Eru stjórnmál markaðsvara? 19. apríl 2006 00:01 Ísland er eina landið í Evrópu, sem engar reglur hefur sett um starfsemi stjórnmálaflokka, fjárreiður þeirra, tilhögun kosningabaráttu og fjármögnun útgjalda við hana. Á blaðamannafundi, sem Þjóðarhreyfingin - með lýðræði gekkst fyrir rétt fyrir páskana kom m.a. fram að öll lönd Evrópu nema tvö höfðu hagað því svo, ýmist með setningu laga eða með samkomulagi stjórnmálaflokka, að auglýsa ekki í sjónvarpi tiltekinn dagafjölda fyrir kosningar, gjarnan þrjár vikur til mánuð. Í ýmsum löndum er því þannig fyrir komið að ljósvakamiðlum er bannað að selja stjórnmálaflokkum auglýsingapláss. Mörg þeirra skikka hins vegar alla þá ljósvakamiðla, sem háðir eru starfsleyfum stjórnvalda, til að flytja stuttar dagskrár stjórnmálaflokkanna, sem þeir framleiða þá sjálfir. Í Grikklandi og Finnlandi, þar sem engar reglur giltu, höfðu flokkarnir þó með þegjandi samkomulagi ákveðið að hagnýta sér ekki þann möguleika að kaupa aðgang að sjónvarpi. Að baki þessum reglum býr sú ósk allra sannra lýðræðissinna að jafna hinn lýðræðislega leik eftir því sem kostur er, koma í veg fyrir að einstakir flokkar geti skekkt leikinn sér í hag með því að hagnýta sér fjárhagslega yfirburði til að kaffæra boðskap annarra en koma sínum boðskap í staðinn á framfæri í þeim miðlum, sem allir eru sammála um að séu sterkustu áróðursmiðlarnir. Í útvarpsviðtölum á Bylgjunni skömmu eftir blaðamannafund Þjóðarhreyfingarinnar, tóku forvígismenn nær allra framboðanna í Reykjavík vel í þá áskorun hreyfingarinnar, að þeir auglýsi ekki fyrir þessar kosningar í ljósvakamiðlum - að því tilskildu að um það næðist allsherjar samkomulag allra flokkanna sem að framboði standa. Einn flokkur skar sig þó úr. Það var Framsóknarflokkurinn. Fulltrúi hans taldi þessi tilmæli hlægileg og gamaldags. Nútímalegur flokkur eins og Framsóknarflokkurinn hlyti, eins og allir sem bjóða fram sína vöru, að beita áhrifaríkustu aðferðum sem í boði væru til þess að ná til væntanlegra kaupenda. Á þessu sjónarmiði var svo hnykkt í grein á hrifla.is. Reynt var að gera framtak okkar í Þjóðarhreyfingunni tortryggilegt með gamaldags íslenskum hundakúnstum í stað pólitískrar rökræðu: Þjóðarhreyfingin væri bara skæruliðadeild Samfylkingarinnar, sem öfundaði Framsókn af skilvirkni auglýsingaherferða sinna! Hvers vegna skyldu nær öll lýðræðisríki Evrópu vera svo gamaldags að meina stjórnmálaflokkum að kaupa auglýsingar í sjónvarpi? Og meina ljósvakamiðlum að þiggja fé af stjórnmálaflokkum fyrir auglýsingar? Hvers vegna skyldu Bretar setja hámörk á þær fjárhæðir sem flokkunum er leyfilegt að verja til kosningabaráttu? Hvers vegna skyldu stjórnmálaflokkarnir vera bókhaldsskyldir og skyldir til að opinbera upplýsingar um öll framlög til kosningabaráttu sinnar yfir ákveðnu marki? Hvers vegna skyldi alls staðar nema hér vera gerð sú grundvallarkrafa til allrar stjórnmálastarfsemi, að tengsl peninga og stjórnmála skuli vera gagnsæ og uppi á borðinu? Núorðið fá stjórnmálaflokkar, sem náð hafa svo langt að koma fulltrúum sínum á þing, veruleg fjárframlög af skattpeningum almennings. Því á almenningur heimtingu á því að fjárreiður flokkanna séu opinberar svo sem hverjar aðrar fjárreiður ríkisins. Stjórnmálaflokkar eru nú víðast hvar orðinn kjarninn í starfsemi þjóðþinga. Stórskuldugur stjórnmálaflokkur er stórháskalegur lýðræðinu, því hann verður háður þeim, sem hann skuldar. Sama gildir um hvern þann flokk sem gerist háður einstökum auðkýfingum eða stórfyrirtækjum um rekstrarfé til starfsemi sinnar eða kosningabaráttu. Það eru líka rökin fyrir því að veita þeim framlög af almannafé. Valdaflokkar eru í þeirri aðstöðu að þeir geta oft úthlutað eftirsóttum gögnum og gæðum. Sú úthlutun á að vera hafin yfir grun um að annað en verðleikar liggi að baki ákvörðun um úthlutun gæðanna. Það er ekki aðeins krafa skattborgaranna, heldur er það líka stjórnmálaflokkunum sjálfum fyrir bestu. Þetta held ég að ungir framsóknarmenn ættu að athuga, áður en þeir slá því föstu að þeir séu svo nútímalegir, að þeir eigi að vera lausir undan öllum reglum sem reynslan hefur kennt siðuðum samfélögum í kringum okkur að eru ekki aðeins nauðsynlegar, heldur einnig óhjákvæmilegar, eigi stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að halda lágmarkstiltrú og trausti kjósendanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Ísland er eina landið í Evrópu, sem engar reglur hefur sett um starfsemi stjórnmálaflokka, fjárreiður þeirra, tilhögun kosningabaráttu og fjármögnun útgjalda við hana. Á blaðamannafundi, sem Þjóðarhreyfingin - með lýðræði gekkst fyrir rétt fyrir páskana kom m.a. fram að öll lönd Evrópu nema tvö höfðu hagað því svo, ýmist með setningu laga eða með samkomulagi stjórnmálaflokka, að auglýsa ekki í sjónvarpi tiltekinn dagafjölda fyrir kosningar, gjarnan þrjár vikur til mánuð. Í ýmsum löndum er því þannig fyrir komið að ljósvakamiðlum er bannað að selja stjórnmálaflokkum auglýsingapláss. Mörg þeirra skikka hins vegar alla þá ljósvakamiðla, sem háðir eru starfsleyfum stjórnvalda, til að flytja stuttar dagskrár stjórnmálaflokkanna, sem þeir framleiða þá sjálfir. Í Grikklandi og Finnlandi, þar sem engar reglur giltu, höfðu flokkarnir þó með þegjandi samkomulagi ákveðið að hagnýta sér ekki þann möguleika að kaupa aðgang að sjónvarpi. Að baki þessum reglum býr sú ósk allra sannra lýðræðissinna að jafna hinn lýðræðislega leik eftir því sem kostur er, koma í veg fyrir að einstakir flokkar geti skekkt leikinn sér í hag með því að hagnýta sér fjárhagslega yfirburði til að kaffæra boðskap annarra en koma sínum boðskap í staðinn á framfæri í þeim miðlum, sem allir eru sammála um að séu sterkustu áróðursmiðlarnir. Í útvarpsviðtölum á Bylgjunni skömmu eftir blaðamannafund Þjóðarhreyfingarinnar, tóku forvígismenn nær allra framboðanna í Reykjavík vel í þá áskorun hreyfingarinnar, að þeir auglýsi ekki fyrir þessar kosningar í ljósvakamiðlum - að því tilskildu að um það næðist allsherjar samkomulag allra flokkanna sem að framboði standa. Einn flokkur skar sig þó úr. Það var Framsóknarflokkurinn. Fulltrúi hans taldi þessi tilmæli hlægileg og gamaldags. Nútímalegur flokkur eins og Framsóknarflokkurinn hlyti, eins og allir sem bjóða fram sína vöru, að beita áhrifaríkustu aðferðum sem í boði væru til þess að ná til væntanlegra kaupenda. Á þessu sjónarmiði var svo hnykkt í grein á hrifla.is. Reynt var að gera framtak okkar í Þjóðarhreyfingunni tortryggilegt með gamaldags íslenskum hundakúnstum í stað pólitískrar rökræðu: Þjóðarhreyfingin væri bara skæruliðadeild Samfylkingarinnar, sem öfundaði Framsókn af skilvirkni auglýsingaherferða sinna! Hvers vegna skyldu nær öll lýðræðisríki Evrópu vera svo gamaldags að meina stjórnmálaflokkum að kaupa auglýsingar í sjónvarpi? Og meina ljósvakamiðlum að þiggja fé af stjórnmálaflokkum fyrir auglýsingar? Hvers vegna skyldu Bretar setja hámörk á þær fjárhæðir sem flokkunum er leyfilegt að verja til kosningabaráttu? Hvers vegna skyldu stjórnmálaflokkarnir vera bókhaldsskyldir og skyldir til að opinbera upplýsingar um öll framlög til kosningabaráttu sinnar yfir ákveðnu marki? Hvers vegna skyldi alls staðar nema hér vera gerð sú grundvallarkrafa til allrar stjórnmálastarfsemi, að tengsl peninga og stjórnmála skuli vera gagnsæ og uppi á borðinu? Núorðið fá stjórnmálaflokkar, sem náð hafa svo langt að koma fulltrúum sínum á þing, veruleg fjárframlög af skattpeningum almennings. Því á almenningur heimtingu á því að fjárreiður flokkanna séu opinberar svo sem hverjar aðrar fjárreiður ríkisins. Stjórnmálaflokkar eru nú víðast hvar orðinn kjarninn í starfsemi þjóðþinga. Stórskuldugur stjórnmálaflokkur er stórháskalegur lýðræðinu, því hann verður háður þeim, sem hann skuldar. Sama gildir um hvern þann flokk sem gerist háður einstökum auðkýfingum eða stórfyrirtækjum um rekstrarfé til starfsemi sinnar eða kosningabaráttu. Það eru líka rökin fyrir því að veita þeim framlög af almannafé. Valdaflokkar eru í þeirri aðstöðu að þeir geta oft úthlutað eftirsóttum gögnum og gæðum. Sú úthlutun á að vera hafin yfir grun um að annað en verðleikar liggi að baki ákvörðun um úthlutun gæðanna. Það er ekki aðeins krafa skattborgaranna, heldur er það líka stjórnmálaflokkunum sjálfum fyrir bestu. Þetta held ég að ungir framsóknarmenn ættu að athuga, áður en þeir slá því föstu að þeir séu svo nútímalegir, að þeir eigi að vera lausir undan öllum reglum sem reynslan hefur kennt siðuðum samfélögum í kringum okkur að eru ekki aðeins nauðsynlegar, heldur einnig óhjákvæmilegar, eigi stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar að halda lágmarkstiltrú og trausti kjósendanna í landinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun