Þjóðarhreyfing í þágu aldraðra 18. maí 2006 00:01 Hún fer líklega ekki framhjá neinum hugsandi manni hér á landi sú mikla umræða sem orðið hefur á síðustu mánuðum um kjör aldraðra og öryrkja hér á landi. Þetta er svo sannarlega þörf umræða, sem aldrei hefur náð jafn hátt og að undanförnu. Þar kemur margt til, en líklegt má telja að góðærið sem hér ríkir á mörgum sviðum, hafi framkallað hana, og mönnum hefur orðið ljóst að það sitja ekki allir við kjötkatlana í hinum mikla uppgangi í efnahagslífnu hvað varðar afkomu og kjör. Fjölmennur baráttufundur Aðstandendafélags aldraða og Samtaka eldri borgara í Háskólabíói í Reykjavík í fyrrakvöld, sýndi svo ekki verður um villst að þessi mál brenna á mörgum, ekki aðeins hvað varðar afkomu og kjör aldraðra, heldur ekki síður aðbúnað aldraðra og mikinn skort á hjúkrunarrýmum fyrir þá. Sjúkrahúsin eru yfirfull og á Landspítalanum eru að jafnaði um eitt hundrað manns sem eiga þar alls ekki heima, en eiga kröfu á því að þeim sé sinnt á hjúkrunarstofnunum. Svo og svo margir eru á göngum sjúkrahúsanna og verða að liggja þar sjúkir innan um önnum kafið starfsfólk gesti og gangandi. Slíkt er ekki bjóðandi nokkrum manni og síst af öllum þeim sem lokið hafa ævistarfinu og lagt sitt af mörkum til uppbyggingar þess þjóðfélags sem við búum í í dag. Við allt þetta bætist svo að mikil starfsmannaekla er á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Þar eru líka margir útlendingar að störfum sem aldraðir og sjúkir eiga erfitt með tjá sig við og eykur það enn á vandann við starfsmannamál þessara stofnana. Þessir starfsmenn eru þó yfirleitt allir af vilja gerðir til að gera það sem þeim er ætlað, og þeir hafa svo sannarlega bjargað því sem bjargað verður í þessum málum. Margir þessara starfsmanna eru í hópi þeirra láglaunastétta sem undanfarið hafa verið að berjast fyrir kjörum sínum, og það verður að sjá svo um að þetta fólk sem í mörgum tilfellum er langt að komið, sé ekki hlunnfarið hvað varðar laun og kjör. Stjórnmálaflokkarnir hefðu margir hverjir mátt vera hreyknir af því að geta smalað saman á svo fjölmennan fund, eins og þann sem haldinn var í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Stefán Ólafsson prófessor skýrði á fundinum enn og aftur hvernig margir aldraðir hafa dregist aftur úr á síðustu árum hvað varðar kjör. Kaupmáttur hefur almennt vaxið á þeim árum sem hann hefur tekið fyrir, en mjög misjafnlega eftir tekjuhópum, og það er sláandi hvað mikill munur er á hlutfallslegri aukningu ráðstöfunartekna hjá þeim sem lægst hafa launin og hjá þeim sem eru hátekjumenn, en þar hefur hátekjuhópurinn farið langt fram úr þeim lægstu. Auðvitað ættu ráðstöfunartekjur þeirra sem minnstar tekjur hafa að aukast mest að hlutfallstölu, ef jöfnuður ætti að aukast, því hinir fá stöðugt fleiri krónur í vasann. Það er þessi ójöfnuður í þjóðfélaginu, sem vakti mikla athygli á Háskólabíósfundinum, hvað svo sem ráðamenn segja um aukningu ráðstöfunartekna. Þær raddir gerast nú æ háværari að samtök aldraðra hasli sér völl á hinum pólitíska vettvangi í næstu alþingiskosningum, til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum. Það er þó ekki víst að það yrði málstað þeirra til meiri framdráttar, en að halda áfram baráttunni á almennum vettvangi eins og þau gera nú. Það er greinilega búið að opna augu margra fyrir þeim vanda sem blasir við varðandi kjör og aðbúnað aldraðra og nú er að fylgja eftir þeirri bylgju sem fer um þjóðfélagið og nýta þann byr sem þessi málaflokkur nýtur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Hún fer líklega ekki framhjá neinum hugsandi manni hér á landi sú mikla umræða sem orðið hefur á síðustu mánuðum um kjör aldraðra og öryrkja hér á landi. Þetta er svo sannarlega þörf umræða, sem aldrei hefur náð jafn hátt og að undanförnu. Þar kemur margt til, en líklegt má telja að góðærið sem hér ríkir á mörgum sviðum, hafi framkallað hana, og mönnum hefur orðið ljóst að það sitja ekki allir við kjötkatlana í hinum mikla uppgangi í efnahagslífnu hvað varðar afkomu og kjör. Fjölmennur baráttufundur Aðstandendafélags aldraða og Samtaka eldri borgara í Háskólabíói í Reykjavík í fyrrakvöld, sýndi svo ekki verður um villst að þessi mál brenna á mörgum, ekki aðeins hvað varðar afkomu og kjör aldraðra, heldur ekki síður aðbúnað aldraðra og mikinn skort á hjúkrunarrýmum fyrir þá. Sjúkrahúsin eru yfirfull og á Landspítalanum eru að jafnaði um eitt hundrað manns sem eiga þar alls ekki heima, en eiga kröfu á því að þeim sé sinnt á hjúkrunarstofnunum. Svo og svo margir eru á göngum sjúkrahúsanna og verða að liggja þar sjúkir innan um önnum kafið starfsfólk gesti og gangandi. Slíkt er ekki bjóðandi nokkrum manni og síst af öllum þeim sem lokið hafa ævistarfinu og lagt sitt af mörkum til uppbyggingar þess þjóðfélags sem við búum í í dag. Við allt þetta bætist svo að mikil starfsmannaekla er á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Þar eru líka margir útlendingar að störfum sem aldraðir og sjúkir eiga erfitt með tjá sig við og eykur það enn á vandann við starfsmannamál þessara stofnana. Þessir starfsmenn eru þó yfirleitt allir af vilja gerðir til að gera það sem þeim er ætlað, og þeir hafa svo sannarlega bjargað því sem bjargað verður í þessum málum. Margir þessara starfsmanna eru í hópi þeirra láglaunastétta sem undanfarið hafa verið að berjast fyrir kjörum sínum, og það verður að sjá svo um að þetta fólk sem í mörgum tilfellum er langt að komið, sé ekki hlunnfarið hvað varðar laun og kjör. Stjórnmálaflokkarnir hefðu margir hverjir mátt vera hreyknir af því að geta smalað saman á svo fjölmennan fund, eins og þann sem haldinn var í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Stefán Ólafsson prófessor skýrði á fundinum enn og aftur hvernig margir aldraðir hafa dregist aftur úr á síðustu árum hvað varðar kjör. Kaupmáttur hefur almennt vaxið á þeim árum sem hann hefur tekið fyrir, en mjög misjafnlega eftir tekjuhópum, og það er sláandi hvað mikill munur er á hlutfallslegri aukningu ráðstöfunartekna hjá þeim sem lægst hafa launin og hjá þeim sem eru hátekjumenn, en þar hefur hátekjuhópurinn farið langt fram úr þeim lægstu. Auðvitað ættu ráðstöfunartekjur þeirra sem minnstar tekjur hafa að aukast mest að hlutfallstölu, ef jöfnuður ætti að aukast, því hinir fá stöðugt fleiri krónur í vasann. Það er þessi ójöfnuður í þjóðfélaginu, sem vakti mikla athygli á Háskólabíósfundinum, hvað svo sem ráðamenn segja um aukningu ráðstöfunartekna. Þær raddir gerast nú æ háværari að samtök aldraðra hasli sér völl á hinum pólitíska vettvangi í næstu alþingiskosningum, til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum. Það er þó ekki víst að það yrði málstað þeirra til meiri framdráttar, en að halda áfram baráttunni á almennum vettvangi eins og þau gera nú. Það er greinilega búið að opna augu margra fyrir þeim vanda sem blasir við varðandi kjör og aðbúnað aldraðra og nú er að fylgja eftir þeirri bylgju sem fer um þjóðfélagið og nýta þann byr sem þessi málaflokkur nýtur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun