Hvað er leiðtogaráð ESB? 18. júní 2006 07:15 Wolfgang schussel austurríkiskanslari Á annað þúsund blaðamenn frá 65 ríkjum fylgdust með leiðtogafundi Evrópusambandsins sem lauk í Brussel á föstudag. Fundurinn var tíðindalítill. Leiðtogarnir ákváðu að auka samstarfið og var sérstaklega minnst á að tryggja frið, velsæld og samstöðu, bæta öryggi, efla sjálfbæra þróun og standa vörð um evrópsk gildi. Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins. Erlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins.
Erlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira