Vangaveltur um prófkjör 28. febrúar 2006 00:01 Forystukona vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor sagði í útvarpsþætti um daginn eitthvað í þá áttina að hún teldi stjórnmál snúast um lífsviðhorf, meðal annars þess vegna hefði hún efasemdir um prófkjör stjórnmálaflokka sem væru öllum opin, líka þeim sem ekki væru flokksbundnir. Ég er hjartanlega sammála konunni um að stjórnmál snúist um lífsviðhorf en er samt ekki viss um að það leiði mig til sömu niðurstöðu um hvernig haga eigi vali á framboðslista stjórnmálaflokka, eða hverjir megi koma að slíkum ákvörðunum. Það var eftirtektarvert í úrslitum í prófkjöri Samfylkingarinnar á dögunum að starf í þágu flokksins, ef svo má að orði komast, skilaði frambjóðendum ekki þeim árangri sem þeir væntanlega bjuggust við og vonuðust eftir. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, sem í kosningabaráttunni lagði mikla áherslu á starf það sem hann hefði innt af hendi allt frá stofnun flokksins, laut í lægra haldi fyrir þeim sem hafði gengið í flokkinn aðeins nokkrum vikum fyrir prófkjörið. Borgarfulltrúi vinstri grænna sem ekki komst að í eigin flokki náði frábærum árangri, en hvorki formaður ungra jafnaðarmanna né ötull stjórnarmaður í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík komust á blað. Hvað segir þetta? Má draga einhverjar ályktanir af þessu? Í fyrsta lagi er ljóst að hefði prófkjörið verið lokað, þ.e. einungis þeir sem eru flokksbundnir í Samfylkingunni hefðu fengið að kjósa, hefðu mun færri kosið en raun varð á. Í öðru lagi hefðu úrslitin orðið önnur og framboðslistinn því litið öðruvísi út en horfur eru á að hann geri og í þriðja lagi hefði sá framboðslisti væntanlega hugnast mun færri kjósendum en útlit er fyrir að þessi muni gera. Ergo: flest bendir til að með því að leyfa fjölda fólks að hafa áhrif á listann þá verði hann sigurstranglegri en ella hefði orðið. Frambjóðendurnir aðhyllast allir jafnaðarstefnuna sem vissulega er lífsviðhorf og munu væntanlega inna störf sín af hendi í anda þeirrar stefnu. Mér er því illmögulegt að sjá hvernig sú skoðun að stjórnmálavafstur endurspegli lífsviðhorf mæli frekar með eða eigi frekar að leiða til að flokkar hafi opin eða lokuð prófkjör. Væri slík stefna framkvæmd út í ystu æsar mætti jafnvel ímynda sér að flokkar æsktu almennt ekki eftir stuðningi nema innvígðra. Sem auðvitað er næstum ekki annað er útúrsnúningur að stinga upp á. Fólk má ekki gleyma því að prófkjör eru ekki náttúrulögmál. Þau eru ekkert annað en ein leið til að stilla upp framboðslistum, eins og flestar aðrar aðferðir þá geta þau stundum verið góð til þess brúks og stundum ekki. Prófkjör eru góð til endurnýjunar, þess vegna hafa t.d. sitjandi þingmenn minni áhuga á að nota prófkjörsaðferðina en þeir sem ganga með þingmanninn í maganum. Óumdeildir foringjar þurfa ekki að óttast prófkjör en geta haft skoðun á hvort þau séu hentug eða ekki, sterkur foringi hefur auðvitað meiri áhrif á hverjir verða meðreiðarsveinar ef ekki er prófkjör, því þá hefur hann/hún meiri áhrif á hverjir veljast í þau hlutverk. Margir hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem er samfara þátttöku í stórum prófkjörum og segja réttilega að hann geti haft eða beinlínis hafi áhrif á hverjir steypi sér út í slíka baráttu og þar með hvort fólk gefi sig til pólitískra starfa eða ekki. Það er vissulega áhyggjuefni ef sú er raunin og væntanlega ekki í anda jafnaðarmennsku að efnahagur hindri fólk í pólitískum störfum frekar en hann hindri fólk í að afla sér menntunar eða leita sér lækninga. Ég hef heyrt hugmyndir um að nauðsynlegt sé að setja lög um prófkjör. Ég er algjörlega andsnúin slíkum pælingum einmitt vegna þess sem sagt var hér að undan, að prófkjör eru einungis aðferð til að velja fólk á framboðslista. Lög um stjórnmálaflokka eru sett á Alþingi. Stjórnmálaflokkarnir verða síðan hver og einn að setja lög eða reglur um og fyrir sitt fólk, reglurnar verða væntanlega misjafnar enda stjórnmálaflokkarnir misjafnir rétt eins og þau lífsviðhorf sem þeir endurspegla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Forystukona vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor sagði í útvarpsþætti um daginn eitthvað í þá áttina að hún teldi stjórnmál snúast um lífsviðhorf, meðal annars þess vegna hefði hún efasemdir um prófkjör stjórnmálaflokka sem væru öllum opin, líka þeim sem ekki væru flokksbundnir. Ég er hjartanlega sammála konunni um að stjórnmál snúist um lífsviðhorf en er samt ekki viss um að það leiði mig til sömu niðurstöðu um hvernig haga eigi vali á framboðslista stjórnmálaflokka, eða hverjir megi koma að slíkum ákvörðunum. Það var eftirtektarvert í úrslitum í prófkjöri Samfylkingarinnar á dögunum að starf í þágu flokksins, ef svo má að orði komast, skilaði frambjóðendum ekki þeim árangri sem þeir væntanlega bjuggust við og vonuðust eftir. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, sem í kosningabaráttunni lagði mikla áherslu á starf það sem hann hefði innt af hendi allt frá stofnun flokksins, laut í lægra haldi fyrir þeim sem hafði gengið í flokkinn aðeins nokkrum vikum fyrir prófkjörið. Borgarfulltrúi vinstri grænna sem ekki komst að í eigin flokki náði frábærum árangri, en hvorki formaður ungra jafnaðarmanna né ötull stjórnarmaður í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík komust á blað. Hvað segir þetta? Má draga einhverjar ályktanir af þessu? Í fyrsta lagi er ljóst að hefði prófkjörið verið lokað, þ.e. einungis þeir sem eru flokksbundnir í Samfylkingunni hefðu fengið að kjósa, hefðu mun færri kosið en raun varð á. Í öðru lagi hefðu úrslitin orðið önnur og framboðslistinn því litið öðruvísi út en horfur eru á að hann geri og í þriðja lagi hefði sá framboðslisti væntanlega hugnast mun færri kjósendum en útlit er fyrir að þessi muni gera. Ergo: flest bendir til að með því að leyfa fjölda fólks að hafa áhrif á listann þá verði hann sigurstranglegri en ella hefði orðið. Frambjóðendurnir aðhyllast allir jafnaðarstefnuna sem vissulega er lífsviðhorf og munu væntanlega inna störf sín af hendi í anda þeirrar stefnu. Mér er því illmögulegt að sjá hvernig sú skoðun að stjórnmálavafstur endurspegli lífsviðhorf mæli frekar með eða eigi frekar að leiða til að flokkar hafi opin eða lokuð prófkjör. Væri slík stefna framkvæmd út í ystu æsar mætti jafnvel ímynda sér að flokkar æsktu almennt ekki eftir stuðningi nema innvígðra. Sem auðvitað er næstum ekki annað er útúrsnúningur að stinga upp á. Fólk má ekki gleyma því að prófkjör eru ekki náttúrulögmál. Þau eru ekkert annað en ein leið til að stilla upp framboðslistum, eins og flestar aðrar aðferðir þá geta þau stundum verið góð til þess brúks og stundum ekki. Prófkjör eru góð til endurnýjunar, þess vegna hafa t.d. sitjandi þingmenn minni áhuga á að nota prófkjörsaðferðina en þeir sem ganga með þingmanninn í maganum. Óumdeildir foringjar þurfa ekki að óttast prófkjör en geta haft skoðun á hvort þau séu hentug eða ekki, sterkur foringi hefur auðvitað meiri áhrif á hverjir verða meðreiðarsveinar ef ekki er prófkjör, því þá hefur hann/hún meiri áhrif á hverjir veljast í þau hlutverk. Margir hafa áhyggjur af þeim kostnaði sem er samfara þátttöku í stórum prófkjörum og segja réttilega að hann geti haft eða beinlínis hafi áhrif á hverjir steypi sér út í slíka baráttu og þar með hvort fólk gefi sig til pólitískra starfa eða ekki. Það er vissulega áhyggjuefni ef sú er raunin og væntanlega ekki í anda jafnaðarmennsku að efnahagur hindri fólk í pólitískum störfum frekar en hann hindri fólk í að afla sér menntunar eða leita sér lækninga. Ég hef heyrt hugmyndir um að nauðsynlegt sé að setja lög um prófkjör. Ég er algjörlega andsnúin slíkum pælingum einmitt vegna þess sem sagt var hér að undan, að prófkjör eru einungis aðferð til að velja fólk á framboðslista. Lög um stjórnmálaflokka eru sett á Alþingi. Stjórnmálaflokkarnir verða síðan hver og einn að setja lög eða reglur um og fyrir sitt fólk, reglurnar verða væntanlega misjafnar enda stjórnmálaflokkarnir misjafnir rétt eins og þau lífsviðhorf sem þeir endurspegla.