Silvía og Háskólasjúkrahúsið 22. maí 2006 18:37 Silvía Nótt komst ekki áfram í Eurovision og lýsti frati á tilstandið allt. Meðalaldurinn heima hjá mér er svo miðaldra, að heimilisfólk hefur ekki almennilega fattað þennan brandara. Ég verð að viðurkenna að ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé eins og ef það þætti voða sniðugt heima hjá einhverjum að prumpa. Yngri en tíu ára finnst það oft ótrúlega fyndið. Svo fer heimilisfólk saman út á Austurvöll og prumpar, allir í einu, og þá kemur í ljós að þetta er einhver einkabrandari. Ábyrgðarmaður nú eða -kona heimilisins yrði ábyggilega svolítið hugsi, ég velti fyrir mér hvort einhver sé hugsi út af Silvíu Nótt og framlagi hennar til íslenskrar menningar, ef ég man rétt voru reglur eitthvað sveigðar til að hún tæki þátt í keppninni. Auðvitað segir einhver að það sé bæði forpokað og fyrir neðan belti að tala um þetta núna, hvað hefði þessi kerling (hún ég) sagt ef Silvía Nótt hefði unnið. Ég hugsa svei mér þá að ég hefði býsnast þá líka og væntanlega örvænt um menningarstigið í Evrópu - en nóg um það. Nú verður kosið! Hlýt að viðurkenna að það tók mig svolitla stund að skilja ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á föstudaginn um innanmein og klofning í R-listanum. Ég vona sannarlega að honum sé ljóst að R-listinn er ekki lengur til og býður ekki fram í kosningunum á laugardaginn kemur. Ég held líka að það sé rétt hjá mér að í síðustu kosningum hafi R-listinn verið einhverskonar kosningabandlag þriggja flokka og því ekki óeðlilegt að sungið væri margraddað. Ástæðan fyrir þessum ummælum forystumanns sjálfstæðismanna var sameiginleg ákvörðun framsóknarmannsins í borgarstjórninni og Sjálfstæðisflokksins að láta gamla íþróttafélagið framsóknarmannsins fá 25 milljónir aukreitis, svona rétt áður en Alfreð hætti. Það kom einfaldlega í ljós þegar farið var yfir þessar tölur hjá Fram að það vantaði uppá hjá þeim til þess að þeir gætu klárað sína uppbyggingu sagði Vilhjálmur. Jahá - ég er hrædd um að fjármálastjórnin fari fljótt úr böndunum í Reykjavík, ef Sjálfstæðisflokkur kemst til valda með Vilhjálm í fararbroddi. Ég er ekki alveg viss um að önnur íþróttafélög, nú eða ungmennafélög, sem starfa í borginni séu mjög ánægð. En auðvitað segir enginn múkk því það gæti komið þeim í koll síðar og væri náttúrlega alveg gasalega ranglátt gagnvart Fram eins og Vilhjálmur segir. Svo eru kerlingar eins og ég sem fá hnút í magann vegna þess að nú er ætlunin að haga sér í borginni eins og ráðafólkið gerir í stjórnarráðinu. Ég skora á fólk að koma í veg fyrir að svo geti orðið. Forystumaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli mína fyrir annað fyrr í vikunni. Þá voru það ummæli hans um háskólasjúkrahúsið. Hann sagðist sem sagt alltaf hafa haft efasemdir um að það risi þar sem áætlað er, þ.e. í nágrenni háskólans. Hins vegar sagði hann að ríkið hefði mikinn rétt í þessu máli og þess vegna væri það ekki á valdi borgarinnar að breyta neinu þar um. Þetta fannst mér nú fremur aumt af hálfu mannsins, það var einmitt þetta viðhorf sem olli því að Hringbrautarhryllingurinn er það sem hann er. Vegagerðin hafði hana nefnilega á kortum sínum, Nesbraut held ég að mannvirkið heiti þar, og borgarfulltrúar þóttust hafa mest lítið um málið að segja. Hvers eigum við borgarbúar að gjalda ef ríkisvaldið ræður meira um skipulagmál en við sem eigum heima hérna, eða er þetta kannski bara aðferð þeirra sem bjóða sig fram og/eða hafa verið kjörnir í borgarstjórn til að skjóta sér undan ábyrgð og taka afstöðu í málum sem skiptar skoðanir eru um. Annars er ég ósammála forystumanni Sjálfstæðisflokksins og um leið sammála Samfylkingunni um hvar spítalinn á að rísa og um leið ósammála. Sjúkrahúsið er einn stærsti vinnustaður landsins, ef ekki sá stærsti. Fullt af fólki fer þess vegna á þennan stað til vinnu, gestir sem heimsækja sjúklinga eru á ferðinni og aðrir koma til rannsókna eða eftirlits, því miður sumir svo lasnir að það má þá kannski einu skipta hvar spítalinn er niðurkominn, allt hitt fólkið er hins vegar líklegt til að setja svip á miðbæinn sem er í næsta nágrenni. Háskólasjúkrahúsið og mannlífið sem fylgir því er þess vegna líklegt til að gæða miðbæinn og allt nágrenni sitt iðandi mannlífi og það er einmitt það sem borgarlíf snýst um - eða hvað ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Silvía