Viðjar vanans 30. apríl 2006 00:01 Ég man ekki eftir því að Hollywood hafi nokkurn tímann framleitt bíómynd þar sem hagfræðingur er aðalhetjan. Endalausar myndir um lögfræðinga, verkfræðinga, arkitekta, lækna og þess háttar fólk en aldrei um hagfræðinga. Myndin um Nash og hugann hans fagra, var hálfgert svindl því hann var stærðfræðingur og svo var hann náttúrulega klikk þannig að hagfræðin græddi ekki mikið á þeirri mynd. Markaðurinn, besti vinur okkar hagfræðinganna, metur það greinilega svo að fagið sé bara einum of leiðinlegt til þess það sé boðlegt á hvíta tjaldið. Ég er ekki viss um að almenningur taki andköf af spenningi þegar tveir hagfræðingar taka til við að þrasa um vísitölur, vexti og gengi. Hryllingsmyndaútgáfan um slíkt efni myndi sennilega heita "Seðlabanki-I know what you did last summer". IArnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, heldur því fram í grein í Fréttablaðinu að hækkun húsnæðisverðs undanfarin misseri sé tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar í hagkerfinu og því séu rök fyrir því að hafa húsnæðisliðinn inni í vísitölu neysluverðs. Rök Arnórs eru þau að rannsóknir bankans sýni að ef aukning verður á eftirspurn í hagkerfinu, komi hún snemma fram í húsnæðisverðinu og það sé því góður mælikvarði á verðlagsþróun næstu mánaða. Ég geri ekki ágreining um þessa niðurstöðu. En það sem skiptir öllu máli er að stór hluti hækkunar á verði húsnæðis undanfarin misseri er tilkomin vegna þess að bankarnir buðu lægri vexti og hærra lánshlutfall. Sú skoðun að hækkun húsnæðisverðs sé afleiðing og fyrstu merki um aukna þenslu sem síðan muni brjótast út á ekki alveg við í þessu tilviki. IIHækkun á verði húsnæðis vegna hagstæðari fjármögnunar hefur vissulega leitt til þess að hluti þjóðarinnar hefur meira fé á milli handanna. Um leið er ljóst að þeir sem áður lánuðu á háum vöxtum fá nú minna fyrir sinn snúð. Spurningin er; hversu stór hluti af þessum auknu verðmætum húseigenda rennur inn í einkaneysluna? Það væri mjög áhugavert að sjá rannsóknir og niðurstöður Seðlabankans um það. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa bent til að þar í landi sé það lítill hluti. IIIEn burtséð frá þessu. Hvað á Seðlabankinn að gera þegar húsnæðisverð hefur hækkað með þeim hætti sem raun varð á? Á hann að hækka vexti til þess að draga úr áhrifum aukins kaupmáttar sem til er kominn vegna breyttrar fjármögnunar á húsnæði? Seðlabankar víðs vegar hafa litið svo á að það sé ekki þeirra hlutverk að reyna að hafa áhrif á eignaverð. Ef Seðlabankinn okkar telur að hann eigi að berjast gegn aukinni kaupgetu vegna hækkunar á húsnæðisverði þá verður hann að svara því hvers vegna sama gildir ekki um hækkun á kaupgetu vegna hækkunar á verði hlutabréfavísitölu eða annarra eigna. Sú athugasemd Arnórs að menn búi ekki í hlutabréfum sínum er skarpleg. En hún skiptir bara ekki máli. IVArnór gerir mér upp þá skoðun að hærri vextir leiði almennt til aukinar þenslu og dregur síðan þá ályktun að ég telji að peningastjórnin sé óvirk og við neyðumst til að taka upp evru. Það er langur vegur frá því. Á árinu 2005 fór verðbólga á Íslandi niður í núll miðað við þær mæliaðferðir sem víðast tíðkast. Samt héldu stýrivextir Seðlabankans áfram að hækka frá miðju ári 2004 og allt árið 2005 og hækka enn. Fjármagnskostnaður fyrirtækja og heimila jókst að sama skapi. Afleiðingarnar voru að fleiri og fleiri tóku erlend lán til þess að forðast vexti Seðlabankans. Einnig tóku spákaupmenn að nýta sér hin mikla vaxtamun. Ef markaðurinn trúir því að gengi haldist hátt, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda, getur það gerst að háir vextir vinni að nokkru gegn markmiði sínu. Þá eru menn kaldari í að taka erlend lán, ráðast í framkvæmdir þrátt fyrir háu vextina, framkvæmdir sem geta valdið þenslu. Á sama tíma er innflutningur mikill og álagning og umsvif vegna hans einnig þensluhvetjandi. En alvarlegast er að með vaxtastefnu sinni síðustu ár virðist Seðlabankinn hafa grafið nokkuð undan stýrivöxtunum sem hagstjórnartæki. Óeðlilega stór hluti markaðarins fjármagnar sig í erlendri mynt. Það er ekki heppilegt og það var hægt að komast hjá því. Ég er þeirrar skoðunar, ólíkt Arnóri, að það borgi sig fyrir Ísland að hafa sjálfstæða mynt. En til þess að svo megi verða, þurfa stjórntæki peningamálastefnunnar að virka og það þarf að beita þeim rétt. VHagfræðingur Seðlabankans hefur tvo mæla fyrir framan sig Annar mælirinn, án húsnæðis, hefur lengstum sýnt að það er ekki mikill þensla í hagkerfinu. Hinn mælirinn, með húsnæði, sýnir allt rautt. Vandinn er sá að hagfræðingurinn er vanur því að horfa á seinni mælinn og þyrfti að íhuga að aðstæður gætu hafa breyst þannig að sá mælir gefi honum ekki rétta mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Ég man ekki eftir því að Hollywood hafi nokkurn tímann framleitt bíómynd þar sem hagfræðingur er aðalhetjan. Endalausar myndir um lögfræðinga, verkfræðinga, arkitekta, lækna og þess háttar fólk en aldrei um hagfræðinga. Myndin um Nash og hugann hans fagra, var hálfgert svindl því hann var stærðfræðingur og svo var hann náttúrulega klikk þannig að hagfræðin græddi ekki mikið á þeirri mynd. Markaðurinn, besti vinur okkar hagfræðinganna, metur það greinilega svo að fagið sé bara einum of leiðinlegt til þess það sé boðlegt á hvíta tjaldið. Ég er ekki viss um að almenningur taki andköf af spenningi þegar tveir hagfræðingar taka til við að þrasa um vísitölur, vexti og gengi. Hryllingsmyndaútgáfan um slíkt efni myndi sennilega heita "Seðlabanki-I know what you did last summer". IArnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, heldur því fram í grein í Fréttablaðinu að hækkun húsnæðisverðs undanfarin misseri sé tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar í hagkerfinu og því séu rök fyrir því að hafa húsnæðisliðinn inni í vísitölu neysluverðs. Rök Arnórs eru þau að rannsóknir bankans sýni að ef aukning verður á eftirspurn í hagkerfinu, komi hún snemma fram í húsnæðisverðinu og það sé því góður mælikvarði á verðlagsþróun næstu mánaða. Ég geri ekki ágreining um þessa niðurstöðu. En það sem skiptir öllu máli er að stór hluti hækkunar á verði húsnæðis undanfarin misseri er tilkomin vegna þess að bankarnir buðu lægri vexti og hærra lánshlutfall. Sú skoðun að hækkun húsnæðisverðs sé afleiðing og fyrstu merki um aukna þenslu sem síðan muni brjótast út á ekki alveg við í þessu tilviki. IIHækkun á verði húsnæðis vegna hagstæðari fjármögnunar hefur vissulega leitt til þess að hluti þjóðarinnar hefur meira fé á milli handanna. Um leið er ljóst að þeir sem áður lánuðu á háum vöxtum fá nú minna fyrir sinn snúð. Spurningin er; hversu stór hluti af þessum auknu verðmætum húseigenda rennur inn í einkaneysluna? Það væri mjög áhugavert að sjá rannsóknir og niðurstöður Seðlabankans um það. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa bent til að þar í landi sé það lítill hluti. IIIEn burtséð frá þessu. Hvað á Seðlabankinn að gera þegar húsnæðisverð hefur hækkað með þeim hætti sem raun varð á? Á hann að hækka vexti til þess að draga úr áhrifum aukins kaupmáttar sem til er kominn vegna breyttrar fjármögnunar á húsnæði? Seðlabankar víðs vegar hafa litið svo á að það sé ekki þeirra hlutverk að reyna að hafa áhrif á eignaverð. Ef Seðlabankinn okkar telur að hann eigi að berjast gegn aukinni kaupgetu vegna hækkunar á húsnæðisverði þá verður hann að svara því hvers vegna sama gildir ekki um hækkun á kaupgetu vegna hækkunar á verði hlutabréfavísitölu eða annarra eigna. Sú athugasemd Arnórs að menn búi ekki í hlutabréfum sínum er skarpleg. En hún skiptir bara ekki máli. IVArnór gerir mér upp þá skoðun að hærri vextir leiði almennt til aukinar þenslu og dregur síðan þá ályktun að ég telji að peningastjórnin sé óvirk og við neyðumst til að taka upp evru. Það er langur vegur frá því. Á árinu 2005 fór verðbólga á Íslandi niður í núll miðað við þær mæliaðferðir sem víðast tíðkast. Samt héldu stýrivextir Seðlabankans áfram að hækka frá miðju ári 2004 og allt árið 2005 og hækka enn. Fjármagnskostnaður fyrirtækja og heimila jókst að sama skapi. Afleiðingarnar voru að fleiri og fleiri tóku erlend lán til þess að forðast vexti Seðlabankans. Einnig tóku spákaupmenn að nýta sér hin mikla vaxtamun. Ef markaðurinn trúir því að gengi haldist hátt, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda, getur það gerst að háir vextir vinni að nokkru gegn markmiði sínu. Þá eru menn kaldari í að taka erlend lán, ráðast í framkvæmdir þrátt fyrir háu vextina, framkvæmdir sem geta valdið þenslu. Á sama tíma er innflutningur mikill og álagning og umsvif vegna hans einnig þensluhvetjandi. En alvarlegast er að með vaxtastefnu sinni síðustu ár virðist Seðlabankinn hafa grafið nokkuð undan stýrivöxtunum sem hagstjórnartæki. Óeðlilega stór hluti markaðarins fjármagnar sig í erlendri mynt. Það er ekki heppilegt og það var hægt að komast hjá því. Ég er þeirrar skoðunar, ólíkt Arnóri, að það borgi sig fyrir Ísland að hafa sjálfstæða mynt. En til þess að svo megi verða, þurfa stjórntæki peningamálastefnunnar að virka og það þarf að beita þeim rétt. VHagfræðingur Seðlabankans hefur tvo mæla fyrir framan sig Annar mælirinn, án húsnæðis, hefur lengstum sýnt að það er ekki mikill þensla í hagkerfinu. Hinn mælirinn, með húsnæði, sýnir allt rautt. Vandinn er sá að hagfræðingurinn er vanur því að horfa á seinni mælinn og þyrfti að íhuga að aðstæður gætu hafa breyst þannig að sá mælir gefi honum ekki rétta mynd.