Ritstjórnir fái erindisbréf 16. janúar 2006 00:31 Eigendur fjölmiðla ættu jafnan að setja yfirmönnum á ritstjórnum erindisbréf þar sem skýrt væri kveðið á um hvers konar miðil þeir ættu að reka og hvaða meginstefnu hann ætti að fylgja. Þeir ættu hins vegar ekki að hafa afskipti af ritstjórnum miðlanna og vinnubrögðum þeirra meðan þær halda sig innan þeirra marka sem erindisbréfin mæla fyrir um. Þannig verður sjálfstæði ritstjórna, sem allir eru sammála um að sé mikilvægt og eftirsóknarvert, best tryggt. Það er til fyrirmyndar, sem upplýst var í vikunni, að stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, hafi sett þá reglu að stjórnarmönnum fyrirtækisins sé óheimilt að hafa afskipti af einstökum málum sem ritstjórnirnar fást við. Ekki er kunnugt um að önnur fjölmiðlafyrirtæki hafi sett slíkar reglur. Hitt er einkennilegt sjónarmið hjá framkvæmdastjóra félagsins, Gunnari Smára Egilssyni, að yfirmenn á ritstjórnum eigi sjálfir að ákveða hvers konar fjölmiðil þeir reka. Eigendur og rekstrarstjórar fjölmiðla eiga ekki að geta firrt sig ábyrgð með slíku tali enda blasir við að það getur ekki verið heil brú í slíkum vinnubrögðum. Því aðeins er vit í reglunni um að eigendur og stjórnarmenn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregður. Það er truflandi fyrir skynsamlegar umræður um fjölmiðla að tala um þá sem "hálf opinberar stofnanir" og að ritstjórnirnar sæki umboð sitt til almennings eins og framkvæmdastjóri Dagsbrúnar gerði um helgina. Fjölmiðlafólk ætti ekki að setja sig á háan hest með slíku tali. Eitt er að starfa í þágu almennings, annað að sækja umboð sitt þangað. Hið síðarnefnda gildir um kjörna fulltrúa okkar, forsetann, alþingismenn og sveitarstjórnarmenn, en ekki um starfsfólk fjölmiðla frekar en annarra fyrirtækja í einkaeigu. Það var ekki á almennu vitorði starfsmanna 365 miðla að stjórnarmenn fyrirtækisins mættu ekki hafa afskipti af ritstjórnunum. Umræddar reglur hafa ekki verið birtar starfsfólki. Mikilvægt er að það verði nú gert. Þá kemur væntanlega í ljós hvort reglan taki einnig til framkvæmdastjóra fyrirtækisins og markaðs- og auglýsingastjóra eins og eðlilegt hlýtur að teljast. DV-málið hefur skapað miklar umræður um fjölmiðlun. Ýmsir hafa hneykslast á því að Björgólfsfeðgar, sem töldu sig verða fyrir áreitni og einelti af hálfu blaðsins, skuli hafi látið sér detta í hug að kaupa það og leggja það niður. Það voru þó ekki nema mannleg viðbrögð í óviðunandi stöðu. Hitt kemur meira á óvart að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skuli gera sér ferð á fjölmiðla til að fordæma þetta. Sjálfur hafði ráðherrann forystu um einstæða atlögu að frelsi fjölmiðla fyrir tæpum tveimur árum en almenningur og forseti Íslands tóku þá í taumana. Nýir ritstjórar, báðir að góðu kunnir, hafa nú tekið við DV. Hafi þeir ekki fengið erindisbréf frá eigendum blaðsins, eins og æskilegt er, verður að treysta því að dómgreind þeirra og reynsla geti af sér marktækan fjölmiðil. Í ljósi forsögunnar er það erfitt verkefni sem þeir hafa tekið að sér og ástæða til að óska þeim og samstarfsmönnum þeirra velfarnaðar á þeirri leið sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Eigendur fjölmiðla ættu jafnan að setja yfirmönnum á ritstjórnum erindisbréf þar sem skýrt væri kveðið á um hvers konar miðil þeir ættu að reka og hvaða meginstefnu hann ætti að fylgja. Þeir ættu hins vegar ekki að hafa afskipti af ritstjórnum miðlanna og vinnubrögðum þeirra meðan þær halda sig innan þeirra marka sem erindisbréfin mæla fyrir um. Þannig verður sjálfstæði ritstjórna, sem allir eru sammála um að sé mikilvægt og eftirsóknarvert, best tryggt. Það er til fyrirmyndar, sem upplýst var í vikunni, að stjórn Dagsbrúnar, móðurfélags 365 miðla, hafi sett þá reglu að stjórnarmönnum fyrirtækisins sé óheimilt að hafa afskipti af einstökum málum sem ritstjórnirnar fást við. Ekki er kunnugt um að önnur fjölmiðlafyrirtæki hafi sett slíkar reglur. Hitt er einkennilegt sjónarmið hjá framkvæmdastjóra félagsins, Gunnari Smára Egilssyni, að yfirmenn á ritstjórnum eigi sjálfir að ákveða hvers konar fjölmiðil þeir reka. Eigendur og rekstrarstjórar fjölmiðla eiga ekki að geta firrt sig ábyrgð með slíku tali enda blasir við að það getur ekki verið heil brú í slíkum vinnubrögðum. Því aðeins er vit í reglunni um að eigendur og stjórnarmenn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregður. Það er truflandi fyrir skynsamlegar umræður um fjölmiðla að tala um þá sem "hálf opinberar stofnanir" og að ritstjórnirnar sæki umboð sitt til almennings eins og framkvæmdastjóri Dagsbrúnar gerði um helgina. Fjölmiðlafólk ætti ekki að setja sig á háan hest með slíku tali. Eitt er að starfa í þágu almennings, annað að sækja umboð sitt þangað. Hið síðarnefnda gildir um kjörna fulltrúa okkar, forsetann, alþingismenn og sveitarstjórnarmenn, en ekki um starfsfólk fjölmiðla frekar en annarra fyrirtækja í einkaeigu. Það var ekki á almennu vitorði starfsmanna 365 miðla að stjórnarmenn fyrirtækisins mættu ekki hafa afskipti af ritstjórnunum. Umræddar reglur hafa ekki verið birtar starfsfólki. Mikilvægt er að það verði nú gert. Þá kemur væntanlega í ljós hvort reglan taki einnig til framkvæmdastjóra fyrirtækisins og markaðs- og auglýsingastjóra eins og eðlilegt hlýtur að teljast. DV-málið hefur skapað miklar umræður um fjölmiðlun. Ýmsir hafa hneykslast á því að Björgólfsfeðgar, sem töldu sig verða fyrir áreitni og einelti af hálfu blaðsins, skuli hafi látið sér detta í hug að kaupa það og leggja það niður. Það voru þó ekki nema mannleg viðbrögð í óviðunandi stöðu. Hitt kemur meira á óvart að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skuli gera sér ferð á fjölmiðla til að fordæma þetta. Sjálfur hafði ráðherrann forystu um einstæða atlögu að frelsi fjölmiðla fyrir tæpum tveimur árum en almenningur og forseti Íslands tóku þá í taumana. Nýir ritstjórar, báðir að góðu kunnir, hafa nú tekið við DV. Hafi þeir ekki fengið erindisbréf frá eigendum blaðsins, eins og æskilegt er, verður að treysta því að dómgreind þeirra og reynsla geti af sér marktækan fjölmiðil. Í ljósi forsögunnar er það erfitt verkefni sem þeir hafa tekið að sér og ástæða til að óska þeim og samstarfsmönnum þeirra velfarnaðar á þeirri leið sem framundan er.