Nótt komst ekki áfram í Eurovision og lýsti frati á tilstandið allt. Meðalaldurinn heima hjá mér er svo miðaldra, að heimilisfólk hefur ekki almennilega fattað þennan brandara. Ég verð að viðurkenna að ég hef velt þessu svolítið fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé eins og ef það þætti voða sniðugt heima hjá einhverjum að prumpa. Yngri en tíu ára finnst það oft ótrúlega fyndið. Svo fer heimilisfólk saman út á Austurvöll og prumpar, allir í einu, og þá kemur í ljós að þetta er einhver einkabrandari. Ábyrgðarmaður nú eða -kona heimilisins yrði ábyggilega svolítið hugsi, ég velti fyrir mér hvort einhver sé hugsi út af Silvíu Nótt og framlagi hennar til íslenskrar menningar, ef ég man rétt voru reglur eitthvað sveigðar til að hún tæki þátt í keppninni. Auðvitað segir einhver að það sé bæði forpokað og fyrir neðan belti að tala um þetta núna, hvað hefði þessi kerling (hún ég) sagt ef Silvía Nótt hefði unnið. Ég hugsa svei mér þá að ég hefði býsnast þá líka og væntanlega örvænt um menningarstigið í Evrópu - en nóg um það. Nú verður kosið! Hlýt að viðurkenna að það tók mig svolitla stund að skilja ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á föstudaginn um innanmein og klofning í R-listanum. Ég vona sannarlega að honum sé ljóst að R-listinn er ekki lengur til og býður ekki fram í kosningunum á laugardaginn kemur. Ég held líka að það sé rétt hjá mér að í síðustu kosningum hafi R-listinn verið einhverskonar kosningabandlag þriggja flokka og því ekki óeðlilegt að sungið væri margraddað. Ástæðan fyrir þessum ummælum forystumanns sjálfstæðismanna var sameiginleg ákvörðun framsóknarmannsins í borgarstjórninni og Sjálfstæðisflokksins að láta gamla íþróttafélagið framsóknarmannsins fá 25 milljónir aukreitis, svona rétt áður en Alfreð hætti. Það kom einfaldlega í ljós þegar farið var yfir þessar tölur hjá Fram að það vantaði uppá hjá þeim til þess að þeir gætu klárað sína uppbyggingu sagði Vilhjálmur. Jahá - ég er hrædd um að fjármálastjórnin fari fljótt úr böndunum í Reykjavík, ef Sjálfstæðisflokkur kemst til valda með Vilhjálm í fararbroddi. Ég er ekki alveg viss um að önnur íþróttafélög, nú eða ungmennafélög, sem starfa í borginni séu mjög ánægð. En auðvitað segir enginn múkk því það gæti komið þeim í koll síðar og væri náttúrlega alveg gasalega ranglátt gagnvart Fram eins og Vilhjálmur segir. Svo eru kerlingar eins og ég sem fá hnút í magann vegna þess að nú er ætlunin að haga sér í borginni eins og ráðafólkið gerir í stjórnarráðinu. Ég skora á fólk að koma í veg fyrir að svo geti orðið. Forystumaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli mína fyrir annað fyrr í vikunni. Þá voru það ummæli hans um háskólasjúkrahúsið. Hann sagðist sem sagt alltaf hafa haft efasemdir um að það risi þar sem áætlað er, þ.e. í nágrenni háskólans. Hins vegar sagði hann að ríkið hefði mikinn rétt í þessu máli og þess vegna væri það ekki á valdi borgarinnar að breyta neinu þar um. Þetta fannst mér nú fremur aumt af hálfu mannsins, það var einmitt þetta viðhorf sem olli því að Hringbrautarhryllingurinn er það sem hann er. Vegagerðin hafði hana nefnilega á kortum sínum, Nesbraut held ég að mannvirkið heiti þar, og borgarfulltrúar þóttust hafa mest lítið um málið að segja. Hvers eigum við borgarbúar að gjalda ef ríkisvaldið ræður meira um skipulagmál en við sem eigum heima hérna, eða er þetta kannski bara aðferð þeirra sem bjóða sig fram og/eða hafa verið kjörnir í borgarstjórn til að skjóta sér undan ábyrgð og taka afstöðu í málum sem skiptar skoðanir eru um. Annars er ég ósammála forystumanni Sjálfstæðisflokksins og um leið sammála Samfylkingunni um hvar spítalinn á að rísa og um leið ósammála. Sjúkrahúsið er einn stærsti vinnustaður landsins, ef ekki sá stærsti. Fullt af fólki fer þess vegna á þennan stað til vinnu, gestir sem heimsækja sjúklinga eru á ferðinni og aðrir koma til rannsókna eða eftirlits, því miður sumir svo lasnir að það má þá kannski einu skipta hvar spítalinn er niðurkominn, allt hitt fólkið er hins vegar líklegt til að setja svip á miðbæinn sem er í næsta nágrenni. Háskólasjúkrahúsið og mannlífið sem fylgir því er þess vegna líklegt til að gæða miðbæinn og allt nágrenni sitt iðandi mannlífi og það er einmitt það sem borgarlíf snýst um - eða hvað ?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun