víða við eins og t.d. ef einhver er vísvitandi að geyma mikilvægar upplýsingar ofan í skúffu til hugsanlegrar birtingar síðar, þegar og ef það muni henta viðkomandi blaði eða blaðamanni. Sem slík er þetta mikilvæg skylda og gott að DV skuli leggja áherslu á hana. En hún er ekki rök fyrir mynd- og nafnbirtingu sem aðalreglu. Þær tvær reglur sem Blaðamannafélag Íslands hefur haft að leiðarljósi í siðferðisgrunni sínum, tillitssemisreglan og vandvirknisreglna eru á engan hátt andstæðar skyldunni að segja satt. Sá árekstur er nýleg uppfinning DV manna. Í siðareglum er enda talað um að valda ÓÞARFA sársauka eða vanvirðu. Í því liggur kjarni málsins. Tillitssemin snýst ekki um að þegja yfir fréttum og valda aldrei sársauka, heldur að segja þær án þess að valda óþarfa sársauka. Hitt kann að vera rétt, svona almennt, að ástæða sé til þess að gera skyldunni til að segja sannleikann hærra undir höfði í siðareglum Blaðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Nokkuð nýstárleg kenning um blaðamennsku hefur verið að taka á sig mynd upp á síðkastið. Sú kenning er einhvern veginn svona: Fyrsta boðorð blaðamennsku er að segja sannleikann og ef einhver verður fyrir óþægindum eða sárindum út af því þá er það miður. Mikilvægur hluti þess að segja sannleikann er að segja ávallt allt sem vitað er, þar á meðal að segja frá nafni þess sem fjallað er um og birta af honum mynd. Talsmenn þessarar kenningar telja aðalsmerki hennar vera að sannleikurinn sé settur ofar tillitsseminni og komið sé í veg fyrir spillingu og glæpi sem kunni að þrífast undir yfirborðinu ef kjörorð blaðamennskunnar væri oft mætti satt kyrrt liggja. Þetta er í hnotskurn sú stefna sem DV hefur fylgt sl. misseri og hefur ranglega haldið fram að væri hin almenna regla í útlöndum. Samhliða er því haldið fram að þau grundvallaratriði núgildandi siðareglna Blaðamannafélagsins sem eru tillitssemisreglan og vandvirknis- eða nákvæmnisreglan séu gagnslausar vegna þess að tillitssemi og sannleikur séu andstæður sem ekki geti farið saman. Eins og oft vill verða í svona umræðu eru hlutirnir hvorki svartir né hvítir. Vissulega er það rétt hjá DV mönnum að hjá mörgum framsæknum erlendum miðlum er mikil áhersla lögð á skylduna til að segja sannleikann og sú áhersla mætti vera mun skýrari í siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Hins vegar er nánast barnalegt að yfirfæra siðferðilega skyldu blaðamanna til að upplýsa um sannleikann með vélrænum hætti á þá stefnu að birta alltaf nöfn og myndir þeirra sem verið er að fjalla um. Blaðamennska felst í því að túlka og endursegja mjög fjölbreytta atburði og einkenni úr umhverfi okkar og greina almenningi frá þeim í samanþjöppuðu og skýru formi. Það er fáleitt að halda því fram að blaðamenn séu ekki að segja sannleikann þó þeir velji og hafni og segi ekki frá öllu sem vitað er. Þetta gildir auðvitað líka um nöfn og myndir - það hlýtur að vera spurning um mat og val hvort nafn og mynd skiptir máli fyrir sannleika þeirra fréttar sem verið er að segja. Sé það fyrirfram ákveðið að leikræna og persónugerving - sem er hefðbundið einkenni síðdegisblaða - sé sá frásagnarmáti sem nota á er líklegt að áhersla sé lögð á að vera með alvöru persónur og alvöru andlit. Það hefur hins vegar ekkert með sannleikann að gera, heldur tegund fjölmiðlis. Stundum getur verið gagnlegt að búa sér til fráleit dæmi: Sé verið að segja frétt um árekstur eða umferðarslys getur í ákveðnum tilfellum skipt öllu máli að fá upplýsingar um það hvort bíll var á nagladekkjum eða ekki. Það er fráleitt að halda því fram að það sé grundvallaratriði fyrir sannleiksgildi allra umferðaslysafrétta hvað þá annarra frétta að tekið sé fram hvort bíll hafi verið á nagladekkjum eða ekki. Auðvitað er hugsanlegt að í einhverjum tilfellum komist blaðamenn ekki að kjarna málsins um eitthvað slys ef það er ekki vinnuregla að spyrja um dekkin, en dettur einhverjum í hug að það sé tilefni til að hafa þá meginreglu að birta ávallt upplýsingar um dekk bifreiða sem lenda í árekstri? Varla, nema um sé að ræða einhvers konar dekkjablað. Sú ritstjórnarstefna sem byggir á því að hafa það sem aðalreglu að birta myndir og nöfn fólks sem fjallað er um er þess vegna ekki byggð á skyldu blaðamannsins til að segja sannleikann. Sú siðferðilega skylda á víða við eins og t.d. ef einhver er vísvitandi að geyma mikilvægar upplýsingar ofan í skúffu til hugsanlegrar birtingar síðar, þegar og ef það muni henta viðkomandi blaði eða blaðamanni. Sem slík er þetta mikilvæg skylda og gott að DV skuli leggja áherslu á hana. En hún er ekki rök fyrir mynd- og nafnbirtingu sem aðalreglu. Þær tvær reglur sem Blaðamannafélag Íslands hefur haft að leiðarljósi í siðferðisgrunni sínum, tillitssemisreglan og vandvirknisreglna eru á engan hátt andstæðar skyldunni að segja satt. Sá árekstur er nýleg uppfinning DV manna. Í siðareglum er enda talað um að valda ÓÞARFA sársauka eða vanvirðu. Í því liggur kjarni málsins. Tillitssemin snýst ekki um að þegja yfir fréttum og valda aldrei sársauka, heldur að segja þær án þess að valda óþarfa sársauka. Hitt kann að vera rétt, svona almennt, að ástæða sé til þess að gera skyldunni til að segja sannleikann hærra undir höfði í siðareglum Blaðamanna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun