23. apríl 2001 23. apríl 2006 00:01 Fimm ár eru ekki langur tími, allra síst í sögu dagblaðs. Engu að síður hefur ótrúlega mikið gerst á fyrstu fimm árunum í sögu Fréttablaðsins og líklega hefði enginn getað séð fyrir þá stöðu sem blaðið hefur í dag þegar fyrsta tölublað þess kom út fyrir fimm árum. Úrtöluraddir voru sterkar en viðtökur almennings við blaðinu þeim mun betri og vitanlega höfðum við sem ráðin voru til starfa á þessu nýja blaði einnig fulla trú á að dagblað í ókeypis dreifingu gæti unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þrátt fyrir það grunaði áreiðanlega engan að einungis þremur árum frá upphafi útgáfunnar yrði Fréttablaðið mest lesna dagblað landsins og að á fimm ára afmælinu hefði það fest sig í sessi með þeim hætti sem raun ber vitni í dag. Í upphafi kom Fréttablaðið út fimm sinnum í viku og var 24 síður hvert tölublað. Nú kemur blaðið út alla daga vikunnar og raunar næstum hvern einasta dag ársins því útgáfuhlé í kringum hátíðir eru í algeru lágmarki og útgefnar síður á dag eru frá 40 og fara upp fyrir 100 þegar allra mest lætur. Eins og heiti Fréttablaðsins gefur til kynna var frá upphafi var lagt upp með að fréttir væru meginuppistaða í blaðinu. Frá þeirri stefnu hefur ekki verið horfið þótt hlutfall frétta hafi vissulega minnkað með aukinni stærð. Frá upphafi var einnig lagt upp með þá grunnhugsun að fréttir væru fréttir óháð því hvort fjallað er um atburði sem eiga sér stað hérlendis eða erlendis. Á þeim fimm árum sem útgáfa Fréttablaðsins spannar hefur ýmislegt breyst á íslenskum dagblaðamarkaði. Sumar þær breytingar má leiða líkur að að séu tilkomnar vegna áhrifa frá Fréttablaðinu, beint eða óbeint. Á forsíðu Morgunblaðsins eru til dæmis nú bæði fréttir af innlendum vettvangi og erlendum í stað þess að áður voru þar eingöngu erlendar fréttir og Morgunblaðið kemur nú út á mánudögum sem það gerði ekki áður. Velgengni Fréttablaðsins á vafalaust einnig þátt í því að fjórða íslenska dagblaðið, Blaðið, bættist við á síðasta ári, blað sem er í ókeypis dreifingu eins og Fréttablaðið. Á Fréttablaðinu hefur frá upphafi verið leitast við að birta sem gleggsta mynd af samfélaginu á hverjum tíma. Stundum hefur gustað um blaðið í samfélagsumræðunni enda ekki von á öðru þegar um er að ræða fjölmiðil sem þróast jafnhratt og Fréttablaðið. Fréttastefna blaðsins hefur þó frá upphafi verið hófsöm og í anda þess að blaðið er óboðinn gestur á heimilum landsmanna. Ekki verður þó annað sagt en að lesendur hafi tekið gestinum vel og fyrir það ber að þakka á þessum tímamótum. Segja má að Fréttablaðið hafi nú slitið barnsskónum. Það þýðir þó ekki að blaðið muni ekki halda áfram að mótast. Við sem að Fréttablaðinu stöndum viljum stöðugt leitast við að gera betur. Á sama hátt hljóta lesendur blaðsins að gera vaxandi kröfur til þess með auknum aldri þess og þroska. Það er og verður keppikefli á ritstjórn Fréttablaðsins að halda áfram að þróa blaðið og efla enn frekar samband okkar við lesendur og traust þeirra í okkar garð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Fimm ár eru ekki langur tími, allra síst í sögu dagblaðs. Engu að síður hefur ótrúlega mikið gerst á fyrstu fimm árunum í sögu Fréttablaðsins og líklega hefði enginn getað séð fyrir þá stöðu sem blaðið hefur í dag þegar fyrsta tölublað þess kom út fyrir fimm árum. Úrtöluraddir voru sterkar en viðtökur almennings við blaðinu þeim mun betri og vitanlega höfðum við sem ráðin voru til starfa á þessu nýja blaði einnig fulla trú á að dagblað í ókeypis dreifingu gæti unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þrátt fyrir það grunaði áreiðanlega engan að einungis þremur árum frá upphafi útgáfunnar yrði Fréttablaðið mest lesna dagblað landsins og að á fimm ára afmælinu hefði það fest sig í sessi með þeim hætti sem raun ber vitni í dag. Í upphafi kom Fréttablaðið út fimm sinnum í viku og var 24 síður hvert tölublað. Nú kemur blaðið út alla daga vikunnar og raunar næstum hvern einasta dag ársins því útgáfuhlé í kringum hátíðir eru í algeru lágmarki og útgefnar síður á dag eru frá 40 og fara upp fyrir 100 þegar allra mest lætur. Eins og heiti Fréttablaðsins gefur til kynna var frá upphafi var lagt upp með að fréttir væru meginuppistaða í blaðinu. Frá þeirri stefnu hefur ekki verið horfið þótt hlutfall frétta hafi vissulega minnkað með aukinni stærð. Frá upphafi var einnig lagt upp með þá grunnhugsun að fréttir væru fréttir óháð því hvort fjallað er um atburði sem eiga sér stað hérlendis eða erlendis. Á þeim fimm árum sem útgáfa Fréttablaðsins spannar hefur ýmislegt breyst á íslenskum dagblaðamarkaði. Sumar þær breytingar má leiða líkur að að séu tilkomnar vegna áhrifa frá Fréttablaðinu, beint eða óbeint. Á forsíðu Morgunblaðsins eru til dæmis nú bæði fréttir af innlendum vettvangi og erlendum í stað þess að áður voru þar eingöngu erlendar fréttir og Morgunblaðið kemur nú út á mánudögum sem það gerði ekki áður. Velgengni Fréttablaðsins á vafalaust einnig þátt í því að fjórða íslenska dagblaðið, Blaðið, bættist við á síðasta ári, blað sem er í ókeypis dreifingu eins og Fréttablaðið. Á Fréttablaðinu hefur frá upphafi verið leitast við að birta sem gleggsta mynd af samfélaginu á hverjum tíma. Stundum hefur gustað um blaðið í samfélagsumræðunni enda ekki von á öðru þegar um er að ræða fjölmiðil sem þróast jafnhratt og Fréttablaðið. Fréttastefna blaðsins hefur þó frá upphafi verið hófsöm og í anda þess að blaðið er óboðinn gestur á heimilum landsmanna. Ekki verður þó annað sagt en að lesendur hafi tekið gestinum vel og fyrir það ber að þakka á þessum tímamótum. Segja má að Fréttablaðið hafi nú slitið barnsskónum. Það þýðir þó ekki að blaðið muni ekki halda áfram að mótast. Við sem að Fréttablaðinu stöndum viljum stöðugt leitast við að gera betur. Á sama hátt hljóta lesendur blaðsins að gera vaxandi kröfur til þess með auknum aldri þess og þroska. Það er og verður keppikefli á ritstjórn Fréttablaðsins að halda áfram að þróa blaðið og efla enn frekar samband okkar við lesendur og traust þeirra í okkar garð.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun