Línur skýrast 11. júní 2006 02:46 Nú er óðum að stokkast úr spilum eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir hálfum mánuði, síðast með tilkynningu Halldórs Ásgrímssonar í gær um breytingar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Mál hafa þróast þannig að línur í íslenskum stjórnmálum virðast í kjölfar þessara sveitarstjórnarkosninga að mörgu leyti skýrari en þær hafa lengi verið. Framsóknarflokkurinn hefur fest sig í sessi sem nokkurs konar fylgihnöttur Sjálfstæðisflokksins. Það hefur gerst með samstarfi flokkanna tveggja í sveitarstjórnum eftir kosningarnar nánast alls staðar þar sem því varð mögulega viðkomið og einnig með þeim breytingum sem eru að verða í ráðherraliði flokksins og forystusveit. Halldór Ásgrímsson axlar vissulega ábyrgð á slöku gengi Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum með því að draga sig út úr stjórnmálum eftir að hafa helgað þeim vettvangi mestan sinn starfsaldur. En með þeim gjörningi að hverfa úr stóli forsætisráðherra og afhenda hann samstarfsflokknum innsiglar Framsóknarflokkurinn hlutverk sitt sem fótgönguliðasveit með Sjálfstæðisflokknum. Á væng stjórnarandstöðunnar eru línur einnig að skýrast. Í máli formanns Samfylkingarinnar fundi flokksráðs í gær kom á afdráttalausari hátt en nokkru sinni áður fram að Samfylkingin hvetur til samstöðu stjórnarandstöðuflokkanna og stefnir að stjórnarsamstarfi til vinstri eftir Alþingiskosningarnar á komandi vori. Svo virðist sem ráðamenn í Samfylkingunni ætli nú að láta af pirringi sínum í garð Vinstri grænna enda hefur sá pirringur og um leið sókn flokksins til hægri ekki skilað þeim árangri sem samfylkingarfólk hafði hugsanlega búist við. Nú stendur hugurinn til þess að "mynda stjórn jafnaðarsinna" þannig að ljóst er að Framsóknarflokkurinn er ekki lengur fyrsti kostur Samfylkingarinnar í vali á samstarfsflokki til hugsanlegrar stjórnarmyndunar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar um breytta sýn á stóriðju og virkjanamálum þannig að stóriðjustefna verði ekki lengur þungamiðja í atvinnustefnu og að hugað verði að því að virkjanir skaði ekki náttúru til frambúðar innsiglar að í Samfylkingunni er nú litið í átt til Vinstri grænna. Á sama tíma undirstrika stjórnarflokkarnir áhugaleysi sitt á umhverfismálum, og í raun virðingarleysi sitt gagnvart þeim málaflokki, með því að nota ráðuneyti umhverfismála sem fyrstu skiptimynt enn og aftur í breytingunum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Aðdragandi alþingiskosninga er hafinn. Vissulega verður áreiðanlega rólegt í stjórnmálunum í sumar eins og endranær á þeim árstíma, en ekki er að efa að kosningavetur getur orðið býsna fjörlegur. Skýrari línur stjórnmálaflokkanna gera það að verkum að valkostir kjósenda í vor eru ákveðnari en verið hefur. Því má leyfa sér að vona að stjórnmálaumræðan í aðdraganda þingkosninganna verði málefnaleg og skemmtileg og snúist hugsanlega meira um grundvallarsjónarmið í stjórnmálum en oft áður. Áhugafólk um stjórnmál ætti því að geta verið fullt bjartsýni á gjöfula og skemmtilega stjórnmálaumræðu næstu misseri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Nú er óðum að stokkast úr spilum eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir hálfum mánuði, síðast með tilkynningu Halldórs Ásgrímssonar í gær um breytingar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Mál hafa þróast þannig að línur í íslenskum stjórnmálum virðast í kjölfar þessara sveitarstjórnarkosninga að mörgu leyti skýrari en þær hafa lengi verið. Framsóknarflokkurinn hefur fest sig í sessi sem nokkurs konar fylgihnöttur Sjálfstæðisflokksins. Það hefur gerst með samstarfi flokkanna tveggja í sveitarstjórnum eftir kosningarnar nánast alls staðar þar sem því varð mögulega viðkomið og einnig með þeim breytingum sem eru að verða í ráðherraliði flokksins og forystusveit. Halldór Ásgrímsson axlar vissulega ábyrgð á slöku gengi Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum með því að draga sig út úr stjórnmálum eftir að hafa helgað þeim vettvangi mestan sinn starfsaldur. En með þeim gjörningi að hverfa úr stóli forsætisráðherra og afhenda hann samstarfsflokknum innsiglar Framsóknarflokkurinn hlutverk sitt sem fótgönguliðasveit með Sjálfstæðisflokknum. Á væng stjórnarandstöðunnar eru línur einnig að skýrast. Í máli formanns Samfylkingarinnar fundi flokksráðs í gær kom á afdráttalausari hátt en nokkru sinni áður fram að Samfylkingin hvetur til samstöðu stjórnarandstöðuflokkanna og stefnir að stjórnarsamstarfi til vinstri eftir Alþingiskosningarnar á komandi vori. Svo virðist sem ráðamenn í Samfylkingunni ætli nú að láta af pirringi sínum í garð Vinstri grænna enda hefur sá pirringur og um leið sókn flokksins til hægri ekki skilað þeim árangri sem samfylkingarfólk hafði hugsanlega búist við. Nú stendur hugurinn til þess að "mynda stjórn jafnaðarsinna" þannig að ljóst er að Framsóknarflokkurinn er ekki lengur fyrsti kostur Samfylkingarinnar í vali á samstarfsflokki til hugsanlegrar stjórnarmyndunar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar um breytta sýn á stóriðju og virkjanamálum þannig að stóriðjustefna verði ekki lengur þungamiðja í atvinnustefnu og að hugað verði að því að virkjanir skaði ekki náttúru til frambúðar innsiglar að í Samfylkingunni er nú litið í átt til Vinstri grænna. Á sama tíma undirstrika stjórnarflokkarnir áhugaleysi sitt á umhverfismálum, og í raun virðingarleysi sitt gagnvart þeim málaflokki, með því að nota ráðuneyti umhverfismála sem fyrstu skiptimynt enn og aftur í breytingunum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Aðdragandi alþingiskosninga er hafinn. Vissulega verður áreiðanlega rólegt í stjórnmálunum í sumar eins og endranær á þeim árstíma, en ekki er að efa að kosningavetur getur orðið býsna fjörlegur. Skýrari línur stjórnmálaflokkanna gera það að verkum að valkostir kjósenda í vor eru ákveðnari en verið hefur. Því má leyfa sér að vona að stjórnmálaumræðan í aðdraganda þingkosninganna verði málefnaleg og skemmtileg og snúist hugsanlega meira um grundvallarsjónarmið í stjórnmálum en oft áður. Áhugafólk um stjórnmál ætti því að geta verið fullt bjartsýni á gjöfula og skemmtilega stjórnmálaumræðu næstu misseri.