Skaðlegt óvissuástand 8. júní 2006 00:01 Hið fullkomna uppnám sem brostið er á um stjórn landsins gæti tæplega komið á verri tíma. Um alllanga hríð hefur dökkt útlit í efnahagslífinu kallað eftir styrkri og samhentri ríkisstjórn sem væri tilbúin að taka frumkvæði og ganga til verka af festu og einurð. Sú stjórn sem nú er við völd virðist hreint ekki búa yfir slíkri staðfestu. Má reyndar færa rök fyrir því að henni hafi verið þrotinn kraftur áður en kom að því uppgjöri sem nú er hafið innan Framsóknarflokksins og ekki sér fyrir endann á. Ljóst er að það uppgjör mun að minnsta kosti standa fram yfir boðað flokksþing í haust. Þarf ekki að fara mörgum orðum um að slík innanflokksátök veikja brothætt samstarf ríkisstjórnarflokkannna enn frekar, sem flækist aftur verulega fyrir því að ríkisstjórnin sinni því starfi sínu að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa nú farið saman með stjórn landsins í tæp þrjú kjörtímabil og þreytumerkin á samstarfinu eru öllum sýnileg sem vilja sjá. Á næstu dögum er stefnt að því að Geir H. Haarde taki forsæti í ríkisstjórn og mun hann þá verða þriðji forsætisráðherrann á jafnmörgum árum. Ástandið innan ríkisstjórnarinnar undanfarin ár minnir um margt á dauðateygjur Reykjavíkurlistans, sem var kominn langt fram yfir síðasta söludag þegar hann ákvað loks að leggja sjálfan sig niður. Þar var sama forystukreppan en R-listinn leiddi einmitt til valda þrjá borgarstjóra á einu kjörtímabili. Það var punktur sem sjálfstæðismenn þreyttust með réttu ekki á að benda á fyrir kosningarnar í vor, og hafði sitt að segja um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sest senn í sæti borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Brýn úrlausnarmál bíða um stjórn efnahagsmála. Aðrir aðilar íslensks efnahagslífs en ríkisstjórnin hafa þegar sett af stað umræður og vinnu til að freista þess að sæmilega mjúk lending náist í íslensku efnahagslífi. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ræða sín á milli ákveðnar lausnir og hafa jafnframt biðlað eftir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Stóra spurningin er hversu vel hún er í stakk búin til að svara slíku kalli. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja afsögn ríkisstjórnarinnar og að boðað verði til þingkosninga sem fyrst. Ef hlutirnir breytast ekki þeim mun meira á allra næstu dögum er ekki hægt að segja annað en að sú krafa sé sanngjörn og skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun
Hið fullkomna uppnám sem brostið er á um stjórn landsins gæti tæplega komið á verri tíma. Um alllanga hríð hefur dökkt útlit í efnahagslífinu kallað eftir styrkri og samhentri ríkisstjórn sem væri tilbúin að taka frumkvæði og ganga til verka af festu og einurð. Sú stjórn sem nú er við völd virðist hreint ekki búa yfir slíkri staðfestu. Má reyndar færa rök fyrir því að henni hafi verið þrotinn kraftur áður en kom að því uppgjöri sem nú er hafið innan Framsóknarflokksins og ekki sér fyrir endann á. Ljóst er að það uppgjör mun að minnsta kosti standa fram yfir boðað flokksþing í haust. Þarf ekki að fara mörgum orðum um að slík innanflokksátök veikja brothætt samstarf ríkisstjórnarflokkannna enn frekar, sem flækist aftur verulega fyrir því að ríkisstjórnin sinni því starfi sínu að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa nú farið saman með stjórn landsins í tæp þrjú kjörtímabil og þreytumerkin á samstarfinu eru öllum sýnileg sem vilja sjá. Á næstu dögum er stefnt að því að Geir H. Haarde taki forsæti í ríkisstjórn og mun hann þá verða þriðji forsætisráðherrann á jafnmörgum árum. Ástandið innan ríkisstjórnarinnar undanfarin ár minnir um margt á dauðateygjur Reykjavíkurlistans, sem var kominn langt fram yfir síðasta söludag þegar hann ákvað loks að leggja sjálfan sig niður. Þar var sama forystukreppan en R-listinn leiddi einmitt til valda þrjá borgarstjóra á einu kjörtímabili. Það var punktur sem sjálfstæðismenn þreyttust með réttu ekki á að benda á fyrir kosningarnar í vor, og hafði sitt að segja um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sest senn í sæti borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Brýn úrlausnarmál bíða um stjórn efnahagsmála. Aðrir aðilar íslensks efnahagslífs en ríkisstjórnin hafa þegar sett af stað umræður og vinnu til að freista þess að sæmilega mjúk lending náist í íslensku efnahagslífi. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið ræða sín á milli ákveðnar lausnir og hafa jafnframt biðlað eftir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Stóra spurningin er hversu vel hún er í stakk búin til að svara slíku kalli. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja afsögn ríkisstjórnarinnar og að boðað verði til þingkosninga sem fyrst. Ef hlutirnir breytast ekki þeim mun meira á allra næstu dögum er ekki hægt að segja annað en að sú krafa sé sanngjörn og skynsamleg.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun