Römm er sú taug 21. maí 2006 00:27 Ég hef oft furðað mig á því hvað við Sjálfstæðismenn getum verið klaufalegir með auglýsingar og áróður í kosningum. Í þingkosningunum 2003 birtum við til dæmis auglýsingu sem ætlað var að undirstrika hversu öflugt hagkerfið væri. Full ástæða var fyrir Sjálfstæðisflokkinn að auglýsa árangur sinn á því sviði. Það var því fundinn vinnulegur eldri maður með veðurbarið andlit, hann fór í vinnugalla og síðan horfði hann festulega í myndavélina. Hann var augljóslega harðákveðinn í því að kjósa okkur. Fín auglýsing ef hún hefði bara ekki verið tekinn upp í slippstöð. Skipasmíðaiðnaðurinn var meira og minna kominn til Póllands. Aftur á móti hefur mér fundist Samfylkingin hingað til hafa verið verið frekar flínk í sínum áróðursbrellum. Illa lukkaðar auglýsingarÍ þessum kosningum þarf Samfylkingin á öllu sínu að halda til þess að draga athyglina frá því hvernig borginni hefur verið stjórnað undanfarin ár. Það kemur mér þess vegna frekar á óvart hversu illa lukkaðar auglýsingar fylkingarinnar eru. Auglýsingarnar um leiðinlega frjálshyggjugaurinn sem á að vera á móti öllu sem gott getur talist í mannheimum eru í besta falli undarlegar. Einhverra hluta vegna á manngarminum að vera uppsigað við fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sem er frekar áhugavert í ljósi þess að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem lagði grunn að þeim ágæta garði. Látum það vera. En mér finnst þessar auglýsingarnar sýna fyrst og fremst hversu afskaplega takmarkaðan skilning Samfylkingin hefur á þeirri hugmyndafræði sem hefur frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Þess vegna tekst þeim ekki að gera "fúlan á móti" fyndinn, maður verður að skilja viðfangsefnið til að geta gert grín að því. "Fagleg framtíðarsýn"Samfylkingin hefur á undanförnum árum keppst við að reyna að sannfæra þjóðina um að hún sé einhvers konar nýkratísk breiðfylking. Gamlar kreddukenningar á burt flognar og flokkurinn á nú að standa fyrir frjálsu markaðshagkerfi en um leið á að halda í hugmyndina um "réttlátt" þjóðfélag. Forystumennirnir hafa reynt að temja sér tungutak þeirra sem skilja að markaðshagkerfið þarf að blómstra til þess að hægt sé að byggja öflugt velferðarkerfi. Ingibjörg Sólrún er til dæmis steinhætt að flagga þeirri skoðun sinni að samkeppni sé leiðinleg og til óþurftar og orð eins og "fagleg framtíðarsýn" hafa lætt sér inn í íslenskt mál. En svo lítur maður til verka Samfylkingarinnar þar sem hún hefur haft tækifæri til að taka ákvarðanir og þá hverfa orðalepparnir. Eftir standa verk gamaldags vinstri flokks sem ekkert nýtt hefur fram að færa. Fjölbreytni í skólastarfiVið hægrimenn viljum sem mesta fjölbreytni í skólastarfi. Við vitum sem er að það er ekki til nein ein lausn á því hvernig best er að reka menntastofnanir. Það er því nauðsynlegt að hleypa sem flestum hugmyndum að og reyna þannig að tryggja að menntakerfið okkar standist samanburð við það sem best gerist annars staðar. Það viljum við gera meðal annars með því að setja almennar reglur um gæði skólastarfs og tryggja síðan að sjálfstætt reknir grunnskólar eins og til dæmis Ísaksskóli og Landakotsskóli fái þrifist við hlið skólanna sem borgin rekur. Þannig aukum við fjölbreytnina og þar með valið sem foreldrar hafa um menntun barna sinna. Opinberu skólarnir fá samkeppni og auðveldara er að leggja mat á árangur þeirra. Ef allir skólar eru steyptir í sama mót er erfiðara að koma auga á það sem betur mætti fara og hið opinbera þó ágætt sé, er ekki þekkt fyrir frumlega hugsun eða nýjar hugmyndir. Dýrir en ekki nógu góðirR-listinn og þar með Samfylkingin ber ábyrgð á því að hafa þrengt harkalega að sjálfstætt reknu skólunum í Reykjavík. Sú stefna er í hróplegu ósamræmi við þá mynd sem spunameistarar flokksins vilja draga upp fyrir kjósendum. En römm er blessuð taugin.Útgjöld til grunnskólans hafa vaxið mjög, sem er vel. Að meðaltali eru íslenskir grunnskólar nú í hópi þeirra dýrustu í löndum OECD. En samt sem áður er árangur okkar á þessu skólastigi ekkert til að hrópa sérstakt húrra fyrir. Við þurfum að nýta betur það fjármagn sem við verjum til grunnskólastarfsins þannig að reykvísk ungmenni verði með bestu menntun sem völ er á, við eigum ekki að sætta okkur við neitt minna. Í Reykjavík er hægt að koma við hæfilegri blöndu sjálfstætt rekinna skóla og skóla hins opinbera. Það tryggir fjölbreytni og val og þannig komum við best til móts við mismunandi þarfir nemenda og foreldra. Þunglamalegar og gamaldags vinstri lausnir Samfylkingarinnar munu ekki skila þeim árangri. P.S. Ég held að það sé ekki skynsamlegt hjá vini mínum Birni Inga að hóta erfiðleikum í ríkisstjórnarsamstarfinu ef hann verður ekki kosinn í borgarstjórnina. Ég skil að hann sé pirraður en það er ekki hægt að hræða okkur sjálfstæðismenn til að kjósa Framsóknarflokkinn, þó að manni líki vel við þann flokk eða einstaka frambjóðendur á hans vegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Ég hef oft furðað mig á því hvað við Sjálfstæðismenn getum verið klaufalegir með auglýsingar og áróður í kosningum. Í þingkosningunum 2003 birtum við til dæmis auglýsingu sem ætlað var að undirstrika hversu öflugt hagkerfið væri. Full ástæða var fyrir Sjálfstæðisflokkinn að auglýsa árangur sinn á því sviði. Það var því fundinn vinnulegur eldri maður með veðurbarið andlit, hann fór í vinnugalla og síðan horfði hann festulega í myndavélina. Hann var augljóslega harðákveðinn í því að kjósa okkur. Fín auglýsing ef hún hefði bara ekki verið tekinn upp í slippstöð. Skipasmíðaiðnaðurinn var meira og minna kominn til Póllands. Aftur á móti hefur mér fundist Samfylkingin hingað til hafa verið verið frekar flínk í sínum áróðursbrellum. Illa lukkaðar auglýsingarÍ þessum kosningum þarf Samfylkingin á öllu sínu að halda til þess að draga athyglina frá því hvernig borginni hefur verið stjórnað undanfarin ár. Það kemur mér þess vegna frekar á óvart hversu illa lukkaðar auglýsingar fylkingarinnar eru. Auglýsingarnar um leiðinlega frjálshyggjugaurinn sem á að vera á móti öllu sem gott getur talist í mannheimum eru í besta falli undarlegar. Einhverra hluta vegna á manngarminum að vera uppsigað við fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sem er frekar áhugavert í ljósi þess að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem lagði grunn að þeim ágæta garði. Látum það vera. En mér finnst þessar auglýsingarnar sýna fyrst og fremst hversu afskaplega takmarkaðan skilning Samfylkingin hefur á þeirri hugmyndafræði sem hefur frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Þess vegna tekst þeim ekki að gera "fúlan á móti" fyndinn, maður verður að skilja viðfangsefnið til að geta gert grín að því. "Fagleg framtíðarsýn"Samfylkingin hefur á undanförnum árum keppst við að reyna að sannfæra þjóðina um að hún sé einhvers konar nýkratísk breiðfylking. Gamlar kreddukenningar á burt flognar og flokkurinn á nú að standa fyrir frjálsu markaðshagkerfi en um leið á að halda í hugmyndina um "réttlátt" þjóðfélag. Forystumennirnir hafa reynt að temja sér tungutak þeirra sem skilja að markaðshagkerfið þarf að blómstra til þess að hægt sé að byggja öflugt velferðarkerfi. Ingibjörg Sólrún er til dæmis steinhætt að flagga þeirri skoðun sinni að samkeppni sé leiðinleg og til óþurftar og orð eins og "fagleg framtíðarsýn" hafa lætt sér inn í íslenskt mál. En svo lítur maður til verka Samfylkingarinnar þar sem hún hefur haft tækifæri til að taka ákvarðanir og þá hverfa orðalepparnir. Eftir standa verk gamaldags vinstri flokks sem ekkert nýtt hefur fram að færa. Fjölbreytni í skólastarfiVið hægrimenn viljum sem mesta fjölbreytni í skólastarfi. Við vitum sem er að það er ekki til nein ein lausn á því hvernig best er að reka menntastofnanir. Það er því nauðsynlegt að hleypa sem flestum hugmyndum að og reyna þannig að tryggja að menntakerfið okkar standist samanburð við það sem best gerist annars staðar. Það viljum við gera meðal annars með því að setja almennar reglur um gæði skólastarfs og tryggja síðan að sjálfstætt reknir grunnskólar eins og til dæmis Ísaksskóli og Landakotsskóli fái þrifist við hlið skólanna sem borgin rekur. Þannig aukum við fjölbreytnina og þar með valið sem foreldrar hafa um menntun barna sinna. Opinberu skólarnir fá samkeppni og auðveldara er að leggja mat á árangur þeirra. Ef allir skólar eru steyptir í sama mót er erfiðara að koma auga á það sem betur mætti fara og hið opinbera þó ágætt sé, er ekki þekkt fyrir frumlega hugsun eða nýjar hugmyndir. Dýrir en ekki nógu góðirR-listinn og þar með Samfylkingin ber ábyrgð á því að hafa þrengt harkalega að sjálfstætt reknu skólunum í Reykjavík. Sú stefna er í hróplegu ósamræmi við þá mynd sem spunameistarar flokksins vilja draga upp fyrir kjósendum. En römm er blessuð taugin.Útgjöld til grunnskólans hafa vaxið mjög, sem er vel. Að meðaltali eru íslenskir grunnskólar nú í hópi þeirra dýrustu í löndum OECD. En samt sem áður er árangur okkar á þessu skólastigi ekkert til að hrópa sérstakt húrra fyrir. Við þurfum að nýta betur það fjármagn sem við verjum til grunnskólastarfsins þannig að reykvísk ungmenni verði með bestu menntun sem völ er á, við eigum ekki að sætta okkur við neitt minna. Í Reykjavík er hægt að koma við hæfilegri blöndu sjálfstætt rekinna skóla og skóla hins opinbera. Það tryggir fjölbreytni og val og þannig komum við best til móts við mismunandi þarfir nemenda og foreldra. Þunglamalegar og gamaldags vinstri lausnir Samfylkingarinnar munu ekki skila þeim árangri. P.S. Ég held að það sé ekki skynsamlegt hjá vini mínum Birni Inga að hóta erfiðleikum í ríkisstjórnarsamstarfinu ef hann verður ekki kosinn í borgarstjórnina. Ég skil að hann sé pirraður en það er ekki hægt að hræða okkur sjálfstæðismenn til að kjósa Framsóknarflokkinn, þó að manni líki vel við þann flokk eða einstaka frambjóðendur á hans vegum.