Það er þetta með ábyrgðina 18. febrúar 2006 00:01 Öll erum við að rogast með einhverskonar ábyrgð í lífinu. Við berum ábyrgð á börnum okkar og fjölskyldu, fjárhag okkar, fyrirtækinu eða vinnunni. Við berum ábyrgð á orðum okkar og athöfnum, framkomu og umhverfinu sem við lifum í. Í pólitíkinni er tekist á um ábyrgð gagnvart samfélaginu. Sumir halda því raunar fram að besta pólitíkin sé sú að hver beri ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum og svo eru hinir sem segja þá ábyrgð hvíla á okkur öllum að gæta bróður síns. Um þetta snýst nútímapólitíkin og er ýmist kölluð frjálshyggja eða félagshyggja og ég ætla nú ekki að fara nánar út í þá sálma. Ekki að sinni. Skoðum hinsvegar veruleikann, eins og hann birtist okkur. Sigurður A Magnússon, þjóðþekktur rithöfundur, sem er orðinn löggilt gamalmenni, upplýsir landa sína, í nýlegri blaðagrein, að hann haldi eftir sjötíu og sex þúsund krónum á mánuði, þegar búið er að greiða skatt af þeirri hungurlús sem honum er skömmtuð úr velferðarkerfinu. Það má svo sem halda því fram að rithöfundurinn geti sjálfum sér um kennt, að hafa ekki þénað meira yfir ævina og flotið sofandi að feigðarósi. Hann ber jú ábyrgð á sjálfum sér. Og svo yppa menn öxlum og fara að reikna út sjálfir, hvað þeir eigi eftir til efri áranna. Gallinn er hinsvegar sá að Sigurður A er ekki einn um það að sitja uppi með ellilífeyri af þessari stærðargráðu. Þúsundir ellilífeyrisþega, jafnvel fólk með góða heilsu og í fullu fjöri, verður að láta af störfum, setjast í helgan stein og treysta á lífeyrisgreiðslur eða ellilífeyri, sem er í námunda við það sem Sigurði er boðið upp á. Á sama tíma og athygli var með þessum hætti vakin á kjörum eldri borgara, þrástagast ráðandi stjórnmálamenn á þeirri staðhæfingu að skattar ellilífeyrisþega lækki og kaupmáttur hækki frá því sem var fyrir tíu, tólf árum síðan. Skattar af hverju og kaupmáttur af hverju?: þeim sjötíu og sex þúsund krónum sem Sigurður og hans líkir halda eftir þegar upp er staðið? Og svo erum við að hreykja okkur af góðu velferðarkerfi! Í þann sama mund og þessi umræða átti sér stað, héldu bankarnir aðalfundi sína og lögðu fram reikninga sína um afkomu og hagnað, sem nemur tugum milljarða. og öll þekkjum við starfslokasamningana margfrægu, þar sem fólk, sem ekki hefur einu sinni náð miðjum aldri, gengur út með tugi milljóna í vasanum. Ekki ætla ég að amast við þessum happdrættisvinningum, hvað þá að gera lítið úr ævintýralegum árangri í bankaviðskiptum. Ég nefni þetta því aðeins til sögunnar, að hér kristallast sá himinn og það haf, sá ójöfnuður, sem nú færist í vöxt í íslensku samfélagi. Sumir fitna á fjósbitanum, meðan aðrir lepja dauðann úr skel. Ég er ekki einn um það að sjá þessa þróun. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbankans og kannske auðugasti maður Íslandssögunnar, sá ástæðu til að minna sameigendur sína og samfélagið í heild á þá ábyrgð sem þessum ójöfnuði fylgir. Hann minnti á hina samfélagslegu ábyrgð, sem menn af hans toga þyrftu að axla. Björgólfur er með báða fætur á jörðinni. Fáa menn þekki ég sem betur eru að því komnir og til þess fallnir að axla ábyrgð ríkidæmis og auðæfa, enda lifað tímana tvenna og þekkir lífskjörin beggja megin borðsins. Viðfangsefni þjóðfélagsins er heldur ekki það að draga úr auðæfum eins né neins, heldur að axla þá ábyrgð og skyldu að leyfa sem flestum að njóta ávaxta allsnægtaborðsins. Í krafti auðæfa, arðs og frelsis á það að vera forgangsverkefni stjórnmálamanna, auðkýfinga og okkar allra, að bæta hag þeirra sem fara á mis við allsnægtirnar. Útrýma fátæktinni. Afnema þann smánarblett þjóðlífsins að eldri borgarar, og aðrir sem eiga undir högg að sækja, búi við sultarlaun. Hversvegna í veröldinni er til dæmis verið að leggja skatt á þá peninga úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingunum, sem eiga að vera fólki til nauðþurfta og mannsæmandi lífsviðurværis? Það er nefnilega þetta með ábyrgðina. Lífsgæðin felast ekki í digrum sjóðum. Þau felast í því að geta látið gott af sér leiða. Ef öðrum líður vel, þá líður þér sjálfum vel. Það er sælla að gefa en þiggja. Það er ekki ný kenning og heldur ekki ný sannindi. Í þeim sannleika liggur hin samfélagslega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun
Öll erum við að rogast með einhverskonar ábyrgð í lífinu. Við berum ábyrgð á börnum okkar og fjölskyldu, fjárhag okkar, fyrirtækinu eða vinnunni. Við berum ábyrgð á orðum okkar og athöfnum, framkomu og umhverfinu sem við lifum í. Í pólitíkinni er tekist á um ábyrgð gagnvart samfélaginu. Sumir halda því raunar fram að besta pólitíkin sé sú að hver beri ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum og svo eru hinir sem segja þá ábyrgð hvíla á okkur öllum að gæta bróður síns. Um þetta snýst nútímapólitíkin og er ýmist kölluð frjálshyggja eða félagshyggja og ég ætla nú ekki að fara nánar út í þá sálma. Ekki að sinni. Skoðum hinsvegar veruleikann, eins og hann birtist okkur. Sigurður A Magnússon, þjóðþekktur rithöfundur, sem er orðinn löggilt gamalmenni, upplýsir landa sína, í nýlegri blaðagrein, að hann haldi eftir sjötíu og sex þúsund krónum á mánuði, þegar búið er að greiða skatt af þeirri hungurlús sem honum er skömmtuð úr velferðarkerfinu. Það má svo sem halda því fram að rithöfundurinn geti sjálfum sér um kennt, að hafa ekki þénað meira yfir ævina og flotið sofandi að feigðarósi. Hann ber jú ábyrgð á sjálfum sér. Og svo yppa menn öxlum og fara að reikna út sjálfir, hvað þeir eigi eftir til efri áranna. Gallinn er hinsvegar sá að Sigurður A er ekki einn um það að sitja uppi með ellilífeyri af þessari stærðargráðu. Þúsundir ellilífeyrisþega, jafnvel fólk með góða heilsu og í fullu fjöri, verður að láta af störfum, setjast í helgan stein og treysta á lífeyrisgreiðslur eða ellilífeyri, sem er í námunda við það sem Sigurði er boðið upp á. Á sama tíma og athygli var með þessum hætti vakin á kjörum eldri borgara, þrástagast ráðandi stjórnmálamenn á þeirri staðhæfingu að skattar ellilífeyrisþega lækki og kaupmáttur hækki frá því sem var fyrir tíu, tólf árum síðan. Skattar af hverju og kaupmáttur af hverju?: þeim sjötíu og sex þúsund krónum sem Sigurður og hans líkir halda eftir þegar upp er staðið? Og svo erum við að hreykja okkur af góðu velferðarkerfi! Í þann sama mund og þessi umræða átti sér stað, héldu bankarnir aðalfundi sína og lögðu fram reikninga sína um afkomu og hagnað, sem nemur tugum milljarða. og öll þekkjum við starfslokasamningana margfrægu, þar sem fólk, sem ekki hefur einu sinni náð miðjum aldri, gengur út með tugi milljóna í vasanum. Ekki ætla ég að amast við þessum happdrættisvinningum, hvað þá að gera lítið úr ævintýralegum árangri í bankaviðskiptum. Ég nefni þetta því aðeins til sögunnar, að hér kristallast sá himinn og það haf, sá ójöfnuður, sem nú færist í vöxt í íslensku samfélagi. Sumir fitna á fjósbitanum, meðan aðrir lepja dauðann úr skel. Ég er ekki einn um það að sjá þessa þróun. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbankans og kannske auðugasti maður Íslandssögunnar, sá ástæðu til að minna sameigendur sína og samfélagið í heild á þá ábyrgð sem þessum ójöfnuði fylgir. Hann minnti á hina samfélagslegu ábyrgð, sem menn af hans toga þyrftu að axla. Björgólfur er með báða fætur á jörðinni. Fáa menn þekki ég sem betur eru að því komnir og til þess fallnir að axla ábyrgð ríkidæmis og auðæfa, enda lifað tímana tvenna og þekkir lífskjörin beggja megin borðsins. Viðfangsefni þjóðfélagsins er heldur ekki það að draga úr auðæfum eins né neins, heldur að axla þá ábyrgð og skyldu að leyfa sem flestum að njóta ávaxta allsnægtaborðsins. Í krafti auðæfa, arðs og frelsis á það að vera forgangsverkefni stjórnmálamanna, auðkýfinga og okkar allra, að bæta hag þeirra sem fara á mis við allsnægtirnar. Útrýma fátæktinni. Afnema þann smánarblett þjóðlífsins að eldri borgarar, og aðrir sem eiga undir högg að sækja, búi við sultarlaun. Hversvegna í veröldinni er til dæmis verið að leggja skatt á þá peninga úr lífeyrissjóðum eða almannatryggingunum, sem eiga að vera fólki til nauðþurfta og mannsæmandi lífsviðurværis? Það er nefnilega þetta með ábyrgðina. Lífsgæðin felast ekki í digrum sjóðum. Þau felast í því að geta látið gott af sér leiða. Ef öðrum líður vel, þá líður þér sjálfum vel. Það er sælla að gefa en þiggja. Það er ekki ný kenning og heldur ekki ný sannindi. Í þeim sannleika liggur hin samfélagslega ábyrgð.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun