Annars konar ríkisstjórn 12. júní 2006 01:27 Eftir fordæmalausa hringiðu innan Framsóknarflokksins hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið endurreist. Það byggir á sömu stefnuyfirlýsingu og áður. Hitt er eigi að síður deginum ljósara að það er um sumt annars eðlis. Stjórnarsamstarfið hefur í rúm ellefu ár byggst á samvirkri forystu tveggja formanna hverju sinni. Að því leyti hefur verið jafnræði með flokkunum. Með brotthvarfi Halldórs Ásgrímssonar breytist þetta. Þó að Framsóknarflokkurinn hafi fjölgað ráðherrum sínum á kostnað samstarfsflokksins hefur pólitískt vægi hans í reynd minnkað; um sinn að minnsta kosti. Ný ríkisstjórn byggir ekki á sams konar tvíeyki tveggja formanna. Það gefur Geir Haarde, væntanlegum forsætisráðherra, að öllum líkindum sterkari stöðu og meira svigrúm en forverar hans höfðu. En ekki þarf allt að vera sem sýnist í því. Hætt er við að ríkisstjórnin sem heild verði veikari fyrir vikið. Framsóknarflokkurinn á ekki einasta eftir að velja nýja forystu. Hann á eftir að gera upp við sig hvort hverfa eigi til fortíðar um stefnu og markmið eða viðhalda þeirri raunverulegu frjálslyndu miðjustefnu sem fráfarandi formaður hefur innleitt. Fyrr en flokkurinn hefur svarað þeim spurningum er erfitt um vik að sjá með nokkurri vissu hvort umrót síðustu vikna kallar fram nýtt mynstur í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa gefið til kynna að þá fýsi meir en til þessa að bjóða kjósendum upp á skýran samstarfskost til mótvægis við ríkisstjórnarflokkana í næstu kosningum. Slík staða væri um margt æskileg. Það er eðlilegt og lýðræðislegt sjónarmið að kjósendur sjálfir geti í kosningum valið milli tveggja ríkisstjórnarkosta. Áhrif kjósenda eru einfaldlega minni þegar val þeirra snýst einvörðungu um að setja lóð á vorgarskálar innbyrðis valdaviðskipta forystumanna flokkanna eftir kosningar. Allar aðstæður að þessu leyti geta hins vegar breyst í meiri eða minni mæli fram að kosningum. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sótt inn á miðjuna að undanförnu. Fari svo að Samfylkingin kjósi að færa sig til vinstri eykst rýmið á miðjunni. Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnarflokkarnir, annar hvor eða báðir, nýti sér það. Framsóknarflokkurinn sætir nú nokkuð almennri gagnrýni fyrir að sækjast eftir meiri áhrifum og völdum í ríkisstjórn og í sveitarstjórnum en hlutfallslegt kjörfylgi hans segir til um. Þetta er áhugavert skoðunarefni. Alþýðuflokkurinn fékk til að mynda helmingaskipti við stjórnarmyndunina 1991 með talsvert minni þingstyrk en Framsóknarflokkurinn hefur í dag. Það þótti ekki bera vott um ólýðræðislega valdafíkn. Í flestum kosningum eiga andstööuflokkar Sjálfstæðisflokksins það sameiginlegt að höfða til kjósenda með fullyrðingum um að þeir séu hver um sig í bestri stöðu til þess að hefta valdaframgang hans. Í því ljósi vaknar sú spurning, að því gefnu að þeir nái ekki sjálfir saman, hvort óeðlilegt eigi að teljast að þeir nýti stöðu sína eftir kosningar til þess að takmarka völd Sjálfstæðisflokksins sem mest? Þá er á það að líta að skoðanamengi flokka geta verið í ósamræmi við kjörfylgi þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur þannig víðara skoðanasvið og ef til vill ekki eins markvisst og Vinstri grænt. Af sjálfu leiðir að hann á auðveldara með að ná samkomulagi við aðra flokka. Þannig kostar stefnufesta stundum völd. Þetta er eðli þess lýðræðisforms sem við búum við. En kjósendur dæma síðan um trúverðugleika. Það er önnur saga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Eftir fordæmalausa hringiðu innan Framsóknarflokksins hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið endurreist. Það byggir á sömu stefnuyfirlýsingu og áður. Hitt er eigi að síður deginum ljósara að það er um sumt annars eðlis. Stjórnarsamstarfið hefur í rúm ellefu ár byggst á samvirkri forystu tveggja formanna hverju sinni. Að því leyti hefur verið jafnræði með flokkunum. Með brotthvarfi Halldórs Ásgrímssonar breytist þetta. Þó að Framsóknarflokkurinn hafi fjölgað ráðherrum sínum á kostnað samstarfsflokksins hefur pólitískt vægi hans í reynd minnkað; um sinn að minnsta kosti. Ný ríkisstjórn byggir ekki á sams konar tvíeyki tveggja formanna. Það gefur Geir Haarde, væntanlegum forsætisráðherra, að öllum líkindum sterkari stöðu og meira svigrúm en forverar hans höfðu. En ekki þarf allt að vera sem sýnist í því. Hætt er við að ríkisstjórnin sem heild verði veikari fyrir vikið. Framsóknarflokkurinn á ekki einasta eftir að velja nýja forystu. Hann á eftir að gera upp við sig hvort hverfa eigi til fortíðar um stefnu og markmið eða viðhalda þeirri raunverulegu frjálslyndu miðjustefnu sem fráfarandi formaður hefur innleitt. Fyrr en flokkurinn hefur svarað þeim spurningum er erfitt um vik að sjá með nokkurri vissu hvort umrót síðustu vikna kallar fram nýtt mynstur í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa gefið til kynna að þá fýsi meir en til þessa að bjóða kjósendum upp á skýran samstarfskost til mótvægis við ríkisstjórnarflokkana í næstu kosningum. Slík staða væri um margt æskileg. Það er eðlilegt og lýðræðislegt sjónarmið að kjósendur sjálfir geti í kosningum valið milli tveggja ríkisstjórnarkosta. Áhrif kjósenda eru einfaldlega minni þegar val þeirra snýst einvörðungu um að setja lóð á vorgarskálar innbyrðis valdaviðskipta forystumanna flokkanna eftir kosningar. Allar aðstæður að þessu leyti geta hins vegar breyst í meiri eða minni mæli fram að kosningum. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sótt inn á miðjuna að undanförnu. Fari svo að Samfylkingin kjósi að færa sig til vinstri eykst rýmið á miðjunni. Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnarflokkarnir, annar hvor eða báðir, nýti sér það. Framsóknarflokkurinn sætir nú nokkuð almennri gagnrýni fyrir að sækjast eftir meiri áhrifum og völdum í ríkisstjórn og í sveitarstjórnum en hlutfallslegt kjörfylgi hans segir til um. Þetta er áhugavert skoðunarefni. Alþýðuflokkurinn fékk til að mynda helmingaskipti við stjórnarmyndunina 1991 með talsvert minni þingstyrk en Framsóknarflokkurinn hefur í dag. Það þótti ekki bera vott um ólýðræðislega valdafíkn. Í flestum kosningum eiga andstööuflokkar Sjálfstæðisflokksins það sameiginlegt að höfða til kjósenda með fullyrðingum um að þeir séu hver um sig í bestri stöðu til þess að hefta valdaframgang hans. Í því ljósi vaknar sú spurning, að því gefnu að þeir nái ekki sjálfir saman, hvort óeðlilegt eigi að teljast að þeir nýti stöðu sína eftir kosningar til þess að takmarka völd Sjálfstæðisflokksins sem mest? Þá er á það að líta að skoðanamengi flokka geta verið í ósamræmi við kjörfylgi þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur þannig víðara skoðanasvið og ef til vill ekki eins markvisst og Vinstri grænt. Af sjálfu leiðir að hann á auðveldara með að ná samkomulagi við aðra flokka. Þannig kostar stefnufesta stundum völd. Þetta er eðli þess lýðræðisforms sem við búum við. En kjósendur dæma síðan um trúverðugleika. Það er önnur saga.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun