Stjórnvöld götunnar 11. apríl 2006 00:01 Stundum hefur verið haft á orði að við Íslendingar séum almennt alltof óduglegir við að mótmæla og láta duglega í okkur heyra þegar stjórnvöld, eða stórfyrirtæki, taka umdeildar ákvarðanir. Íslenski stíllinn er að horfa í gaupnir og þusa ofan í barminn og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Vissulega hafa komið þær stundir að maður hefur óskað sér að þjóðin væri ögn blóðheitari, tæki höndum saman og héldi út á götu, eða niður á Austurvöll til að vera með smá uppsteyt, en á sama tíma getur maður ekki verið annað en ánægður með að við erum eins ólík Frökkum í þessari deild og hugsast getur. Í gær máttu Jacques Chirac, forseti Frakklands, og forsætisráðherra hans, Dominique de Villepin, játa sig gjörsigraða í baráttunni við franska stúdenta og verkalýðshreyfinguna um breytingar á franskri vinnulöggjöf sem var samþykkt fyrir fáeinum vikum. Í kjölfarið fylgdu gríðarleg mótmæli um allt Frakkland sem settu daglegt líf nánast gjörvallrar þjóðarinnar úr skorðum. Villepin og Chirac þoldu ekki pressuna og létu undan. Mótmæli og skæruverkföll eru svo sannarlega ekki ný af nálinni í Frakklandi. Fyrsta orðið sem sá er þetta skrifar heyrði í sinni fyrstu heimsókn til Fakklands var "greve" sem þýðir einmitt verkfall og í framhaldinu var boðið upp á að nálgast töskurnar úr farangursrými flugvélarinnar af því að hlaðmenn flugvallarins áttu í deilum við vinnuveitendur sína. Að sama skapi er kunnugleg sjón úr fréttum sjónvarps að sjá franska bændur sturta skemmdum ávöxtum fyrir framan McDonalds eða á tröppur einhverrar stjórnarbyggingarinnar. Tilgangur nýju vinnulöggjafarinnar, sem Villepin og Chirac máttu þola að vera gerðir afturrreka með, var að ráðast að gríðarlegu atvinnuleysi meðal ungra Frakka. Meira en tuttugu prósent Frakka á tvítugsaldri eru án vinnu og hlutfallið er jafnvel ennþá hærra meðal þeirra sem búa í hverfum innflytjenda. Hugmyndin var að losa um mikil réttindi og atvinnuöryggi, sem vinnulöggjöfin tryggir launþegum, og er afrakstur áralangrar baráttu franskrar verkalýðshreyfingar. Einungis átti að breyta vinnulöggjöfinni gagnvart nýliðum undir tuttugu og sex ára á vinnumarkaði, en hin miklu almennu réttindi löggjafarinnar hafa valdið því að vinnumarkaðurinn í Frakklandi er gríðarlega þungur í vöfum. Til einföldunar má segja að ástandið er þannig að jafnvel þótt tækifæri séu til vaxtar veigra atvinnurekendur sér við að ráða nýtt fólk til starfa því mjög dýrt er að losna við það aftur af launaskrá ef áætlanir ganga ekki upp. Þessu ástandi vildu Villepin og Chirac breyta með því að gefa vinnuveitendum kost á að ráða fólk undir 26 ára aldri en jafnframt segja því upp störfum innan tveggja ára án skýringa. Verklýðshreyfingin og franskir stúdentar hafa nú eftirminnilega hafnað þessum umbótatilraunum. Framhaldið er algjörlega í lausu lofti og ekki aðrar tillögur í augsýn sem geta leyst vanda atvinnulausra ungra Frakka. Eftir atburði gærdagsins er svo hægt að spyrja hverjir stjórni Frakklandi í raun? Eru það stjórnmálamennirnir, löglega kosin stjórnvöld, ríkisstjórn og forseti, eða eru það þrýstihópar sem ganga fram af hörku þegar þeim finnst að sér vegið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Stundum hefur verið haft á orði að við Íslendingar séum almennt alltof óduglegir við að mótmæla og láta duglega í okkur heyra þegar stjórnvöld, eða stórfyrirtæki, taka umdeildar ákvarðanir. Íslenski stíllinn er að horfa í gaupnir og þusa ofan í barminn og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Vissulega hafa komið þær stundir að maður hefur óskað sér að þjóðin væri ögn blóðheitari, tæki höndum saman og héldi út á götu, eða niður á Austurvöll til að vera með smá uppsteyt, en á sama tíma getur maður ekki verið annað en ánægður með að við erum eins ólík Frökkum í þessari deild og hugsast getur. Í gær máttu Jacques Chirac, forseti Frakklands, og forsætisráðherra hans, Dominique de Villepin, játa sig gjörsigraða í baráttunni við franska stúdenta og verkalýðshreyfinguna um breytingar á franskri vinnulöggjöf sem var samþykkt fyrir fáeinum vikum. Í kjölfarið fylgdu gríðarleg mótmæli um allt Frakkland sem settu daglegt líf nánast gjörvallrar þjóðarinnar úr skorðum. Villepin og Chirac þoldu ekki pressuna og létu undan. Mótmæli og skæruverkföll eru svo sannarlega ekki ný af nálinni í Frakklandi. Fyrsta orðið sem sá er þetta skrifar heyrði í sinni fyrstu heimsókn til Fakklands var "greve" sem þýðir einmitt verkfall og í framhaldinu var boðið upp á að nálgast töskurnar úr farangursrými flugvélarinnar af því að hlaðmenn flugvallarins áttu í deilum við vinnuveitendur sína. Að sama skapi er kunnugleg sjón úr fréttum sjónvarps að sjá franska bændur sturta skemmdum ávöxtum fyrir framan McDonalds eða á tröppur einhverrar stjórnarbyggingarinnar. Tilgangur nýju vinnulöggjafarinnar, sem Villepin og Chirac máttu þola að vera gerðir afturrreka með, var að ráðast að gríðarlegu atvinnuleysi meðal ungra Frakka. Meira en tuttugu prósent Frakka á tvítugsaldri eru án vinnu og hlutfallið er jafnvel ennþá hærra meðal þeirra sem búa í hverfum innflytjenda. Hugmyndin var að losa um mikil réttindi og atvinnuöryggi, sem vinnulöggjöfin tryggir launþegum, og er afrakstur áralangrar baráttu franskrar verkalýðshreyfingar. Einungis átti að breyta vinnulöggjöfinni gagnvart nýliðum undir tuttugu og sex ára á vinnumarkaði, en hin miklu almennu réttindi löggjafarinnar hafa valdið því að vinnumarkaðurinn í Frakklandi er gríðarlega þungur í vöfum. Til einföldunar má segja að ástandið er þannig að jafnvel þótt tækifæri séu til vaxtar veigra atvinnurekendur sér við að ráða nýtt fólk til starfa því mjög dýrt er að losna við það aftur af launaskrá ef áætlanir ganga ekki upp. Þessu ástandi vildu Villepin og Chirac breyta með því að gefa vinnuveitendum kost á að ráða fólk undir 26 ára aldri en jafnframt segja því upp störfum innan tveggja ára án skýringa. Verklýðshreyfingin og franskir stúdentar hafa nú eftirminnilega hafnað þessum umbótatilraunum. Framhaldið er algjörlega í lausu lofti og ekki aðrar tillögur í augsýn sem geta leyst vanda atvinnulausra ungra Frakka. Eftir atburði gærdagsins er svo hægt að spyrja hverjir stjórni Frakklandi í raun? Eru það stjórnmálamennirnir, löglega kosin stjórnvöld, ríkisstjórn og forseti, eða eru það þrýstihópar sem ganga fram af hörku þegar þeim finnst að sér vegið?