Haldið úr hlaði með baggana 15. júní 2006 00:01 Nýr meirihluti hefur tekið við í borgarstjórn Reykjavíkur. Í almennu pólitísku samhengi markar sá atburður nokkur tímamót með því að þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að meirihluta í borginni í samstarfi við annan flokk. Þetta er einnig fyrsti meirihlutinn í Reykjavík sem kjósendur hafa ekki valið beint. Um margt er því eðlilegt að mismunandi sjónarmið komi fram um deilingu valda og ábyrgðar milli flokka af jafn ólíkri stærð og raun er á. En það eru þó aukaatriði. Það er stefna nýja meirihlutans sem skiptir máli. Þegar upp verður staðið er það hún og framkvæmd hennar sem ræður dómum borgaranna. Í ljósi umræðunnar fyrir kosningar kemur fátt á óvart í stefnuskrá meirihlutans. Hún er í samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru í kosningabaráttunni. Þungi áformanna er á sviði velferðar- og fjölskyldumála. Þó að útfærslur í kosningastefnuskrám flokkanna hafi verið mismunandi á þessum sviðum hnigu þær í öllum grundvallaratriðum í sömu átt. Fyrir þá sök má vænta ágreinings milli meiri- og minnihluta borgarstjórnar um einstök efnistök fremur en um grundvallar hugmyndafræði. Efst á málefnaskrá meirihlutans eru mál af þessu tagi. Þar má nefna byggingu leigu- og þjónustuíbúða fyrir aldraða. Þau viðfangsefni eru sannarlega svar við þungri almennri kröfu. Það er einfaldlega gott til þess að vita að þessar úrbætur í málefnum aldraðra skuli vera komnar efst á forgangslista framkvæmdanna. Barnafjölskyldur hljóta einnig að fagna lækkun gjalda á leikskólum. Á sama hátt geta barnafjölskyldur glaðst yfir áformum sem miða að því að auðvelda börnum þátttöku í fjölbreyttu íþrótta- og félagsstarfi. En sú krafa stendur jafnframt á meirihlutann að láta þessi áform ekki veikja fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Satt best að segja hefur skort á það í stjórnmálaumræðu hér á landi að fyrirheit um útgjöld væru með skýrum hætti tengd fjáröflun. Meðal margra annarra þjóða er stjórnmálaumræðan undir meiri aga að þessu leyti. Nýi meirihlutinn myndi gera gott í því að setja sjálfan sig undir harðan aga að þessu leyti til. Um það bil sem kosningabaráttan var að hefjast var á þessum vettvangi varað við því að frambjóðendur til borgarstjórnar lofuðu kjósendum um of framkvæmdum úr ríkissjóði. Þó að ríkissjóður kosti ýmsar framkvæmdir sem tengjast borgarsamfélaginu á borgarstjórn að takmarka útgjaldaloforð sín við borgarsjóð. Nýi meirihlutinn hefur nú lofað mislægum gatnamótum þar sem Kringlumýrarbraut og Miklabraut mætast. Jafnframt hefur hann lofað að framkvæmdir muni hefjast við Sundabraut. Hvort tveggja er á kostnað ríkissjóðs. Nú háttar svo til að opinberir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leggja talsvert af mörkum til þess að ná stöðugleika á ný í þjóðarbúskapnum. Það mun ekki gerast nema ríkið fresti ýmsum framkvæmdum sem verið hafa á döfinni. Það getur ekki talist ábyrg afstaða taki borgarstjórnarmeirihlutinn ekki fullan þátt í því viðfangsefni. Loforð um þessi kostnaðarverkefni ríkissjóðs veldur því miklum vonbrigðum eins og sakir standa. Ekkert mál er nú mikilvægara en að koma böndum á verðbólguna. Í umferðinni í Reykjavík er taugaveiklun meira vandamál en skortur á malbiki og steinsteypu; án þess að lítið skuli gert úr mikilvægi góðra æða í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun
Nýr meirihluti hefur tekið við í borgarstjórn Reykjavíkur. Í almennu pólitísku samhengi markar sá atburður nokkur tímamót með því að þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að meirihluta í borginni í samstarfi við annan flokk. Þetta er einnig fyrsti meirihlutinn í Reykjavík sem kjósendur hafa ekki valið beint. Um margt er því eðlilegt að mismunandi sjónarmið komi fram um deilingu valda og ábyrgðar milli flokka af jafn ólíkri stærð og raun er á. En það eru þó aukaatriði. Það er stefna nýja meirihlutans sem skiptir máli. Þegar upp verður staðið er það hún og framkvæmd hennar sem ræður dómum borgaranna. Í ljósi umræðunnar fyrir kosningar kemur fátt á óvart í stefnuskrá meirihlutans. Hún er í samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru í kosningabaráttunni. Þungi áformanna er á sviði velferðar- og fjölskyldumála. Þó að útfærslur í kosningastefnuskrám flokkanna hafi verið mismunandi á þessum sviðum hnigu þær í öllum grundvallaratriðum í sömu átt. Fyrir þá sök má vænta ágreinings milli meiri- og minnihluta borgarstjórnar um einstök efnistök fremur en um grundvallar hugmyndafræði. Efst á málefnaskrá meirihlutans eru mál af þessu tagi. Þar má nefna byggingu leigu- og þjónustuíbúða fyrir aldraða. Þau viðfangsefni eru sannarlega svar við þungri almennri kröfu. Það er einfaldlega gott til þess að vita að þessar úrbætur í málefnum aldraðra skuli vera komnar efst á forgangslista framkvæmdanna. Barnafjölskyldur hljóta einnig að fagna lækkun gjalda á leikskólum. Á sama hátt geta barnafjölskyldur glaðst yfir áformum sem miða að því að auðvelda börnum þátttöku í fjölbreyttu íþrótta- og félagsstarfi. En sú krafa stendur jafnframt á meirihlutann að láta þessi áform ekki veikja fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Satt best að segja hefur skort á það í stjórnmálaumræðu hér á landi að fyrirheit um útgjöld væru með skýrum hætti tengd fjáröflun. Meðal margra annarra þjóða er stjórnmálaumræðan undir meiri aga að þessu leyti. Nýi meirihlutinn myndi gera gott í því að setja sjálfan sig undir harðan aga að þessu leyti til. Um það bil sem kosningabaráttan var að hefjast var á þessum vettvangi varað við því að frambjóðendur til borgarstjórnar lofuðu kjósendum um of framkvæmdum úr ríkissjóði. Þó að ríkissjóður kosti ýmsar framkvæmdir sem tengjast borgarsamfélaginu á borgarstjórn að takmarka útgjaldaloforð sín við borgarsjóð. Nýi meirihlutinn hefur nú lofað mislægum gatnamótum þar sem Kringlumýrarbraut og Miklabraut mætast. Jafnframt hefur hann lofað að framkvæmdir muni hefjast við Sundabraut. Hvort tveggja er á kostnað ríkissjóðs. Nú háttar svo til að opinberir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leggja talsvert af mörkum til þess að ná stöðugleika á ný í þjóðarbúskapnum. Það mun ekki gerast nema ríkið fresti ýmsum framkvæmdum sem verið hafa á döfinni. Það getur ekki talist ábyrg afstaða taki borgarstjórnarmeirihlutinn ekki fullan þátt í því viðfangsefni. Loforð um þessi kostnaðarverkefni ríkissjóðs veldur því miklum vonbrigðum eins og sakir standa. Ekkert mál er nú mikilvægara en að koma böndum á verðbólguna. Í umferðinni í Reykjavík er taugaveiklun meira vandamál en skortur á malbiki og steinsteypu; án þess að lítið skuli gert úr mikilvægi góðra æða í umferðinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun