Ísland færist austur 24. mars 2006 04:14 Margt hefur verið skrifað og sagt í kjölfar yfirlýsingar bandarískra yfirvalda um að herþoturnar fjórar verði sendar burt frá Íslandi næsta haust. Nokkur áhugaverð atriði standa vissulega upp úr varðandi varnar- og öryggismálaþáttinn, eins og það að þeir Halldór Ásgrímsson og Geir Haarde telja ástæðu til að fara í einhverjar viðræður um framhaldið - viðræður sem munu úr því sem komið er ekki geta snúist um margt annað en tæknilega útfærslu á brottför hersins og niðurskurði eða endurskoðun á varnarsamningnum frá 1951. Málflutningur stjórnarandstöðunnar hefur hins vegar verið frekar fyrirsjáanlegur en í sjálfu sér rökréttur og sérstaklega er eðlilegt og þarft að hún hamri á því enn einu sinni að skilgreina hefði þurft fyrir löngu varnarþörfina, einkum þörfina á loftvörnum. Hins vegar má segja, að öðrum ólöstuðum, að ein áhugaverðasta greiningin á því sem gerðist hafi komið frá Íslandsvininum Michael T. Corgan, prófessor í Boston. Corgan hefur oft átt áhugaverð innlegg í íslenska þjóðfélagsumræðu, ekki síst varðandi utanríkismál, enda er hann þar á heimavelli í fagi sínu. Hann dró í viðtali við Kristin Hrafnsson á NFS fram þrjá nátengda þætti, sem skipta máli þegar ákvörðunin um þoturnar er skoðuð. Í fyrsta lagi hve dónaleg aðferðafræðin sem beitt var er gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í öðru lagi að í valdatogstreitunni milli Pentagon og utanríkisráðuneytisins í bandarískri stjórnsýslu hefði Pentagon nú yfirhöndina, sem aftur þýddi að hugmyndafræði diplómatíunnar hefði vikið fyrir hugmyndafræði haukanna. Samhliða bæri ákvörðunin þess æpandi vitni hversu erfið staða Bandaríkjamanna varðandi mannafla og tæki væri í Írak. Í þriðja lagi benti Corgan á þá mikilvægu afleiðingu sem væri rof í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum og að Ísland myndi snúa sér í vaxandi mæli að Evrópustoðinni í NATO og Evrópusambandinu. Það er þetta þriðja atriði í greiningu Corgans sem er sérstaklega athyglisvert og markar mikilvæg tímamót í íslenskri utanríkismálastefnu ef það gengur eftir. Tilviljun réði því að utanríkisráðherra hefur verið á ferð í Evrópu og í Frakklandi síðustu daga og mætir þar miklum áhuga á stöðu Íslands og varnarhagsmunum, sem er til marks um áhugann fyrir málinu í Evrópu. Lok kalda stríðsins kölluðu jú á grundvallarbreytingu á varnarskilgreiningum í Evrópu, og böndin yfir Atlantshafið og varnarsamstarfið sem á þeim byggðust hafa breyst verulega. Evrópusambandið leggur nú mikið kapp á að byggja upp og endurskilgreina utanríkisstefnu sína, ekki síst öryggismálin, en hefur þó talsvert aðrar áherslur en Bandaríkjamenn. Forusta Bandaríkjanna á þessu sviði innan NATO er ekki lengur eins ótvíræð og hún var fyrir fimmtán eða tuttugu árum. Það er þetta endurmat sem ekki hefur farið fram með formlegum og skipulegum hætti hér á landi og skilgreiningar á varnarþörfum miðast enn við fjórar orrustuþotur. Rökin fyrir þessu mati byggja ekki síður á því að þoturnar kalla á þyrlusveit og heilmikið annað stuðningslið, en að í þotunum kunni að vera vörn við hugsanlegri ógn. Hins vegar má fastlega reikna með að ef öryggisógnir okkar væru skilgreindar upp á nýtt kæmi í ljós að landamæravarsla og hvers kyns öryggiskerfi séu jafnvel enn mikilvægari fyrir okkur en hefðbundnar loftvarnir. Að SIS-upplýsingakerfi Schengen-samstarfsins sé í raun mikilvægara en F-14 þoturnar! Schengen-samstarfið beinist austur og innan þess erum við nánast eins og fullgildir meðlimir í ESB og tökum þátt í ákvarðanatöku innan yfirþjóðlegra stofnana hinnar svokölluðu fyrstu stoðar Sambandsins. Ef og þegar öryggismálaumræðan og skilgreiningar almennt breytast, er ekki eðlilegt að menn horfi þá frekar til austurs en vesturs um samstarf? Það er því rétt hjá Corgan að tíðindin við brotthvarf þotnanna felast í þeirri staðreynd að gengisfall varnarsamstarfsins vestur um haf hefur fært Ísland austur á bóginn á þessu sviði. Þetta er svo aftur mikilvægt fyrir samhengi hinnar almennu stjórnmálaumræðu á Íslandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur í tvígang með stuttu millibili lýst framtíðarsýn sinni þannig að Ísland gangi inn í ESB innan áratugs og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur viljað ræða og skoða kosti og galla þess að taka upp evruna. Hugmyndin um Evrópusambandsaðild hefur verið í pólitískri klakabrynju undanfarin ár, en upp á síðkastið hefur verið að brotna og bráðna úr þessari brynju. Hrun diplómatíunnar í Bandaríkjunum og brotthvarf orrustuþotnanna munu trúlega - þegar til lengri tíma er litið - verða einn meginþátturinn í því að brjóta þessa ísbrynju endanlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Margt hefur verið skrifað og sagt í kjölfar yfirlýsingar bandarískra yfirvalda um að herþoturnar fjórar verði sendar burt frá Íslandi næsta haust. Nokkur áhugaverð atriði standa vissulega upp úr varðandi varnar- og öryggismálaþáttinn, eins og það að þeir Halldór Ásgrímsson og Geir Haarde telja ástæðu til að fara í einhverjar viðræður um framhaldið - viðræður sem munu úr því sem komið er ekki geta snúist um margt annað en tæknilega útfærslu á brottför hersins og niðurskurði eða endurskoðun á varnarsamningnum frá 1951. Málflutningur stjórnarandstöðunnar hefur hins vegar verið frekar fyrirsjáanlegur en í sjálfu sér rökréttur og sérstaklega er eðlilegt og þarft að hún hamri á því enn einu sinni að skilgreina hefði þurft fyrir löngu varnarþörfina, einkum þörfina á loftvörnum. Hins vegar má segja, að öðrum ólöstuðum, að ein áhugaverðasta greiningin á því sem gerðist hafi komið frá Íslandsvininum Michael T. Corgan, prófessor í Boston. Corgan hefur oft átt áhugaverð innlegg í íslenska þjóðfélagsumræðu, ekki síst varðandi utanríkismál, enda er hann þar á heimavelli í fagi sínu. Hann dró í viðtali við Kristin Hrafnsson á NFS fram þrjá nátengda þætti, sem skipta máli þegar ákvörðunin um þoturnar er skoðuð. Í fyrsta lagi hve dónaleg aðferðafræðin sem beitt var er gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Í öðru lagi að í valdatogstreitunni milli Pentagon og utanríkisráðuneytisins í bandarískri stjórnsýslu hefði Pentagon nú yfirhöndina, sem aftur þýddi að hugmyndafræði diplómatíunnar hefði vikið fyrir hugmyndafræði haukanna. Samhliða bæri ákvörðunin þess æpandi vitni hversu erfið staða Bandaríkjamanna varðandi mannafla og tæki væri í Írak. Í þriðja lagi benti Corgan á þá mikilvægu afleiðingu sem væri rof í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum og að Ísland myndi snúa sér í vaxandi mæli að Evrópustoðinni í NATO og Evrópusambandinu. Það er þetta þriðja atriði í greiningu Corgans sem er sérstaklega athyglisvert og markar mikilvæg tímamót í íslenskri utanríkismálastefnu ef það gengur eftir. Tilviljun réði því að utanríkisráðherra hefur verið á ferð í Evrópu og í Frakklandi síðustu daga og mætir þar miklum áhuga á stöðu Íslands og varnarhagsmunum, sem er til marks um áhugann fyrir málinu í Evrópu. Lok kalda stríðsins kölluðu jú á grundvallarbreytingu á varnarskilgreiningum í Evrópu, og böndin yfir Atlantshafið og varnarsamstarfið sem á þeim byggðust hafa breyst verulega. Evrópusambandið leggur nú mikið kapp á að byggja upp og endurskilgreina utanríkisstefnu sína, ekki síst öryggismálin, en hefur þó talsvert aðrar áherslur en Bandaríkjamenn. Forusta Bandaríkjanna á þessu sviði innan NATO er ekki lengur eins ótvíræð og hún var fyrir fimmtán eða tuttugu árum. Það er þetta endurmat sem ekki hefur farið fram með formlegum og skipulegum hætti hér á landi og skilgreiningar á varnarþörfum miðast enn við fjórar orrustuþotur. Rökin fyrir þessu mati byggja ekki síður á því að þoturnar kalla á þyrlusveit og heilmikið annað stuðningslið, en að í þotunum kunni að vera vörn við hugsanlegri ógn. Hins vegar má fastlega reikna með að ef öryggisógnir okkar væru skilgreindar upp á nýtt kæmi í ljós að landamæravarsla og hvers kyns öryggiskerfi séu jafnvel enn mikilvægari fyrir okkur en hefðbundnar loftvarnir. Að SIS-upplýsingakerfi Schengen-samstarfsins sé í raun mikilvægara en F-14 þoturnar! Schengen-samstarfið beinist austur og innan þess erum við nánast eins og fullgildir meðlimir í ESB og tökum þátt í ákvarðanatöku innan yfirþjóðlegra stofnana hinnar svokölluðu fyrstu stoðar Sambandsins. Ef og þegar öryggismálaumræðan og skilgreiningar almennt breytast, er ekki eðlilegt að menn horfi þá frekar til austurs en vesturs um samstarf? Það er því rétt hjá Corgan að tíðindin við brotthvarf þotnanna felast í þeirri staðreynd að gengisfall varnarsamstarfsins vestur um haf hefur fært Ísland austur á bóginn á þessu sviði. Þetta er svo aftur mikilvægt fyrir samhengi hinnar almennu stjórnmálaumræðu á Íslandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur í tvígang með stuttu millibili lýst framtíðarsýn sinni þannig að Ísland gangi inn í ESB innan áratugs og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur viljað ræða og skoða kosti og galla þess að taka upp evruna. Hugmyndin um Evrópusambandsaðild hefur verið í pólitískri klakabrynju undanfarin ár, en upp á síðkastið hefur verið að brotna og bráðna úr þessari brynju. Hrun diplómatíunnar í Bandaríkjunum og brotthvarf orrustuþotnanna munu trúlega - þegar til lengri tíma er litið - verða einn meginþátturinn í því að brjóta þessa ísbrynju endanlega.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun