Yfirburðir Sjálfstæðisflokksins 23. janúar 2006 00:01 Margt bendir til þess að sjálfstæðismenn endurheimti meirihluta sinn í Reykjavíkurborg í borgarstjórnarkosningunum í vor, en þeir hafa ekki verið við völd í borginni frá því 1994, þegar Reykjavíkurlistinn komst þar til valda undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var á laugardag og sagt var frá í blaðinu í gær, þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fá tæplega 53 af hundraði atkvæða í kosningunum í maí, og það myndi þýða að flokkurinn fengi níu fulltrúa af sextán í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er að vísu aðeins minna í prósentum talið en í síðustu könnun Fréttablaðsins í ágúst á síðasta ári og enn er langt í kosningar, en engu að síður er þetta staðfesting á sterku og stöðugu fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni eins og kom fram í ummælum oddvita flokksins í borginni í blaðinu í gær: "Þetta er afar ánægjulegt og traustvekjandi, sérstaklega í ljósi þess að könnunin er gerð þegar yfir stendur prófkjörsbarátta hjá bæði Framsóknarflokknum og Samfylkingunni," sagði Vilhjálmur. Sundrungin á vinstri vængnum kemur því sjálfstæðismönnum enn til góða, en á það ber að líta að Samfylkingin, sem veita mun Sjálfstæðisflokknum mesta samkeppni, er enn ekki búin að velja forystumann sinn fyrir kosningarnar, og gerir það ekki fyrr en rétt um miðjan næsta mánuð. Þar eru þrír um fyrsta sætið og virðist baráttan einkum vera á milli Stefáns Jóns Hafstein, sem var í efsta sæti hjá Samfylkingunni síðast, og eins nýjasta liðsmanns flokksins, Dags B. Eggertssonar. Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi að sitjandi borgarstjóri skuli koma á eftir þessum tveimur herramönnum samkvæmt skoðanakönnunum og ekki ólíklegt að einhverjir muni ganga sárir frá borði að loknu prófkjörinu. Eins og nú horfir, þá stefnir í yfirráð Sjálfstæðisflokksins í flestum fjölmennustu sveitarfélögunum á þéttbýlasta og fjölmennasta svæði landsins eða öllu Suðvesturlandi, þótt undantekningar séu vissulega þar á. Flokkurinn er nú þegar með meirihluta á mörgum þessara staða og fátt sem bendir til annars en að hann haldi þar styrk sínum í flestum tilfellum. Það munar að vísu mjóu sums staðar og það hlýtur að vera andstæðingum Sjálfstæðisflokksins hvatning til að halda vöku sinni, því það er á þessu svæði sem mannfjöldinn eykst stöðugt og velmegunin virðist vera mest. Úrslitin í prófkjörinu í Kópavogi renna enn stoðum undir sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins þar, sérstaka athygli vekur þar útkoma Ásthildar Helgadóttur i fjórða sæti listans. Árangur hennar einnar vegur aðeins upp á móti hrakförum kvennanna í "Karlabæ" um næstliðna helgi. Þarna sannast enn og aftur að fólk úr íþróttahreyfingunni á oft auðvelt með að komast áfram í pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór
Margt bendir til þess að sjálfstæðismenn endurheimti meirihluta sinn í Reykjavíkurborg í borgarstjórnarkosningunum í vor, en þeir hafa ekki verið við völd í borginni frá því 1994, þegar Reykjavíkurlistinn komst þar til valda undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var á laugardag og sagt var frá í blaðinu í gær, þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fá tæplega 53 af hundraði atkvæða í kosningunum í maí, og það myndi þýða að flokkurinn fengi níu fulltrúa af sextán í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er að vísu aðeins minna í prósentum talið en í síðustu könnun Fréttablaðsins í ágúst á síðasta ári og enn er langt í kosningar, en engu að síður er þetta staðfesting á sterku og stöðugu fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni eins og kom fram í ummælum oddvita flokksins í borginni í blaðinu í gær: "Þetta er afar ánægjulegt og traustvekjandi, sérstaklega í ljósi þess að könnunin er gerð þegar yfir stendur prófkjörsbarátta hjá bæði Framsóknarflokknum og Samfylkingunni," sagði Vilhjálmur. Sundrungin á vinstri vængnum kemur því sjálfstæðismönnum enn til góða, en á það ber að líta að Samfylkingin, sem veita mun Sjálfstæðisflokknum mesta samkeppni, er enn ekki búin að velja forystumann sinn fyrir kosningarnar, og gerir það ekki fyrr en rétt um miðjan næsta mánuð. Þar eru þrír um fyrsta sætið og virðist baráttan einkum vera á milli Stefáns Jóns Hafstein, sem var í efsta sæti hjá Samfylkingunni síðast, og eins nýjasta liðsmanns flokksins, Dags B. Eggertssonar. Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi að sitjandi borgarstjóri skuli koma á eftir þessum tveimur herramönnum samkvæmt skoðanakönnunum og ekki ólíklegt að einhverjir muni ganga sárir frá borði að loknu prófkjörinu. Eins og nú horfir, þá stefnir í yfirráð Sjálfstæðisflokksins í flestum fjölmennustu sveitarfélögunum á þéttbýlasta og fjölmennasta svæði landsins eða öllu Suðvesturlandi, þótt undantekningar séu vissulega þar á. Flokkurinn er nú þegar með meirihluta á mörgum þessara staða og fátt sem bendir til annars en að hann haldi þar styrk sínum í flestum tilfellum. Það munar að vísu mjóu sums staðar og það hlýtur að vera andstæðingum Sjálfstæðisflokksins hvatning til að halda vöku sinni, því það er á þessu svæði sem mannfjöldinn eykst stöðugt og velmegunin virðist vera mest. Úrslitin í prófkjörinu í Kópavogi renna enn stoðum undir sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins þar, sérstaka athygli vekur þar útkoma Ásthildar Helgadóttur i fjórða sæti listans. Árangur hennar einnar vegur aðeins upp á móti hrakförum kvennanna í "Karlabæ" um næstliðna helgi. Þarna sannast enn og aftur að fólk úr íþróttahreyfingunni á oft auðvelt með að komast áfram í pólitík.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun