Erlent

Kúrdasjónvarp veldur deilum

Anders Fogh Rasmussen
Anders Fogh Rasmussen

 Anders Fogh Rasmus­sen, forsætisráðherra Danmerkur, er hneykslaður á því að 56 tyrkneskir borgar- og bæjarstjórar, sem sendu honum bréf, skuli nú af þeim sökum sæta sakarannsókn af hálfu yfirvalda í Tyrklandi.

Í bréfinu er Fogh hvattur til að verða ekki við kröfum tyrkneskra stjórnvalda um að kúrdískri sjónvarpsstöð, sem rekin er í Danmörku, verði lokað. Bæjarstjórarnir segja að ekki beri að taka tyrknesk yfirvöld alvarlega um að stöðin sé málpípa fyrir bönnuð skæruliðasamtök aðskilnaðarsinnaðra Kúrda, PKK. Sá sem er fundinn sekur um slíkt í Tyrklandi á allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×