Birtingarmynd föðurveldisins 8. apríl 2006 00:01 Um hvað snýst hún eiginlega, þessi "útrás"? Hvernig stendur á því að Íslendingar eru búnir að finna upp hugtak yfir fyrirbæri sem hvergi annars staðar í heiminum er til hugtak yfir? Bretum finnst ekki tíðindum sæta að einhver Breti kaupi fyrirtæki í öðru landi. Japönsk dagblöð æpa ekki af fögnuði í hvert sinn sem Japani fjárfestir erlendis. Af hverju eru Íslendingar öðruvísi? Eiga þessar þjóðir ekki nógu góða spunameistara? Eða er útrásin kannski framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar? Alveg eins og rán, vígaferli og nauðganir voru á víkingaöldinni. Í orðræðunni um útrás felst stæk þjóðernishyggja. Hvers vegna ætti ég að fagna þótt kapítalisti sem fjárfestir í stórmarkaði erlendis sé íslenskur en ekki frá Bermuda eða Luxemburg? Hvaða hag hefur launafólk almennt af slíku? Svarið er auðvitað: Ekki nokkurn skapaðan hlut. Þess vegna er reynt að telja okkur trú um að þótt útrásin varði okkar persónulega hag ekki neitt þá sé hún samt sem áður góð fyrir þjóðarhag. Þar komum við að einni þverstæðu hagfræðinnar. Feður hennar á 18. öld héldu því fram að hreyfiafl hennar væri hin ósýnilega hönd markaðarins sem stjórnvöld ættu að trufla sem minnst. En þeir skrifuðu líka um "auðlegð þjóðanna". Og þá má spyrja sig: Ef þjóðir hafa ekki vilja, af hverju ættu þær þá að eiga auð? Af hverju eiga þær hagsmuni af auðsköpun? Er hægt að slíta slíka hagsmuni úr samhengi við vilja fólks og valfrelsi? Um hvað annað snýst þjóðarhagur en trúna á sameiginlegan auð og hagsmuni og að endingu, sameiginlegan vilja? Arftakar Adams Smiths hafa meira eða minna lokað augunum fyrir þessum vanda. Ef hagfræðingar tryðu í raun og veru á ósýnilegu höndina þá mundu þeir aldrei ráðleggja nokkrum manni um efnahagsmál, hvað þá ástunda hagstjórnun. Það samræmist tæplega hugmyndinni um frumskógarlögmálið að vera með stöðug inngrip og samfélagslækningar til að viðhalda hagvexti á Íslandi í stað þess að leyfa lögmálunum að hafa sinn gang og fylgjast með gangi þeirra. Hagfræðingar eru hins vegar stöðugt að reyna að grípa inn í og hafa meira að segja stofnanavætt inngripin greiningardeildum. Og hvað má segja um stjórnmálamennina? Af hverju ættu stjórnmálamenn sem trúa á hina ósýnilegu hönd að þrasa endalaust um efnahagsmál? Og hafa þeim mun meiri skoðanir og forskriftir á hraðbergi eftir því sem þeir þykjast vera trúaðri á markaðslögmálin sem "náttúrulögmál"? Ef stjórnmálamennirnir sem þykjast trúa á "frelsið" væru samkvæmir sjálfum sér þá myndu þeir leyfa almenningi að stunda sín viðskipti og lífsbaráttu á friði án þess að ræða efnahagsmál 24 stundir á sólarhring. Umfram allt myndu þó stjórnmálamennirnir ekki stöðugt vera að rembast við að skapa störf. Það er nefnilega ekkert sem er síður í samræmi við kenninguna um ósýnilegu höndina heldur en að stjórnmálamenn reyni að stjórna því hvar störf skapast og hvar ekki, kallandi sig eftir sem áður frjálshyggjumenn og deilandi í orði á "forsjárhyggju". Hvað þá myndu stjórnmálamenn sem tryðu í raun á hina ósýnilegu hönd standa fyrir stórfelldum erlendum lántökum risavaxins ríkisfyrirtækis, eins og t.d. Landsvirkjunar, til þess að auka "útflutningstekjur". Þarf frekari sannanir fyrir því að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, líta í raun og veru á þjóðina sem "makróorganisma", risavaxinn þjóðarlíkama sem þarf stöðuga næringu í æð? Gleymum því ekki að Pétur Blöndal studdi byggingu Kárahnjúkavirkjunar, rétt eins og allir hinir stjórnlyndu stjórnarliðarnir. Á bak við allt talið um frelsi og ósýnilegar hendur búa stjórnmálamenn samtímans ennþá í föðurveldi húsagans. Þjóðin hefur ekki einungis vilja, hún er einn líkami og þeir eru að sjálfsögðu höfuðið. Í þessu samfélagi verður útrásin til og snýst í raun og veru um það sama. Fjárfestarnir, peningamennirnir, eru feðurnir en við hin, 95% landsmanna, erum litlu börnin sem þeir vinna fyrir. Orðræða útrásarinnar snýst um það að þeir séu að draga björg í bú fyrir okkur hin, þjóðfélagslimina sem vantar næringu. Alveg eins og duglegu stjórnmálamennirnir okkar sem skapa störf og útflutningstekjur með því að selja orkuna og landið á spottprís. Vesalings Adam Smith! Maður sem á slíka sporgöngumenn þarf ekki á óvinum að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Um hvað snýst hún eiginlega, þessi "útrás"? Hvernig stendur á því að Íslendingar eru búnir að finna upp hugtak yfir fyrirbæri sem hvergi annars staðar í heiminum er til hugtak yfir? Bretum finnst ekki tíðindum sæta að einhver Breti kaupi fyrirtæki í öðru landi. Japönsk dagblöð æpa ekki af fögnuði í hvert sinn sem Japani fjárfestir erlendis. Af hverju eru Íslendingar öðruvísi? Eiga þessar þjóðir ekki nógu góða spunameistara? Eða er útrásin kannski framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar? Alveg eins og rán, vígaferli og nauðganir voru á víkingaöldinni. Í orðræðunni um útrás felst stæk þjóðernishyggja. Hvers vegna ætti ég að fagna þótt kapítalisti sem fjárfestir í stórmarkaði erlendis sé íslenskur en ekki frá Bermuda eða Luxemburg? Hvaða hag hefur launafólk almennt af slíku? Svarið er auðvitað: Ekki nokkurn skapaðan hlut. Þess vegna er reynt að telja okkur trú um að þótt útrásin varði okkar persónulega hag ekki neitt þá sé hún samt sem áður góð fyrir þjóðarhag. Þar komum við að einni þverstæðu hagfræðinnar. Feður hennar á 18. öld héldu því fram að hreyfiafl hennar væri hin ósýnilega hönd markaðarins sem stjórnvöld ættu að trufla sem minnst. En þeir skrifuðu líka um "auðlegð þjóðanna". Og þá má spyrja sig: Ef þjóðir hafa ekki vilja, af hverju ættu þær þá að eiga auð? Af hverju eiga þær hagsmuni af auðsköpun? Er hægt að slíta slíka hagsmuni úr samhengi við vilja fólks og valfrelsi? Um hvað annað snýst þjóðarhagur en trúna á sameiginlegan auð og hagsmuni og að endingu, sameiginlegan vilja? Arftakar Adams Smiths hafa meira eða minna lokað augunum fyrir þessum vanda. Ef hagfræðingar tryðu í raun og veru á ósýnilegu höndina þá mundu þeir aldrei ráðleggja nokkrum manni um efnahagsmál, hvað þá ástunda hagstjórnun. Það samræmist tæplega hugmyndinni um frumskógarlögmálið að vera með stöðug inngrip og samfélagslækningar til að viðhalda hagvexti á Íslandi í stað þess að leyfa lögmálunum að hafa sinn gang og fylgjast með gangi þeirra. Hagfræðingar eru hins vegar stöðugt að reyna að grípa inn í og hafa meira að segja stofnanavætt inngripin greiningardeildum. Og hvað má segja um stjórnmálamennina? Af hverju ættu stjórnmálamenn sem trúa á hina ósýnilegu hönd að þrasa endalaust um efnahagsmál? Og hafa þeim mun meiri skoðanir og forskriftir á hraðbergi eftir því sem þeir þykjast vera trúaðri á markaðslögmálin sem "náttúrulögmál"? Ef stjórnmálamennirnir sem þykjast trúa á "frelsið" væru samkvæmir sjálfum sér þá myndu þeir leyfa almenningi að stunda sín viðskipti og lífsbaráttu á friði án þess að ræða efnahagsmál 24 stundir á sólarhring. Umfram allt myndu þó stjórnmálamennirnir ekki stöðugt vera að rembast við að skapa störf. Það er nefnilega ekkert sem er síður í samræmi við kenninguna um ósýnilegu höndina heldur en að stjórnmálamenn reyni að stjórna því hvar störf skapast og hvar ekki, kallandi sig eftir sem áður frjálshyggjumenn og deilandi í orði á "forsjárhyggju". Hvað þá myndu stjórnmálamenn sem tryðu í raun á hina ósýnilegu hönd standa fyrir stórfelldum erlendum lántökum risavaxins ríkisfyrirtækis, eins og t.d. Landsvirkjunar, til þess að auka "útflutningstekjur". Þarf frekari sannanir fyrir því að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, líta í raun og veru á þjóðina sem "makróorganisma", risavaxinn þjóðarlíkama sem þarf stöðuga næringu í æð? Gleymum því ekki að Pétur Blöndal studdi byggingu Kárahnjúkavirkjunar, rétt eins og allir hinir stjórnlyndu stjórnarliðarnir. Á bak við allt talið um frelsi og ósýnilegar hendur búa stjórnmálamenn samtímans ennþá í föðurveldi húsagans. Þjóðin hefur ekki einungis vilja, hún er einn líkami og þeir eru að sjálfsögðu höfuðið. Í þessu samfélagi verður útrásin til og snýst í raun og veru um það sama. Fjárfestarnir, peningamennirnir, eru feðurnir en við hin, 95% landsmanna, erum litlu börnin sem þeir vinna fyrir. Orðræða útrásarinnar snýst um það að þeir séu að draga björg í bú fyrir okkur hin, þjóðfélagslimina sem vantar næringu. Alveg eins og duglegu stjórnmálamennirnir okkar sem skapa störf og útflutningstekjur með því að selja orkuna og landið á spottprís. Vesalings Adam Smith! Maður sem á slíka sporgöngumenn þarf ekki á óvinum að halda.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun