Bara í plati eða alvöru? 21. febrúar 2006 03:45 Hvað er raunveruleiki? Hvenær er bara "allt í plati" og hvenær "í alvörunni"? Stundum er eins og við fjarlægjumst hið raunverulega líf með hverjum deginum. Veraldlegir hlutir skipta æ meira máli, við þurfum að vera falleg samkvæmt stöðlum tískutímarita og tískusjónvarpsþátta, heimilin okkar eiga að líta út eins og myndirnar í húsum og híbýlum heimsins og lífið okkar almennt að vera fullkomið samkvæmt tilbúnum stöðlum sem eiga ekkert sameiginlegt með raunverulegu lífi venjulegs fólks.Það er ekki skrítið þótt þunglyndi, offita og ýmsir streitusjúkdómar sæki á okkur í æ meira mæli því enginn getur í raun lifað lífi sínu samkvæmt þessum gervistöðlum en of margir reyna enda stöðugur þrýstingur úr öllum áttum. Nú er svo komið fyrir okkur í þessari tilbúnu veröld sem við keppumst við að lifa í að íslenskir karlmenn hafa týnt raunveruleikaskyninu og telja persónu í leikriti kynþokkafyllstu konu landsins. Þessi persóna er reyndar bráðskemmtileg og lætur okkur horfa í spegil, þar sem við horfum á ýkta mynd af okkur sjálfum. En heldur finnst mér illa komið fyrir þeim íslensku karlmönnum sem finnst sögupersóna í leikriti eftirsóknarverðari en raunveruleg kona. Það kann hinsvegar að vera flott hugmynd að senda slíka sögupersónu sem fulltrúa okkar til útlanda. Silvía Nótt er persónugervingur tilgerðarinnar og ímyndar tískunnar, sem verður æ öfgafyllri. Sem slík er hún úthugsuð og vel samin. En hún er nákvæmlega það, úthugsuð og samin en ekki raunveruleg. Og höfundar Silvíu Nætur mega aldrei gleyma því að líklega er stærsti hluti áhorfendahópsins börn og unglingar sem hafa ekki þroska til að meta hvað er "allt í plati" og hvað "í alvörunni". Mörg atriði í leikritinu Silvía Nótt hafa verið bráðfyndin og skemmtileg en stundum fara höfundar yfir strik velsæmismarka flestra og þurfa þá að hafa í hug viðkvæman aðdáendahóp sinn. Vandi fylgir vegsemd hverri og það fylgir því ábyrgð að vera fræg fyrirmynd. En sýndarveruleikinn speglast víðar. Grunnskólanemendur hópast á árshátíðir eftir fyrirmynd úr bandarískum kvikmyndum og limósínur, brúnkumeðferðir, hárgreiðsla, förðun og ný föt eru bara eðlilegur hluti undirbúnings og atburðar. Enda hefur unglingum alltaf legið á að fullorðnast og þessar fyrirmyndir líklega sýnilegastar í heimi þeirra. Svo má velta því fyrir sér hvar mörk raunveruleikans og sýndarveruleikans liggi og hver eigi að ákveða það. Kannski hafa þau aldrei verið til og þótt svo hafi verið eru þau kannski horfin núna. Við sem eigum að teljast fullorðin megum þó aldrei gleyma ábyrgð okkar sem fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma, fyrirmyndir barna og unglinga, og eitt mikilvægasta verkefni hvers uppalanda er að kenna börnunum að greina hismið frá kjarnanum, átta sig á því hvað skiptir máli í þessu lífi og hvort er mikilvægara, nýtt sófasett eða kærleikur, svo dæmi séu tekin. Það er hinsvegar erfitt að meta samtímann enda erum við öll hluti af honum og lifum í þessu lífi frá degi til dags. Gaman væri að geta verið fluga á vegg þegar lærðir spekingar meta okkar nútíma eftir 30-40 ár. Alveg eins og það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með og jafnvel taka þátt í miklum umræðum um hina margfrægu "68 kynslóð og það sem hún stóð fyrir. Eini gallinn við þá umræðu er að stærsti hluti þátttakenda er einmitt af þeirri kynslóð og lítur nú um öxl og metur eigið líf, þrjátíu árum síðar. En hvað munu spakir menn og konur segja eftir 30-50 ár um þessa gerviveröld sem við lifum í nú? Verður þá e.t.v. búið að stíga skrefið til fulls og við horfin inn í sýndarveruleika? Því hefur oft verið haldið fram að lífið fari í hringi og allt komi aftur. Mér finnst löngu kominn tími á ákveðið afturhvarf og ásókn í aðra hluti en bíla, hús og dót af ýmsum toga. Vissulega aðhyllist stór hópur fólks önnur og vonandi mikilvægari gildi og leitar innihalds í líf sitt með ýmsum hætti, öðrum en innkaupum af ýmsum toga. En einhvern veginn er áreiti sýndarveruleikans gríðarlega sterkt. Í viðtali í einu helgarblaðanna sögðu hjón, nýkomin til Íslands eftir margra ára dvöl erlendis, að kaupáreitið hér væri gríðarlegt. Um það verður varla deilt og flestir taka þátt í darraðardansinum með einhverjum hætti. Hagvöxtur er mikilvægari en góð heilsa, sem sést best í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, sem við auðvitað kusum til að stjórna þessu samfélagi. En hvað skiptir mestu máli þegar upp er staðið og litið um öxl í lok ævidagsins? Svari nú hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Hvað er raunveruleiki? Hvenær er bara "allt í plati" og hvenær "í alvörunni"? Stundum er eins og við fjarlægjumst hið raunverulega líf með hverjum deginum. Veraldlegir hlutir skipta æ meira máli, við þurfum að vera falleg samkvæmt stöðlum tískutímarita og tískusjónvarpsþátta, heimilin okkar eiga að líta út eins og myndirnar í húsum og híbýlum heimsins og lífið okkar almennt að vera fullkomið samkvæmt tilbúnum stöðlum sem eiga ekkert sameiginlegt með raunverulegu lífi venjulegs fólks.Það er ekki skrítið þótt þunglyndi, offita og ýmsir streitusjúkdómar sæki á okkur í æ meira mæli því enginn getur í raun lifað lífi sínu samkvæmt þessum gervistöðlum en of margir reyna enda stöðugur þrýstingur úr öllum áttum. Nú er svo komið fyrir okkur í þessari tilbúnu veröld sem við keppumst við að lifa í að íslenskir karlmenn hafa týnt raunveruleikaskyninu og telja persónu í leikriti kynþokkafyllstu konu landsins. Þessi persóna er reyndar bráðskemmtileg og lætur okkur horfa í spegil, þar sem við horfum á ýkta mynd af okkur sjálfum. En heldur finnst mér illa komið fyrir þeim íslensku karlmönnum sem finnst sögupersóna í leikriti eftirsóknarverðari en raunveruleg kona. Það kann hinsvegar að vera flott hugmynd að senda slíka sögupersónu sem fulltrúa okkar til útlanda. Silvía Nótt er persónugervingur tilgerðarinnar og ímyndar tískunnar, sem verður æ öfgafyllri. Sem slík er hún úthugsuð og vel samin. En hún er nákvæmlega það, úthugsuð og samin en ekki raunveruleg. Og höfundar Silvíu Nætur mega aldrei gleyma því að líklega er stærsti hluti áhorfendahópsins börn og unglingar sem hafa ekki þroska til að meta hvað er "allt í plati" og hvað "í alvörunni". Mörg atriði í leikritinu Silvía Nótt hafa verið bráðfyndin og skemmtileg en stundum fara höfundar yfir strik velsæmismarka flestra og þurfa þá að hafa í hug viðkvæman aðdáendahóp sinn. Vandi fylgir vegsemd hverri og það fylgir því ábyrgð að vera fræg fyrirmynd. En sýndarveruleikinn speglast víðar. Grunnskólanemendur hópast á árshátíðir eftir fyrirmynd úr bandarískum kvikmyndum og limósínur, brúnkumeðferðir, hárgreiðsla, förðun og ný föt eru bara eðlilegur hluti undirbúnings og atburðar. Enda hefur unglingum alltaf legið á að fullorðnast og þessar fyrirmyndir líklega sýnilegastar í heimi þeirra. Svo má velta því fyrir sér hvar mörk raunveruleikans og sýndarveruleikans liggi og hver eigi að ákveða það. Kannski hafa þau aldrei verið til og þótt svo hafi verið eru þau kannski horfin núna. Við sem eigum að teljast fullorðin megum þó aldrei gleyma ábyrgð okkar sem fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma, fyrirmyndir barna og unglinga, og eitt mikilvægasta verkefni hvers uppalanda er að kenna börnunum að greina hismið frá kjarnanum, átta sig á því hvað skiptir máli í þessu lífi og hvort er mikilvægara, nýtt sófasett eða kærleikur, svo dæmi séu tekin. Það er hinsvegar erfitt að meta samtímann enda erum við öll hluti af honum og lifum í þessu lífi frá degi til dags. Gaman væri að geta verið fluga á vegg þegar lærðir spekingar meta okkar nútíma eftir 30-40 ár. Alveg eins og það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með og jafnvel taka þátt í miklum umræðum um hina margfrægu "68 kynslóð og það sem hún stóð fyrir. Eini gallinn við þá umræðu er að stærsti hluti þátttakenda er einmitt af þeirri kynslóð og lítur nú um öxl og metur eigið líf, þrjátíu árum síðar. En hvað munu spakir menn og konur segja eftir 30-50 ár um þessa gerviveröld sem við lifum í nú? Verður þá e.t.v. búið að stíga skrefið til fulls og við horfin inn í sýndarveruleika? Því hefur oft verið haldið fram að lífið fari í hringi og allt komi aftur. Mér finnst löngu kominn tími á ákveðið afturhvarf og ásókn í aðra hluti en bíla, hús og dót af ýmsum toga. Vissulega aðhyllist stór hópur fólks önnur og vonandi mikilvægari gildi og leitar innihalds í líf sitt með ýmsum hætti, öðrum en innkaupum af ýmsum toga. En einhvern veginn er áreiti sýndarveruleikans gríðarlega sterkt. Í viðtali í einu helgarblaðanna sögðu hjón, nýkomin til Íslands eftir margra ára dvöl erlendis, að kaupáreitið hér væri gríðarlegt. Um það verður varla deilt og flestir taka þátt í darraðardansinum með einhverjum hætti. Hagvöxtur er mikilvægari en góð heilsa, sem sést best í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, sem við auðvitað kusum til að stjórna þessu samfélagi. En hvað skiptir mestu máli þegar upp er staðið og litið um öxl í lok ævidagsins? Svari nú hver fyrir sig.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun