Árangurinn er fagnaðarefni 2. mars 2006 02:57 Lokasprettur uppgjörstíma fyrirtækja er um þessar mundir. Hver methagnaðurinn á fætur öðrum lítur dagsins ljós. Methafinn í ár er Exista, félag sem lýtur stjórn bræðranna sem hafa byggt upp og stjórnað Bakkavör, frá því að það var lítið hrognasöltunarfyrirtæki til þess að verða alþjóðlegur matvælarisi tuttugu árum síðar. Sú vegferð er mikið ævintýri. Þeir bræður eru ekki einir um að hafa notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Á undraskömmum tíma hafa orðið til kaupsýslumenn sem hafa verulegt afl til að sækja fram og styðja við uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Árið í fyrra var ár bankanna. Þeir skiluðu allir methagnaði og hlutabréf þeirra hækkuðu verulega. Við þessa hækkun hefur fjárhagsstaða félaga sem eiga stóra hluti í bönkunum eflst verulega. Afkoman einkennist vissulega af gengishagnaði, en þess gætir oft í umræðu að gengishagnaður sé ekki góður hagnaður. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Fjárfestar geta ekki búist við viðlíka gengishagnaði í framtíðinni og verið hefur að undanförnu, en ólíklegt er að stór hluti þess hagnaðar sem þegar hefur myndast hverfi. Afkoma Exista sýnir glöggt hver staðan er. Exista á ríflega fimmtungshlut í KB banka. Eigið fé félagsins er komið yfir hundrað milljarða og eiginfjárhlutfallið yfir sextíu prósent. Það þýðir að félagið gæti tekið á sig mikla gengislækkun á bréfum KB banka ef svo færi að veruleg áföll yrðu í starfseminni. Þetta skiptir verulegu máli þegar rætt er um stöðugleika fjármálakerfisins. Í eigendahópi bankanna allra eru afar fjársterkir aðilar sem hafa borð fyrir báru ef á móti blæs. Þegar litið er til afkomu banka og stærstu fjárfestingarfélaga sést að hagnaður þeirra er álíka mikill og fjárlög íslenska ríkisins, en það hefði engum dottið í hug fyrir örfáum misserum síðan að gæti orðið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að fagna þessum árangri. Hann sýnir að við höfum nýtt tímann vel meðan hagkerfið hér var í meiri uppsveiflu en í nágrannalöndunum. Sterk staða innanlands hefur verið nýtt til að sækja út. Þar hafa menn nýtt sér þau tækifæri sem leyndust á svartsýnni markaði, þar sem vextir eru í lágmarki. Slíkt virkar auðvitað ekki nema fjárfestingarnar séu arðsamari en fjármagnskostnaðurinn, en sem betur fer virðist það raunin. Eitt af því sem áhyggjur hafa verið af er krosseignarhald á markaðnum. Eftir því sem best verður séð er slíkt ekki stórt vandamál og frekar úr því dregið en hitt. Vissulega er gagnkvæmt eignarhald milli Exista og KB banka, en eignin í KB banka er bókfærð á kaupvirði sem tryggir að hver króna í hagnaði KB banka ferðist ekki marga hringi í uppgjörum félaganna. Þegar vel gengur er ríkt í okkur að telja að það sem við blasir sé of gott til að vera satt. Þannig mátt sjá viðbrögð við lækkunum á gengi krónu og hlutabréfa, eins og um eitthvert hrun væri að ræða. Hlutabréfamarkaður sveiflast og jafnvel þótt vísitala hlutabréfa lækkaði um tug prósenta er tæplega hægt að tala um hrun eftir uppgang síðustu ára. Við höfum aldrei staðið sterkar og hvert sem litið er blasa við ný tækifæri. Og það sem meira er, við búum yfir þekkingu og fjárhagslegum styrk til að nýta þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Lokasprettur uppgjörstíma fyrirtækja er um þessar mundir. Hver methagnaðurinn á fætur öðrum lítur dagsins ljós. Methafinn í ár er Exista, félag sem lýtur stjórn bræðranna sem hafa byggt upp og stjórnað Bakkavör, frá því að það var lítið hrognasöltunarfyrirtæki til þess að verða alþjóðlegur matvælarisi tuttugu árum síðar. Sú vegferð er mikið ævintýri. Þeir bræður eru ekki einir um að hafa notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Á undraskömmum tíma hafa orðið til kaupsýslumenn sem hafa verulegt afl til að sækja fram og styðja við uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Árið í fyrra var ár bankanna. Þeir skiluðu allir methagnaði og hlutabréf þeirra hækkuðu verulega. Við þessa hækkun hefur fjárhagsstaða félaga sem eiga stóra hluti í bönkunum eflst verulega. Afkoman einkennist vissulega af gengishagnaði, en þess gætir oft í umræðu að gengishagnaður sé ekki góður hagnaður. Það er ekki nema hálfur sannleikur. Fjárfestar geta ekki búist við viðlíka gengishagnaði í framtíðinni og verið hefur að undanförnu, en ólíklegt er að stór hluti þess hagnaðar sem þegar hefur myndast hverfi. Afkoma Exista sýnir glöggt hver staðan er. Exista á ríflega fimmtungshlut í KB banka. Eigið fé félagsins er komið yfir hundrað milljarða og eiginfjárhlutfallið yfir sextíu prósent. Það þýðir að félagið gæti tekið á sig mikla gengislækkun á bréfum KB banka ef svo færi að veruleg áföll yrðu í starfseminni. Þetta skiptir verulegu máli þegar rætt er um stöðugleika fjármálakerfisins. Í eigendahópi bankanna allra eru afar fjársterkir aðilar sem hafa borð fyrir báru ef á móti blæs. Þegar litið er til afkomu banka og stærstu fjárfestingarfélaga sést að hagnaður þeirra er álíka mikill og fjárlög íslenska ríkisins, en það hefði engum dottið í hug fyrir örfáum misserum síðan að gæti orðið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að fagna þessum árangri. Hann sýnir að við höfum nýtt tímann vel meðan hagkerfið hér var í meiri uppsveiflu en í nágrannalöndunum. Sterk staða innanlands hefur verið nýtt til að sækja út. Þar hafa menn nýtt sér þau tækifæri sem leyndust á svartsýnni markaði, þar sem vextir eru í lágmarki. Slíkt virkar auðvitað ekki nema fjárfestingarnar séu arðsamari en fjármagnskostnaðurinn, en sem betur fer virðist það raunin. Eitt af því sem áhyggjur hafa verið af er krosseignarhald á markaðnum. Eftir því sem best verður séð er slíkt ekki stórt vandamál og frekar úr því dregið en hitt. Vissulega er gagnkvæmt eignarhald milli Exista og KB banka, en eignin í KB banka er bókfærð á kaupvirði sem tryggir að hver króna í hagnaði KB banka ferðist ekki marga hringi í uppgjörum félaganna. Þegar vel gengur er ríkt í okkur að telja að það sem við blasir sé of gott til að vera satt. Þannig mátt sjá viðbrögð við lækkunum á gengi krónu og hlutabréfa, eins og um eitthvert hrun væri að ræða. Hlutabréfamarkaður sveiflast og jafnvel þótt vísitala hlutabréfa lækkaði um tug prósenta er tæplega hægt að tala um hrun eftir uppgang síðustu ára. Við höfum aldrei staðið sterkar og hvert sem litið er blasa við ný tækifæri. Og það sem meira er, við búum yfir þekkingu og fjárhagslegum styrk til að nýta þau.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun