Upplýsingar óskast um góðverk 30. janúar 2006 00:01 Í dag ýtir Fréttablaðið úr vör nýjum verðlaunum með því að spyrja ykkur, lesendur góðir, hvort þið hafið orðið vitni að góðverki? Ef svo er viljum við biðja ykkur um að deila því með okkur og senda tilnefningar til blaðsins með nöfnum þess fólks sem þið teljið að hafi á einhvern hátt látið sérstaklega gott af sér leiða og með því bætt íslenskt samfélag. Þeir sem skara fram úr í þeim hópi munu hljóta Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem verða afhent í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn þann 23. febrúar. Það hefur verið sagt um fjölmiðla að þeir geri ekki annað en að spegla það samfélag sem þeir eru hluti af. Þetta er vissulega rétt, en þar með er ekki sagt að fjölmiðlar geti skotið sér undan ábyrgð á því hvernig mynd þeir bregða upp af umhverfi sínu; hvort áherslan sé úr hófi á hið neikvæða og skelfilega í lífinu frekar en hið góða og jákvæða. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, vakti athygli á því í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að þrátt fyrir blóði drifnar fréttir af ástandi heimsins sýndi ný ítarleg rannsókn Human Security Report 2005 að árið 2004 voru skráð átök á heimsvísu 40 prósent færri en rúmlega áratugi fyrr og að fjöldamorðum hefði fækkað um 80 prósent frá því í byrjun níunda áratugarins. Sem sagt, að þrátt fyrir hina nöturlegu heimsmynd sem birtist í fjölmiðlum er staðreyndin sú að heimur batnandi fer. Ef við lítum okkur nær er svipaða sögu að segja um þá mynd sem við íslenskir fjölmiðlamenn bregðum upp af okkar nánasta umhverfi. Þrátt fyrir að skýrslur og tölfræði lögreglunnar segi okkur að alvarlegum ofbeldisbrotum og glæpum almennt fari stöðugt fækkandi virðist einhver óskilgreindur ótti stigmagnast í samfélaginu. Nýleg skoðanakönnun sýnir til dæmis að allt að 80 prósent Reykvíkinga eru hræddir við að vera á ferð í miðbænum eftir að skyggja tekur. Sem íbúi í miðbænum til margra ára get ég fullyrt að sá háski sem á að vera þar viðvarandi er stórkostlega ýktur, enda sýndi sama könnun að því fjær sem fólk bjó frá miðbænum og því sjaldnar sem það kom þangað, því meira óttaðist það hann. Á hverju byggist þá hræðslan? Tæplega öðru en þeim veruleika sem fjölmiðlar kjósa að sýna. Og það er mikið alvörumál, því ótti skerðir lífsgæði fólks. Í grein sinni vitnaði Árni Snævarr í orð Gareth Evans, forseta International Crisis Group og fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu, sem fangaði þennan veruleika fjölmiðlanna í hnotskurn þegar hann sagði að bestu fréttirnar séu þær sem komist ekki í kvöldfréttirnar, sögur um hunda sem ekki gelta. Eða hvenær má sjá fyrirsögnina: Stríð braust ekki út, á síðum dagblaðanna? Í Fréttablaðinu í gær var einmitt frétt af þeirri ætt, en hún fékk ekki mikið pláss heldur lét lítið yfir sér í eindálki á blaðsíðu 6 undir fyrirsögninni Helmingi færri brjóta af sér nú en þar sagði frá því að hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði á þremur árum. Vissulega mjög ánægjuleg tíðindi sem segja okkur að Hafnarfjörður sé betri bær en áður til að búa sér heimili. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru lóð á vogarskálar jákvæðari frétta. Við vitum að sögur af hetjum hvunndagsins eru þarna úti. Nú er komið að ykkur, lesendur góðir, að koma þeim á framfæri við okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í dag ýtir Fréttablaðið úr vör nýjum verðlaunum með því að spyrja ykkur, lesendur góðir, hvort þið hafið orðið vitni að góðverki? Ef svo er viljum við biðja ykkur um að deila því með okkur og senda tilnefningar til blaðsins með nöfnum þess fólks sem þið teljið að hafi á einhvern hátt látið sérstaklega gott af sér leiða og með því bætt íslenskt samfélag. Þeir sem skara fram úr í þeim hópi munu hljóta Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem verða afhent í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn þann 23. febrúar. Það hefur verið sagt um fjölmiðla að þeir geri ekki annað en að spegla það samfélag sem þeir eru hluti af. Þetta er vissulega rétt, en þar með er ekki sagt að fjölmiðlar geti skotið sér undan ábyrgð á því hvernig mynd þeir bregða upp af umhverfi sínu; hvort áherslan sé úr hófi á hið neikvæða og skelfilega í lífinu frekar en hið góða og jákvæða. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, vakti athygli á því í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að þrátt fyrir blóði drifnar fréttir af ástandi heimsins sýndi ný ítarleg rannsókn Human Security Report 2005 að árið 2004 voru skráð átök á heimsvísu 40 prósent færri en rúmlega áratugi fyrr og að fjöldamorðum hefði fækkað um 80 prósent frá því í byrjun níunda áratugarins. Sem sagt, að þrátt fyrir hina nöturlegu heimsmynd sem birtist í fjölmiðlum er staðreyndin sú að heimur batnandi fer. Ef við lítum okkur nær er svipaða sögu að segja um þá mynd sem við íslenskir fjölmiðlamenn bregðum upp af okkar nánasta umhverfi. Þrátt fyrir að skýrslur og tölfræði lögreglunnar segi okkur að alvarlegum ofbeldisbrotum og glæpum almennt fari stöðugt fækkandi virðist einhver óskilgreindur ótti stigmagnast í samfélaginu. Nýleg skoðanakönnun sýnir til dæmis að allt að 80 prósent Reykvíkinga eru hræddir við að vera á ferð í miðbænum eftir að skyggja tekur. Sem íbúi í miðbænum til margra ára get ég fullyrt að sá háski sem á að vera þar viðvarandi er stórkostlega ýktur, enda sýndi sama könnun að því fjær sem fólk bjó frá miðbænum og því sjaldnar sem það kom þangað, því meira óttaðist það hann. Á hverju byggist þá hræðslan? Tæplega öðru en þeim veruleika sem fjölmiðlar kjósa að sýna. Og það er mikið alvörumál, því ótti skerðir lífsgæði fólks. Í grein sinni vitnaði Árni Snævarr í orð Gareth Evans, forseta International Crisis Group og fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu, sem fangaði þennan veruleika fjölmiðlanna í hnotskurn þegar hann sagði að bestu fréttirnar séu þær sem komist ekki í kvöldfréttirnar, sögur um hunda sem ekki gelta. Eða hvenær má sjá fyrirsögnina: Stríð braust ekki út, á síðum dagblaðanna? Í Fréttablaðinu í gær var einmitt frétt af þeirri ætt, en hún fékk ekki mikið pláss heldur lét lítið yfir sér í eindálki á blaðsíðu 6 undir fyrirsögninni Helmingi færri brjóta af sér nú en þar sagði frá því að hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði á þremur árum. Vissulega mjög ánægjuleg tíðindi sem segja okkur að Hafnarfjörður sé betri bær en áður til að búa sér heimili. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru lóð á vogarskálar jákvæðari frétta. Við vitum að sögur af hetjum hvunndagsins eru þarna úti. Nú er komið að ykkur, lesendur góðir, að koma þeim á framfæri við okkur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun