Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg 19. júní 2006 06:30 aðaltorgið í ramallah Palestínumenn safnast saman til að mótmæla þeirri spennu sem ríkir milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar. Meira en 20 manns hafa látist í átökum fylkinganna seinustu vikur. MYND/AP Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Erlent Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins.
Erlent Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira