Erlent

Lofar að fangelsa Taylor

Charles Taylor Fyrrverandi forseti Líberíu.
Charles Taylor Fyrrverandi forseti Líberíu. MYND/nordicphotos/afp

Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi.

Réttarhöldin hafa ekki enn hafist, því hingað til hefur ekkert land verið tilbúið að fangelsa Taylor, verði hann sakfelldur.

Taylor var handtekinn á flótta í Nígeríu í mars og fluttur til Síerra Leóne, þar sem stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna starfar. Réttað verður nú yfir honum í Hollandi, því vera hans í Afríku er talin ógna viðkvæmu pólitísku ástandi álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×