RÚV áfram í ríkiseign 25. janúar 2006 00:01 Loks hyllir undir að samþykkt verði ný lög um Ríkisútvarpið, og er löngu tími til kominn að svo verði. Hver menntamálaráðherrann af öðrum úr ýmsum flokkum hefur haft þetta mál á stefnuskrá sinni. Skipaðar hafa verið ótal nefndir og starfshópar til að gera tillögur um framtíðarskipan Ríkisútvarpsins, en fram til þessa hefur aldrei náðst pólitísk sátt um málið, og á meðan hefur Ríkisútvarpinu blætt út. Þetta hefur haft vond áhrif á starfsemina og ekki síður starfsmenn sem ávallt hafa þó lifað í voninni um að birti til og framundan væri betri tíð með blóm í haga. Það er því mikilvægt að hugað sé vel að rétti starfsmanna RÚV í hlutafélagsforminu, og réttur þeirra sé í engu fyrir borð borinn. Að þessu sinni hefur niðurstaðan orðið sú að gera Ríkisútvarpið að sjálfstæðu hlutafélagi í eigu ríkisins. Sá varnagli er sleginn í fyrstu grein frumvarpsins að sala félagsins eða hluta þess, sameining þess við önnur félög eða slit þess er óheimil. Með orðalaginu á greininni er verið að stinga upp í þá í stjórnarflokkunum sem voru eða eru andvígir því að stofnunin sé gerð að hlutafélagi. Ríkisútvarpið þarf fyrst og fremst að standa vörð um menninguna og menningararfinn, veita góða fréttaþjónustu og sinna ýmsum öðrum verkefnum sem til falla á hverjum tíma. Aðrir ljósvakamiðlar eru fullfærir um að sinna mörgum þeim verkefnum sem Ríkisútvarpið hefur sinnt. Á allra síðustu árum hefur fjölmiðlaumhverfið á Íslandi gjörbreyst, og ef vel hefði verið að verki staðið hefði átt að vera búið að endurskoða eða setja ný lög um Ríkisútvarpið fyrir löngu, rétt eins og víða í nágrannalöndunum. Jafnhliða breytingum á fjölmiðlaumhverfinu hefur hlutverk stofnunarinnar í þjóðlífinu breyst. Hér verður væntanlega áfram starfrækt öflugt ríkisútvarp líkt og í flestum öðrum löndum, en það þarf að marka því ákveðinn bás og taka mið af þjóðfélagsbreytingum. Þrátt fyrir tilkomu öflugra einkastöðva í löndum Vestur-Evrópu hafa ríkisútvörp þar haldið velli. Víðast hvar eru innheimt afnotagjöld líkt og hér, en í Skandinavíu hafa ekki verið auglýsingar í hefðbundnum ríkisfjölmiðlum og það sama á við um Bretland svo dæmi séu nefnd. Kostun viðgengst hins vegar víðast hvar í Vestur-Evrópu og virðist fara vaxandi frekar en hitt. Norrænir gestir sem lagt hafa leið sína hingað til lands hafa oft rekið upp stór augu þegar þeir hafa uppgötvað að hér eru auglýsingar í ríkisfjölmiðlum. Útvarpsauglýsingar hér eiga að baki 75 ára sögu, og eru orðnar hluti af menningu þjóðarinnar. Öðru máli gegnir um auglýsingar í Sjónvarpinu, sem hafa reyndar verið þar fastur liður allt frá stofnun þess árið 1966. Núverandi útvarpsstjóri hefur lýst þeirri skoðun sinni opinberlega yfir að Ríkisútvarpið ætti að fara af auglýsingamarkaði. Það er hægt að taka undir þetta sjónarmið hans hvað varðar auglýsingar í Sjónvarpinu, ekki í Útvarpinu. Það er svo stór spurning hvernig á að bregðast við tekjutapinu, og vonandi verður það ekki með því að auka kostun í Sjónvarpinu, því þar með er dagskrárvaldið komið til fjársterkra fyrirtækja eins og dæmin sanna. Ríkisútvarpið þarf fyrst og fremst að standa vörð um menninguna og menningararfinn, veita góða fréttaþjónustu og sinna ýmsum öðrum verkefnum sem til falla á hverjum tíma. Aðrir ljósvakamiðlar eru fullfærir um að sinna mörgum þeim verkefnum sem Ríkisútvarpið hefur sinnt á undanförnum árum og með sterkum ljósvakamiðlum í eigu ríkisins og á einkamarkaði skapast samkeppni sem nauðsynleg er í fjölmiðlarekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Loks hyllir undir að samþykkt verði ný lög um Ríkisútvarpið, og er löngu tími til kominn að svo verði. Hver menntamálaráðherrann af öðrum úr ýmsum flokkum hefur haft þetta mál á stefnuskrá sinni. Skipaðar hafa verið ótal nefndir og starfshópar til að gera tillögur um framtíðarskipan Ríkisútvarpsins, en fram til þessa hefur aldrei náðst pólitísk sátt um málið, og á meðan hefur Ríkisútvarpinu blætt út. Þetta hefur haft vond áhrif á starfsemina og ekki síður starfsmenn sem ávallt hafa þó lifað í voninni um að birti til og framundan væri betri tíð með blóm í haga. Það er því mikilvægt að hugað sé vel að rétti starfsmanna RÚV í hlutafélagsforminu, og réttur þeirra sé í engu fyrir borð borinn. Að þessu sinni hefur niðurstaðan orðið sú að gera Ríkisútvarpið að sjálfstæðu hlutafélagi í eigu ríkisins. Sá varnagli er sleginn í fyrstu grein frumvarpsins að sala félagsins eða hluta þess, sameining þess við önnur félög eða slit þess er óheimil. Með orðalaginu á greininni er verið að stinga upp í þá í stjórnarflokkunum sem voru eða eru andvígir því að stofnunin sé gerð að hlutafélagi. Ríkisútvarpið þarf fyrst og fremst að standa vörð um menninguna og menningararfinn, veita góða fréttaþjónustu og sinna ýmsum öðrum verkefnum sem til falla á hverjum tíma. Aðrir ljósvakamiðlar eru fullfærir um að sinna mörgum þeim verkefnum sem Ríkisútvarpið hefur sinnt. Á allra síðustu árum hefur fjölmiðlaumhverfið á Íslandi gjörbreyst, og ef vel hefði verið að verki staðið hefði átt að vera búið að endurskoða eða setja ný lög um Ríkisútvarpið fyrir löngu, rétt eins og víða í nágrannalöndunum. Jafnhliða breytingum á fjölmiðlaumhverfinu hefur hlutverk stofnunarinnar í þjóðlífinu breyst. Hér verður væntanlega áfram starfrækt öflugt ríkisútvarp líkt og í flestum öðrum löndum, en það þarf að marka því ákveðinn bás og taka mið af þjóðfélagsbreytingum. Þrátt fyrir tilkomu öflugra einkastöðva í löndum Vestur-Evrópu hafa ríkisútvörp þar haldið velli. Víðast hvar eru innheimt afnotagjöld líkt og hér, en í Skandinavíu hafa ekki verið auglýsingar í hefðbundnum ríkisfjölmiðlum og það sama á við um Bretland svo dæmi séu nefnd. Kostun viðgengst hins vegar víðast hvar í Vestur-Evrópu og virðist fara vaxandi frekar en hitt. Norrænir gestir sem lagt hafa leið sína hingað til lands hafa oft rekið upp stór augu þegar þeir hafa uppgötvað að hér eru auglýsingar í ríkisfjölmiðlum. Útvarpsauglýsingar hér eiga að baki 75 ára sögu, og eru orðnar hluti af menningu þjóðarinnar. Öðru máli gegnir um auglýsingar í Sjónvarpinu, sem hafa reyndar verið þar fastur liður allt frá stofnun þess árið 1966. Núverandi útvarpsstjóri hefur lýst þeirri skoðun sinni opinberlega yfir að Ríkisútvarpið ætti að fara af auglýsingamarkaði. Það er hægt að taka undir þetta sjónarmið hans hvað varðar auglýsingar í Sjónvarpinu, ekki í Útvarpinu. Það er svo stór spurning hvernig á að bregðast við tekjutapinu, og vonandi verður það ekki með því að auka kostun í Sjónvarpinu, því þar með er dagskrárvaldið komið til fjársterkra fyrirtækja eins og dæmin sanna. Ríkisútvarpið þarf fyrst og fremst að standa vörð um menninguna og menningararfinn, veita góða fréttaþjónustu og sinna ýmsum öðrum verkefnum sem til falla á hverjum tíma. Aðrir ljósvakamiðlar eru fullfærir um að sinna mörgum þeim verkefnum sem Ríkisútvarpið hefur sinnt á undanförnum árum og með sterkum ljósvakamiðlum í eigu ríkisins og á einkamarkaði skapast samkeppni sem nauðsynleg er í fjölmiðlarekstri.