Lífeyrissjóðir standi undir nafni 8. febrúar 2006 03:26 Lífeyrissjóðir landsmanna hafa yfirleitt eflst á síðustu árum, þótt áraskipti hafa verið af ávöxtun sjóðanna vegna ýmissa ytri aðstæðna bæði hér á landi og erlendis. Þeir eru orðnir verulegt afl á fjármálamarkaði hér og hafa í mörgum tilfellum hagnast vel á því, þótt undantekningar séu þar á. Sagt hefur verið að mörg lönd hafi litið öfundaraugum til lífeyrissjóðakerfisins hér á landi og gjarnan viljað búa til sama kerfi fyrir landsmenn sína. Það skýtur þess vegna svolítið skökku við að þeir sem greitt hafa samviskusamlega í lífeyrissjóði sína svo árum skipti fái svo ekki út úr sjóðum sínum það sem þeir höfðu búist við þegar kom að greiðslu lífeyris. Staðreyndir um að hópur bankamanna hafi nú um margra missera skeið staðið í baráttu til að rétta hlut sinn varðandi lífeyrisgreiðslur hafa verið raktar hér á síðum Fréttablaðsins og víðar að undanförnu. Einstaklingar hafa rekið nokkur slík mál fyrir dómstólum, en ekki haft erindi sem erfiði fram til þessa. Dómendur í Hæstarétti skiptust í tvo hópa í afstöðu sinni, en það nægði samt ekki til þess að lífeyrisþegar ynnu málið. Innan tíðar verður væntanlega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur Landsbanka Íslands og tveimur ráðherrum, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, vegna lífeyrisskuldbindinga. Það er Lífeyrissjóður bankamanna sem höfðar málið. Stefna í þessu máli var gefin út um mitt síðsta ár, og af einhverjum ástæðum hefur dregist að taka það fyrir. Gera má ráð fyrir að hér sé um prófmál að ræða sem getur tekið til fjölda manna, og það verður ekki síst fylgst með því vegna þess að um er að ræða mál sem tengist sölu ríkiseigna. Þetta er reyndar ekki eina dæmið um að lífeyrissjóðir hafi skert lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna, því fjöldi manna hefur orðið að una því að réttindagreiðslur úr lífeyrissjóðum sem fólk hefur greitt í svo áratugum skiptir hafa verið skertar. Sumir þessara sjóða hafa verið litlir og vanmáttugir og ekki staðist óvænt áföll, eða þá fjárfestingarstefnan hefur ekki heppnast sem skyldi. Hjá öðrum hefur aukning örorkugreiðslna haft það í för með sér að sjóðirnir hafa orðið að skerða almennar lífeyrisgreiðslur. Allt ber þetta að sama brunni, og það er að lífeyrissjóðirnir séu stórir og sterkir og geti tekist á við hlutverk sitt, sem er að greiða út réttlátan lífeyri og örorkubætur. Þá þarf fjárfestingarstefnan að vera þannig að þeir geti mætt óvæntum áföllum, og því mega þeir ekki hafa öll eggin í sömu körfunni, eins og stjórnendum þeirra núorðið er orðið ljóst. Horfur eru á því að flest allir lífeyrissjóðir landsins hafi verið með góða ávöxtun á síðasta ári, en það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna hið gagnstæða. Góðærið hér og uppgangur á mörgum sviðum skilar sér í góðri afkomu lífeyrissjóðanna og er vonandi að svo verði áfram, svo samviskusamir launþegar þurfi ekki að búa við skert lífeyrisréttindi þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa yfirleitt eflst á síðustu árum, þótt áraskipti hafa verið af ávöxtun sjóðanna vegna ýmissa ytri aðstæðna bæði hér á landi og erlendis. Þeir eru orðnir verulegt afl á fjármálamarkaði hér og hafa í mörgum tilfellum hagnast vel á því, þótt undantekningar séu þar á. Sagt hefur verið að mörg lönd hafi litið öfundaraugum til lífeyrissjóðakerfisins hér á landi og gjarnan viljað búa til sama kerfi fyrir landsmenn sína. Það skýtur þess vegna svolítið skökku við að þeir sem greitt hafa samviskusamlega í lífeyrissjóði sína svo árum skipti fái svo ekki út úr sjóðum sínum það sem þeir höfðu búist við þegar kom að greiðslu lífeyris. Staðreyndir um að hópur bankamanna hafi nú um margra missera skeið staðið í baráttu til að rétta hlut sinn varðandi lífeyrisgreiðslur hafa verið raktar hér á síðum Fréttablaðsins og víðar að undanförnu. Einstaklingar hafa rekið nokkur slík mál fyrir dómstólum, en ekki haft erindi sem erfiði fram til þessa. Dómendur í Hæstarétti skiptust í tvo hópa í afstöðu sinni, en það nægði samt ekki til þess að lífeyrisþegar ynnu málið. Innan tíðar verður væntanlega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur Landsbanka Íslands og tveimur ráðherrum, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, vegna lífeyrisskuldbindinga. Það er Lífeyrissjóður bankamanna sem höfðar málið. Stefna í þessu máli var gefin út um mitt síðsta ár, og af einhverjum ástæðum hefur dregist að taka það fyrir. Gera má ráð fyrir að hér sé um prófmál að ræða sem getur tekið til fjölda manna, og það verður ekki síst fylgst með því vegna þess að um er að ræða mál sem tengist sölu ríkiseigna. Þetta er reyndar ekki eina dæmið um að lífeyrissjóðir hafi skert lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna, því fjöldi manna hefur orðið að una því að réttindagreiðslur úr lífeyrissjóðum sem fólk hefur greitt í svo áratugum skiptir hafa verið skertar. Sumir þessara sjóða hafa verið litlir og vanmáttugir og ekki staðist óvænt áföll, eða þá fjárfestingarstefnan hefur ekki heppnast sem skyldi. Hjá öðrum hefur aukning örorkugreiðslna haft það í för með sér að sjóðirnir hafa orðið að skerða almennar lífeyrisgreiðslur. Allt ber þetta að sama brunni, og það er að lífeyrissjóðirnir séu stórir og sterkir og geti tekist á við hlutverk sitt, sem er að greiða út réttlátan lífeyri og örorkubætur. Þá þarf fjárfestingarstefnan að vera þannig að þeir geti mætt óvæntum áföllum, og því mega þeir ekki hafa öll eggin í sömu körfunni, eins og stjórnendum þeirra núorðið er orðið ljóst. Horfur eru á því að flest allir lífeyrissjóðir landsins hafi verið með góða ávöxtun á síðasta ári, en það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna hið gagnstæða. Góðærið hér og uppgangur á mörgum sviðum skilar sér í góðri afkomu lífeyrissjóðanna og er vonandi að svo verði áfram, svo samviskusamir launþegar þurfi ekki að búa við skert lífeyrisréttindi þegar þar að kemur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun