Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg 19. júní 2006 06:30 aðaltorgið í ramallah Palestínumenn safnast saman til að mótmæla þeirri spennu sem ríkir milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar. Meira en 20 manns hafa látist í átökum fylkinganna seinustu vikur. MYND/AP Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins.
Erlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent