Málið sett í nefnd 28. janúar 2006 00:01 Það er fróðlegt og allt að því skemmtilegt að skoða upplýsingar um allar þær nefndir sem starfa á vegum eða í tengslum við ráðuneyti íslenska stjórnarráðsins. Listinn er langur og þegar allt er talið kemur í ljós að nefndir, stjórnir, ráð og starfshópar sem getið er á heimasíðum ráðuneytanna eru alls 721. Nefndirnar eru af ýmsu tagi og hlutverk þeirra eru mörg og misjöfn. Sumar starfa samkvæmt lögum frá Alþingi en aðrar hafa ráðherrar sett á fót til að sinna tilteknu verkefni. Sumum er gert að starfa í tiltekinn tíma en aðrar hafa verið til um langt skeið og verða sjálfsagt áfram. Nöfn sumra nefndanna eru vel gegnsæ og augljóst hver verkefni eru. "Starfshópur um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga", sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, er dæmi um slíkt, í það minnsta er auðvelt að draga þá ályktun að verksviðið sé einfaldlega að fjalla um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga. Erfiðara er hins vegar að ráða í hlutverk "vinnuhóps vegna fulltrúa þeirra sem koma að framkvæmd þjónustunnar og málefnum starfsmanna", en sá ágæti vinnuhópur heyrir undir félagsmálaráðherra. Reyndar er tekið fram á síðu félagsmálaráðuneytisins að vinnuhópurinn sé skipaður í tengslum við stefnumótun ráðuneytisins í málefnum fatlaðra. En er einhver nokkru nær um hlutverkið? Í félagsmálaráðuneytinu starfar einnig "starfshópur um mörk sveitarfélaga til hafsins". Aðkallandi mál er í nefnd í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en þar er að störfum "nefnd um bættar svæðisbundnar tölfræðiupplýsingar". Önnur og ekki síður aðkallandi er "nefnd um uppfinningar starfsmanna". "Nefnd sem fylgjast skal með því að ekki verði misræmi í kennslu og kennsluaðstöðu við framkvæmd námskeiða fyrir vélgæslumenn" starfar á vegum menntamálaráðuneytisins og "kartöfluútsæðisnefnd" er undir hatti landbúnaðarráðuneytisins. Hlutverk hennar er: 1. Að beita sér fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu innlendu útsæði af þeim afbrigðum sem hér henta best til ræktunar. Skal nefndin stuðla að því að heimild fáist til útsæðisframleiðslu á eftirsóttum afbrigðum, þegar slík framleiðsla er háð samkomulagi við handhafa kynbótaréttar. 2. Að ákveða hvaða afbrigði skulu tekin með í stofnræktun og einnig að ákveða hvaða framleiðendur skulu teljast stofnræktendur og gera við þá ræktunarsamninga samkvæmt ákvæðum 16. gr. reglugerðar nr. 66/1987. 3. Að fylgjast með framkvæmd framangreindrar reglugerðar. Og áfram skal haldið. "Samráðsnefnd um undirboðs- og jöfnunartolla", "nefnd um gæðamat á dúni", "nefnd um eflingu ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum", "samráðsnefnd um neysluvatn" og "nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu" eru dæmi um nefndir sem ráðuneytin hafa á sínum snærum. Og ein skal nefnd til viðbótar, tengslanefnd heitir hún og starfar á vegum utanríkisráðuneytisins. Hlutverk hennar er að auka tengsl varnarliðsmanna við íslenskt þjóðlíf og menningu. Ríkisvaldið hefur löngum haft það orð á sér að vilji það svæfa mál þá sé það sett í nefnd. Sé eitthvað hæft í þeim orðum hefur tekist býsna vel til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun
Það er fróðlegt og allt að því skemmtilegt að skoða upplýsingar um allar þær nefndir sem starfa á vegum eða í tengslum við ráðuneyti íslenska stjórnarráðsins. Listinn er langur og þegar allt er talið kemur í ljós að nefndir, stjórnir, ráð og starfshópar sem getið er á heimasíðum ráðuneytanna eru alls 721. Nefndirnar eru af ýmsu tagi og hlutverk þeirra eru mörg og misjöfn. Sumar starfa samkvæmt lögum frá Alþingi en aðrar hafa ráðherrar sett á fót til að sinna tilteknu verkefni. Sumum er gert að starfa í tiltekinn tíma en aðrar hafa verið til um langt skeið og verða sjálfsagt áfram. Nöfn sumra nefndanna eru vel gegnsæ og augljóst hver verkefni eru. "Starfshópur um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga", sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, er dæmi um slíkt, í það minnsta er auðvelt að draga þá ályktun að verksviðið sé einfaldlega að fjalla um verðlagningu og aðgengi opinberra upplýsinga. Erfiðara er hins vegar að ráða í hlutverk "vinnuhóps vegna fulltrúa þeirra sem koma að framkvæmd þjónustunnar og málefnum starfsmanna", en sá ágæti vinnuhópur heyrir undir félagsmálaráðherra. Reyndar er tekið fram á síðu félagsmálaráðuneytisins að vinnuhópurinn sé skipaður í tengslum við stefnumótun ráðuneytisins í málefnum fatlaðra. En er einhver nokkru nær um hlutverkið? Í félagsmálaráðuneytinu starfar einnig "starfshópur um mörk sveitarfélaga til hafsins". Aðkallandi mál er í nefnd í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu en þar er að störfum "nefnd um bættar svæðisbundnar tölfræðiupplýsingar". Önnur og ekki síður aðkallandi er "nefnd um uppfinningar starfsmanna". "Nefnd sem fylgjast skal með því að ekki verði misræmi í kennslu og kennsluaðstöðu við framkvæmd námskeiða fyrir vélgæslumenn" starfar á vegum menntamálaráðuneytisins og "kartöfluútsæðisnefnd" er undir hatti landbúnaðarráðuneytisins. Hlutverk hennar er: 1. Að beita sér fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu innlendu útsæði af þeim afbrigðum sem hér henta best til ræktunar. Skal nefndin stuðla að því að heimild fáist til útsæðisframleiðslu á eftirsóttum afbrigðum, þegar slík framleiðsla er háð samkomulagi við handhafa kynbótaréttar. 2. Að ákveða hvaða afbrigði skulu tekin með í stofnræktun og einnig að ákveða hvaða framleiðendur skulu teljast stofnræktendur og gera við þá ræktunarsamninga samkvæmt ákvæðum 16. gr. reglugerðar nr. 66/1987. 3. Að fylgjast með framkvæmd framangreindrar reglugerðar. Og áfram skal haldið. "Samráðsnefnd um undirboðs- og jöfnunartolla", "nefnd um gæðamat á dúni", "nefnd um eflingu ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum", "samráðsnefnd um neysluvatn" og "nefnd sem fylgist með vistunarmati aldraðra á landsvísu" eru dæmi um nefndir sem ráðuneytin hafa á sínum snærum. Og ein skal nefnd til viðbótar, tengslanefnd heitir hún og starfar á vegum utanríkisráðuneytisins. Hlutverk hennar er að auka tengsl varnarliðsmanna við íslenskt þjóðlíf og menningu. Ríkisvaldið hefur löngum haft það orð á sér að vilji það svæfa mál þá sé það sett í nefnd. Sé eitthvað hæft í þeim orðum hefur tekist býsna vel til.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun